Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 41
vandaður frágangur, klæðir hvern mann vel, landsþekkt gæðavara. 6r eigið valið ViBnufotögerð Islands ★ ★ ★ ESTRELLA de‘luxe ESTRELLA wash‘n wear ESTRELLA standard Hæfir bezt íslenzku loftslagi. eða ykkar siðvenjum." Mér varð ljóst að ekkert fengi breytt ékvörðun hans. Ég þekkti hann, nú orðið, öllu betur en sjálfan mig. „Er ég þér og þínum þá einsk- is virði? ‘ varð mér spurn. „Þú ert mér sem kær bróðir og faðir. Þú ert minn góði andi, en samt sem áður stendur það ekki í þínu valdi að bjarga okk- ur frá tortímingu. Það getur frumskógurinn einn.“ Það varð löng þögn. Sjálfur var ég slíkum harmi lostinn, að ég mátti ekki mæla. Og þá heyrði ég Antu hrópa þau orð, sem ég mun aldrei gleyma: „Marusa-ka ... Marusa-ka ... Hvað rak þig hingað?“ „Hvert ætlarðu að halda?“ spurði ég. Antu benti í suður. „Við höldum eins langt á brott frá ykkur og við frekast kom- un.st,“ mælti hann enn, „svo að börn okkar megi dafna, lifa og deyja í friði.“ Og svo bætti hann við eftir andartaks þögn: „Ég tek þær, Lay og Urulai með mér.“ „Já, Antu,“ svaraði ég. „Þú hefur að sjálfsögðu lög að mæla.“ „Ég er feginn því, að ég skuli hafa talað við þig og sagt þér frá þessu,“ sagði hann. „Og eitt vil ég taka fram sérstaklega. Við vildum ekkert frekar,- en að hafa þig aftur í hópi okkar ... á bökk- um annars fljóts, þar sem verð- ur gnægð fisks, og á öðrum stað inni í frumskóginum, þar sem þú getur reist þér eins stór- an kofa og þig lystir.“ Móninn var að ganga undir, þegar við stóðum á fætur og héldum aftur heim í kofann. Ég lá andvaka unz sól reis. Kvöldið eftir var ég viðstadd- ur, þegar Antu kallaði alla fjöl- skyldufeður til þings á torginu og tilkynnti þeim ókvörðun sína — eftir að hann hafði rakið þá ógæfuatburði, sem yfir ættflokk- inn höfðu dunið að undanförnu, án þess að nokkur fengi að gert. Allir voru samþykkir ákvörð- un hans og óðfúsir að hefja und- irbúninginn að brottförinni taf- arlaust. Antu ráðlagði þeim að taka ekki annað með sér en það nauðsynlegasta — boga, örvar, veiðihnífa og axir. Þá bauð hann þeim og að taka með sér eins mikið af yucakorni og þeir gætu borið. Þegar hann sagði þinginu slitið og hélt aftur til kofa síns, dirfðist ég ekki að ávarpa hann. Við Urulai áttum saman okk- ar síðustu nótt. Hún vafði mig örmum og gat ekki sofnað dúr, en sagði fátt. Hún var aldrei orðmörg og í rauninni hafði mér aldrei tekizt að fá hana til að segja mér hug sinn allan. Árla næsta morguns var ætt- flokkurinn albúinn til brottferð- ar. Allir komu og kvöddu mig með virktum, enda þótt það væri ég, sem í raun réttri átti alla sök á því, að þeir urðu að yfirgefa kofa sína og veiðisvæði, land- svæðið, þar sem þeir og forfeður þeirra höfðu átt bólfestu mann fram af manni, og unnu hug- ástum. Síðastur kom Antu, og með honum tveir Indíánar, sem báru tíu riffla og lögðu þá við fætur mér. „Okkur mundi brátt þrjóta skotfæri og þá koma þeir okkur ekki að neinu gagni, svo það er þýðingarlaust að vera að burð- ast með þá,“ varð Antu að orði. Síðan leit hann fast á mig og mælti: „Hefðir þú ekki komið, mundi einhver annar hafa komið hingað. Við ásökum þig ekki. Og nú höldum við áfram að reika um frumskógana, eins og for- feður okkar hafa gert, kynslóð fram af kynslóð.