Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 18
• • • • MAÐURINN, SEM KOM HEIMSSTYRJÖLDINNI DULMÁLSORÐIÐ SEM ÞÝDDI AÐ ÁRÁS SKYLDI TAFARLAUST HAFIN BAR VITNI HINNI SÉRSTÆÐU GAMANSEMI OG HUGMYNDAAUÐGI ÞEIRRA STORMSVEITAMANNA, EÐA ÖLLU HELDUR HVE ÞÁ SKORTI HVORT- TVEGGJA GJÖRSAMLEGA: „D Ó S A M AT U R“! landamærin, og taka þessa litlu útvarpsstöð í sínar hendur. Ekki verður hjá því komizt, að nokkrir menn falli í þeim átökum. Framtíð þýzku þjóðarinnar og foringinn krefjast þess.“ Nú fyrst þóttist Naujocks höfuðsmaður skilja hvernig í öllu lægi. „Þér ætlizt til, að ég komi þessu í kring?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði Heydrich. „Ég ætlast ekki til þess. Ég skipa þér það. Og þar sem þú veizt nú þetta leyndarmál foringjans, geturðu ekki dregið þig í hlé. Hverju svararðu?“ „Hverju get ég svarað? Ekki öðru en því, að ég skal leggja mig allan fram íil að þetta megi takast, enda þótt ég þykist sjá, að litlar líkur séu til þess.“ Heydrich lyfti vísifingri og brosti kalt. „Það er ekki nóg; að þú leggir þig allan fram, Alfred minn góður. Og aðgerð- irnar verða að vera þannig skipulagðar, að þar geti ekkert brugðizt. Ef þær mistækjust, mundi það niðurlægja þýzku þjóðina svo í augum heimsins, að hún fengi það ekki afborið. Og ég þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram, að það mundi neyða okkur til að taka þig af lífi.“ „Já,“ svaraði Naujocks kaldranalega. „Ég skil það, að ykk- ur mundi þykja lítill heiður að mér, ef svo færi.“ Heydrich naut þess að sjá hann kveinka sér. Naut þess svo, að hann gat ekki stillt sig um að draga hughreystinguna dá- lítið á langinn. „Vertu öldungis rólegur," sagði hann að lok- um. „Þú mátt treysta því, að stormsveitirnar veiti þér skil- yrðislaust allt það lið, sem þú þarft á að halda, til þess að öruggt sé að aðgerðir þessar heppnist. Við sjáum þér fyrir pólskum einkennisbúningum, og færustu og traustustu menn úr leyniþjónustunni verða þér til aðstoðar. Við munum jafn- vel sjá þér fyrir nokkrum líkum, sem hægt verður að ljós- mynda í sönnunarskyni, þegar hinni hraustu og hugrökku, þýzku lögreglu hefur tekizt að ná útvarpsstöðinni aftur úr höndum Pólverja og hrekja þá út fyrir landamærin. Upp frá þessari stundu helgar þú þig óskipt lausn þessa viðfangs- efnis, undirbúningi og skipulagningu aðgerðanna. Heil Hitler." Þegar Naujocks hélt á brott úr aðalstöðvunum, vissi hann fyrst í stað vart hvaðan á sig stóð veðrið. En smám saman varð hann skelfingu lostinn. Það var þó ekki fyrst og fremst mikilvægi hinna fyrirhuguðu aðgerða, sem skelfdi hann, eða hættan á því, að þær kynnu að mistakast. Hann var orðinn það gamall í hettunni, sem stormsveitarmaður, að hann þekkti til hlítar þær starfsaðferðir, sem þar tíðkuðust. Þar var aldrei hætt við neitt hálfkarað. Og þetta viðfangsefni var þess eðlis, að það gat ekki síður orðið honum hættulegt, tækist honum að leysa það óaðíinnanlega af hendi, en hitt, að það mistækizt. Því að gengi allt að óskum, þá var það Naujock, sem vissi að um blekkingarbragð eitt hafði verið að ræða, og að sjálfur kanzlarinn og leiðtoginn, Adolf Hitler, var ekki annað en ótíndur lygari, sem einskis sveifst til að koma vilja sínum fram. Því mundu æðstu menn flokksins telja fullt eins mikla ástæðu til að ryðja Naujocks úr vegi, ef áformið heppnaðist. Þess varð þó ekki langt að bíða, að undirbúningurinn að lausn viðfangsefnisins næði svo sterkum tökum á honum, að drægi úr ótta hans. Hann komst þegar að raun um það, hvílíkt vald hann átti að bakhjarli, þar sem stormsveitirnar voru. Það var vissulega betra að standa með slíku valdi en á móti því. Meðlimafjöldi þeirra samtaka, áhrif þeirra, auður og að- staða öll, mátti kallast örugg trygging þess að hið fyrirhugaða áform gæti ekki mistekizt. Naujocks var fengin til umráða lítil skrifstofa við Delbruckstræti, og þar hélt hann sig svo fyrstu dagana yfir landabréfum og ljósmyndum af viðkom- andi svæði, útvarpsstöðinni í Gleiwitz og nágrenni hennar. Stöðin stóð drjúgan spöl fyrir utan borgina, sem gerði mun auðveldara að skipuleggja árásina. Annar þeirra var sérfræð- ingur í radíótækni, hinn þulur, sem alinn hafði ver- ið upp við báðar tungurn- ar, pólsku og þýzku, og talaði þær báðar eins og bezt verður á kosið. Þar sem þeir „hurfu“ báðir á sínum tíma, og nöfn þeirra fyrirfinnast ekki í Niirn- berg-réttarskjölunum, get- um við kallað þá Fritz og Hermann. Þá barst Naujocks skrif- uð orðsending frá Heyd- rich, þess efnis, að út- varpsstöðvarstjóranum í Breslau hefði verið skipað að vera til aðstoðar varð- andi væntanlega útvarps- sendingu frá Gleiwits, og hefði hann verið látinn sverja þagnareið. Þessi orðsending olli Naujocks nokkrum áhyggjum. Þeim virtist stöðugt fara fjölg- andi, sem gert var kunn- ugt um þetta mikilvæga leyndarmál. Hvað skyldu þeir verða margir áður en lýkur, spurði Naujocks sjálfan sig. Fyrstu aðstoðarmennirnir komu nú til fundar við hann. Hann hefði rekið í roga- Jg — VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.