Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 37
að hefja atlögu; voru konurnar þar fremstar í flokki og réðist ein þeirra á aðra múlattastúlk- una og þreif af höfði hennar hattinn blómskreytta. Upphóf- ust þar með hin ferlegustu átök. í einu vetfangi voru aðkomu- stúlkurnar fjórar umkringdar óðum og ærum Indíánamúg, sem teygði til þeirra hendur með terrðum fingrum og virtist stað- ráðinn í að linna ekki fyrr en hver spjör hefði verið af þeim reytt og tætt. En þær voru ekki af þeirri kvengerð, sem fellur í yfirlið með þungum stunum um leið og eitthvað bjátar á, heldur tóku þær hraustlega á móti og létu ekki hugfallast þó að ber- sýnilega væri við ofurefli að etja; spörkuðu frá sér og bitu og klóruðu allt hvað af tók, sam- tímis því sem þær reyndu að hörfa til baka, upp í flugvélina. Komst ein af þeim nokkur þrep upp í stigann, en þá náði ein- hver af þeim innfæddu taki á ökkla henni og dró hana niður aftur, og nú voru karlmennirnir líka farnir að láta til sín taka. Ég öskraði og kallaði að þess- um gráa leik skyldi tafarlaust hætt, en það bar engan árangur. Mundo, hinn mikli höfðingi, stóð hjá og ætlaði að rifna af hlátri. Loks kom Vaugham flug- manni ráð í hug. Hann þreif riffil sin og skaut fimm skot- um upp í loftið. Það varð til þess að koma vit- inu fyrir Mundo. Að beiðni minni hélt hann inn í þvöguna, tók sér stöðu á víglínunni milli hins fjölmenna árásarliðs og fá- menna varnarliðs, sem enn veitti viðnám af mikilli hugprýði, og tókst smámsaman að stilla nokk- urinveginn til friðar. Antu bar og að í sömu svifum, og fyrir atbeina hans heppnaðist að sefa gremju og afbrýðisemi hinna innfæddu kvenna og sívaxandi fýsn eiginmanna þeirra. Vændis- konurnar stóðu þarna að mestu leyti naktar og hágrátandi og báðu okkur heitt og innilega að flytja sig tafarlaust á brott aftur í flugvélinni. En Indíánarnir hlógu og veifuðu spjörunum, sem þær höfðu af þeim tætt, hátt yfir höfði sér eins og herteknum gunnfánaslitrum. Við reyndum eftir mætti að hjálpa stúlkutetrunum til að hylja mestu nekt sína; fórum meira að segja úr skyrtunum og lánuðum þeim þær í því skyni. Að því búnu leiddum við þær um borð í alúmínbátinn og ferjuðum þær yfir fljótið, þar sem þeir Pop jarðfræðingur og Tommass- ino tóku á móti þeim og fóru með þær í skálann, þar sem þeim var ætlað að hafa aðsetur. Þegar þær höfðu verið hresstar við með heitu kaffi, og komizt að raun um að farangurinn hafði ekki orðið fyrir neinu hnjaski, tóku þær von bráðar aftur gleði sína og létu afstöðu sína gagn- vart þeim innfæddu, og þó eink- um konunum, óspart í ljós með því orðalagi, sem kvenfólki af þeirra stétt er munntamast. „Það er einmitt þeirra vegna, að þið hafið verið ráðnar hing- að,“ varð mér að orði. „Þessi skáli verður ykkar einkabústað- ur á meðan þið dveljist hér. Þið fáið hver sitt herbergi og bað- herbergi. Eldhúsið er hér skammt frá.“ Demantsleitarmennirnir höfðu lagt af stað til vinnu sinnar árla þennan morgun, og höfðu ekki hugmynd um að kvenfólksins væri von seinna um daginn. Einu karlmennirnir, sem eftir voru í þorpinu, voru þeir Pob jarðfræðingur, Tommassino, spænski læknirinn og búðarmað- urinn, auk innfæddu varðmann- anna, sem ætluðu að glápa úr sér augun, bentu á litarhátt stúlknanna og brostu út að eyr- um. Einkum þótti þeim hið Ijós- litaða hár þeirra furðu gegna. Hálfri klukkustund síðar mættu stúlkurnar til skrásetn- ingar í skrifstofu minni. „Hvað heitir þú?“ spurði ég þá stúlkuna, sem ljósust var á hörund. Hún svaraði mér í belg og biðu sönglandi röddu: „María frá borginni Lara í grennd við Acarigua, 25 ára, atvinna vændi.