Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 10
 t - ffl ■ ' , . :>:>>:»:-:>/////>: •■ • _____________ >:»>:---/>>:> Sigtryggur stórkaupmaður er að reyna að ná í Ásu sér fyrir konu, og Herjólfur gengur á efí- ir Lóu vinkonu hennar af sömu ástæðu. Þeir Herjólfur og Sig- tryggur eru síður en svo góðir vinir og kankast hvor við annan hvenær sem færi gefst. Þau fara saman í sumarfrí, fjögur, norður í lantl og taka með sér Berg garðyrkjumann. Á Vaðlahciðinni stöðvast bif- reiðin seint um kvöld, þvi hún hefur orðið benzínlaus. Þau bíða um stund við veginn, og Ioks sjá þau vörubíl koma akandi . . . en síðan stoppaði trukkurinn hjá bíl þeirra, Árni sótti lítinn brúsa aftur í skottið og stuttu síðar kom hann sigri hrósandi með ílátið fullt af benzíni. „Húrra!“ hrópuðu báðar stúlk- umar í kór. „Ertu nú viss um að þetta sé benzín?“ spurði sálfræðingurinn meinfýsnislega. En enginn anzaði honum, þau flýttu sér öll inn í bílinn, er stuttu siðar þaut norður heiðina á fullri ferð. Það var nú farið að elda aftur, kvöldroðinn og hið hvíta ljós morgunsins mynnt- ust hvort við annað í norðrinu. Litlu síðar blasti Fnjóskadalur- inn við þeir, sæblár, milli ljós- fjólulitaðra fjalla. Þau renndu inn í Vaglaskóg og fundu sér gott tjaldstæði á eyrunum við ána. Karlmennim- ir voru handfljótir að koma tjöldunum upp; þau voru þrjú, tvö allstór, annað handa kven- fólkinu, hitt handa karlmönnun- um, en hið þriðja lítið og ætlað fyrir eldhús. Allir voru nú orðn- ir þreyttir eftir ferðalagið og fóru þegar að sofa, er undirbún- ingi undir nóttina var lokið. XVII. Þau vöknuðu snemma morg- uns í sólskini við árnið og fugla- söng. Þetta var einn af þessum ógleymanlega fögru dögum, þeg- ar heiðríkjan er raunverulega blá og heimurinn allur hlýr og bjartur. Stúlkurnar fóru ásamt Árna bílstjóra og Bergi garðyrkju- manni að útbúa morgunverðinn. Af nógu var að taka, því að Sig- tryggur Háfells hafði fyllt hið rúmgóða skott bifreiðarinnar með alls konar góðgæti- Þau breiddú dúk á jörðina á árbakk- anum við tjöldin og létu á hann plastílát með brauði alls konar, kjötréttum, osti og hunangi. Og litlu síðar blandaðist kaffiilmur- inn gróðráranganinni og glaðleg JQ — VIKAN 43. tbl. rödd Ás'i Sigurlinnadóttur hróp- aði: „Mat-'rinn tilbúinn! Gerið þið svo vel!“ Kaupsýslumaðurinn hafði far- ið svolítið upp með ánni og feng- ið sér þar kalda dýfu og sólbað á eftir. Hann var hress og kát- ur og reif af sér brandarana. En allt í einu leit hann í kringum sig og spurði: „Hvar er sálfræð- ingurinn, er hann ekki vaknaður ennþá?“ Enginn hafði séð Herjólf B. Hansson um morguninn, og Bergur garðyrkjumaður sagði að hann hefði verið horfinn úr bóli sínu um sjöleytið. Þótti nú heldur vandast mál- ið. Raunar töldu stúlkurnar báð- ar að hann myndi skila sér, og Árni bílstjóri tautaði eitthvað um, að það væri þá þættur skað- inn, þó að það drægist eitthvað; en Sigtryggur kvaðst ekki kunna við að hefja borðhald, meðan einn gestinn vantaði. „Við skul- um svipast um eftir strákbján- anum,“ sagði hann. „Þetta getur allt beðið; kaffið verður raunar kalt en við snerpum bara á könnunni á eftir.“ Sigtryggur Háfells gekk sem leið lá niður í veitingaskálann. Þótt enn væri ekki áliðið dags, var þar mikið um dýrðir, hávaði talsverður og hlátrasköll. Ekki sá hann sálfræðinginn neinsstað- ar, en spurðist fyrir um hann, bæði hjá þjónunum og nokkr- um gestum, er hann kannaðist við. Fékk hann þær fréttir að Herjólfur B. Hansson hefði verið þarna fyrir nokkru síðan, en horfið inn í skóginn fyrir skömmu með Ijóshærðum kven- manni, nokkuð við aldur. Benti einn þjónanna honum í þá átt, er þau höfðu farið. Sigtryggur var á báðum áttum með hvað gera skyldi. „Bannsettur dólgur- inn!“ tautaði hann. „Er fíflið komið á kvennafar — nú, jæja, kannski það sé bara til bóta; sízt ætti ég að harma það!“ Eftir nokkra umhugsun hélt hann af stað inn í skóginn og gekk lengi, án þess að sjá snefil af ferðafélaga sínum. Margt manna var í skóginum, bæði konur og karlar, og misjafnlega á sig komnir. Spurðist hann fyr- ir um. Herjólf hjá nokkrum þeirra, en enginn hafði séð hann. Loks gaf sig fram allfáklæddur kvenmaður, þóttist sú kenna sál- fræðinginn og vita hvert hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.