“ „Antu,“ sagði ég. „Ég er líka á förum héðan. Ég sný aftur heim til míns eigin ættflokks. Ég get ekki fest hér yndi, þegar þið eruð farin. Þið finnið ein- hversstaðar eins fengsæl veiði- svæði og þau, sem þið yfirgefið nú, og ef til vill enn fisksælla fljót. En mundu að gæta þess vandlega, að ekki sé neina dem- anta að finna, þar sem þú tekur þér og ættflokki þínum ból- festu.“ Ég horfði á eftir þeim, unz síð- asti Indíáninn hvarf inn í frum- skóginn. Og mér þótti sem ég heyrði rödd Antus í eyrum mér, hljómþýða og spyrjandi: „Marusa-ka ... Marusa-ka ... hvað rak þig hingað?“ * AFTURHVARF TIL NÁTTÚRUNNAR. FRAMHALD AF BLS. 9. ans. Þar inni var glæsileg vín- stúka og allt henni tilheyrandi, arinn, þægilegir stólar og borð úr viðarlurkum, en uppi á lofti var svefnstaður fyrir nokkra gesti. Þetta litla hús mundu flestir prísa sig sæla að eiga sem sumarbústað á góðum stað. Inni í sumarbústaðnum var frúin að hita kaffi handa okkur og skera niður kökur. Kaffið var hitað á stórri olíueldavél, sem jafnframt hitar miðstöð fyr- ir húsið, enda var þar allsstaðar vel hlýtt og notalegt. Eftir að við höfðum þegið góðgerðir, gengum við lengra upp eftir hlíðinni, þar sem við hittum Þorvarð Jón Júlíusson vinnu- klæddan við að hjálpa smiðun- um við byggingu bústaðar síns. •— Þú byggir veglega, Þor- varður! •— Það má kannski segja það. Mér finnst það vera svo mikils virði að geta farið úr bænum í fríum á góðan stað, þar sem öll þægindi eru fyrir hendi — eins og heima, eða jafnvel betra. Þá getur maður forðað sér alger- lega frá öllum önnum og ergels- um, verið í friði og notið lífsins eins og bezt verður. — Þú leggur kannski jafnvel meira upp úr þessum sumarbú- stað en íbúðinni í bænum? — Að sumu leyti, já. Hér finnst mér vera minn griðastað- ur, og hér vil ég gera það sem ég mögulega get, til að hafa það gott og þægilegt, langt í burtu frá önnum dagsins. — Hvað er bústaðurinn stór, að flatarmáli? —■ Hann er um 80 fermetrar, fyrir utan svalirnar. — Það þætti gott einbýlishús hvar sem er í bænum. Hvað kostar svo húsið, uppkomið? — Það segist ekki. Enda veit ég það ekki ennþá . . . Fyrir 10—15 árum þótti það sæmilegur lúxus að eiga kofa einhversstaðar uppi í sveit á góðum stað, þar sem maður gat hafzt við í nokkra daga með fjöl- skyldunni. Þá svaf fólkið í koj- um, eldaði fábreyttan mat á prímus eða olíumaskínu. Það var paradís á jörðu í þá daga. Nú hefur þetta breytzt í þá átt, að menn byggja sér glæsilegri hús í sveit, og spara þar ekkert til. Kannski er þetta vegna betri kjara fólksins, vanans að lifa betur og meiri fjárhagslegri 25 ÁRA AFMÆLISBLAÐ VIKUNNAR - eftir viku. 90 síSur aS stærS. SuÖur í hraun með KJARVAL | Svo merkilegt, sem það kann að virðast, hefur lítið sem ekki neitt sézt af myndum af meistara Kjarval við vinnu. Það á sér að nokkru leyti eðlilega orsök: Kjárval er illa við það, að s hann sé truflaður, þegar andinn kemur yfir hann. Samt gerði ; hann undantekningu fyrir Vikuna á 25 ára afmæli hennar. Ljós- myndari og blaðamaður frá Vikunni fóru í leiðangur með Kjar- val suður í hraun. Á myndunum sem teknar voru — bæði í ? scörtu og lit — koma vel fram vinnubrögð Kjarvals. Vikan birtir forsíðumynd úr þessum leiðangri og litaopnu inni í blað- inii VIKAN 43. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.