“ Negrastúlkan, Josephina, var einkar aðlaðandi, brjóstin hvelfd og stinn, varirnar þvalar og á- stríðuheitar. Hún var fædd í Cindad í Bolivar. Múlattastúlk- urnar höfðu báðar flutzt úr Spánarhöfn til Caracas og ætlað að gerast þar þjónustustúlkur. Ég setti þeim fastar starfsregl- ur og starfsgjald, og bauð þeim að gæta fyllstu varúðar og hrein- lætis; tilkynnti þeim að lækn- irinn sæi þeim fyrir nægum sótt- varnarlyfjum og fyrstu vikuna yrði þeim veittur gjaldfrestur á öllum nauðsynjum í verzluninni. „En það er fyrst og fremst eitt,“ mælti ég með áherzlu, „þið megið ekki eiga nein skipti við Indíánana. Þeir eru allir kvænt- ir, og ég vil ekki að til neinna árekstra komi við þá.“ Eins og á stóð virtist sú við- vörun með öllu óþörf. Það fór hrollur um þær, þegar þær heyrðu Indíánana nefnda. Ég fylgdi þeim síðan til sjúkraskýlisins, þar sem læknis- skoðun skyldi fara fram. Við urðum að ganga á milli sjúkra- rúmanna og vakti koma stúlkn- anna gífurlegan fögnuð meðal de- mantsleitarmanna, sem þar lágu. Þeir hrópuðu hástöfum og einn þeirra veifaði óhreinum vasa- klút eins og fána. Læknirinn skoðaði þær vand- lega, hverja á eftir annarri. Hann var undarlega lengi að at- huga negrastúlkuna, Josephinu sem að vissu leyti mátti heita landi hans, en eins og áður er frá sagt var læknirinn spænskur og 27 ára að aldri. Búðinni var lokað óvenjulega snmma þetta kvöld. Bankastjór- inn fyrrverandi svaf af nóttina hjá Maríu, Pop jarðfræðingur hjá annarri múlattastúlkunni og læknirinn hjá Josephinu. Daginn eftir komu Indíánarn- ir samkvæmt venju að hirða laun sín, og konur þeirra í fylgd með þeim til að aðstoða þá við að eyða þeim í verzluninni. Varðmennirnir reyndu með öllu móti að halda þeim frá skál- anum, þar sem stúlkurnar höfðu aðsetur sitt, og sjálfar héldu þær sig innan dyra. En Indíán- arnir gerðust brátt ölvaðir og fóru ekki í neina launkofa með hvað þeir vildu. Ég varð að læsa skáladyrunum, og þar sem Antu var ekki viðstaddur — hann kom aldrei í þorp þeirra hvítu á þriðjudögum — sneri ég mér til Mundo og bað hann aðstoðar, þó að hann hefði bersýnilega líka fengið sér í staupinu. Reyndi ég að gera honum það ljóst, að hann yrði að fá menn sína til að hverfa sem bráðast aftur til síns heima, því að ann- ars gæti komið til alvarlegra átaka. „Ég vil sjálfur fá eina af þess- um konum,“ svaraði Mundo, hinn mikli höfðingi ættflokks- ins. „Þú átt fjórar fyrir, eða ems margar og lög ættflokks þíns leyfa,“ svaraði ég. „Demants- leitarmennirnir eru aftur á móti kvenmannslausir, og því eru þessar konur þeim ætlaðar, svo að þeir girnist ykkar konur ekki framar. Þú verður því að bjóða þínum mönnum að láta þær í friði.“ „Allt í lagi,“ svaraði Mundo. „En ég er ekki háður sömu regl- um og þeir. Ég er hinn mikli höfðingi. Og ég vil fá eina af þessum konum ykkar.“ Að þessu sinni varð ég að beita meiri lipurð og kænsku í samningum við Mundo en nokkru sinni fyrr. Engu að síð- ur kostaði það mig þref og þras langa hríð að fá .hann til að halda aftur heim í þorp sitt með sína undirsáta og falla frá kröf- um sínum. Þegar demantsleitarmennimir sneru heim næsta laugardag, bárust fréttirnar af komu vænd- iskvennanna eins og eldur í sinu á meðal þeirra. Hirtu þeir hvorki um að þvo sér né greiða, gáfu sér ekki einu sinni tíma til að skila dömöntum, sem þeir höfðu fundið þá vikuna, og voru vesa- lings stúlkurnar ekki öfunds- verðar næstu tvo sólarhringana, en báðar næturnar varð ég að loka skálanum um hríð, svo að þær fengju nokkra hvíld. Nokkr- ir af demantsleitamönnunum heimsóttu þær meira að segja mánudagsmorguninn, áður en þeir héldu af stað til vinnu sinn- ar. Nokkrum stundum síðar var negrastúlkan komin á stjá, hress d ura- — f <& gloss Dura-Gloss varalit- urinn heldur sínum upprunalega litblæ —- hann er mjúkur án þess aS vera feit- ur. Fullkomnið snyrtingu yðar með silkimjúk- um Dura-Gloss varalit — og hinu sterka djúpgljáandi Dura-Gloss naglalakki. — Hvorutveggja fáanlegt í 18 tízkulitum, sem gefa yður ótakmarkaða möguleika til fjöl- breytni. HALLDOR JONSSON Heildverzlun. — Hafnarstræti 15. — Símar 12586 og 23995. VIKAN 43. tbl. — gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.