Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 25
einu orðinn hræddur. Hann hat- aði ibúðina og sambúð sína við Del í henni. En bann þekkti það illa, sem þar var, og bafði ekki enn kynnzt því, sem var útifyrir. Hann teygði sig eftir simanum, snerti taltækið og dró svo bönd- ina að sér aftur. Hann var hrædd- ur við það óþekkta, sem bann ætlaði að fara að stökkva út i, eins og um illa martröð væri að ræða. Hann hafði óttazt þetta alla ævi. Hann fann svita spretta út á enni sér. Hann kyngdi nokkr- um sinnum, leit á simann og sinia- númerið, sem merkt var við í blaðinu. vo leit hann bægt fram- an í Del, og augu hans voru gal- opin í óttasleginni áköllun. „Þú hringir fyrir mig, lia?“ sagði hann og rétti henni símann aftur. „Þú gerir það . . .“ ÁTTUNDI KAFLI. Einmitt þegar hún kom i dyra- gættina, nam hún staðar og leit aftur á sjálfa sig í veggspegli ineð óljósri spurningu. Hún var klædd upplituðum, rauðum knipl- ingakjól, sem tekin var dálítið saman rétt fyrir neðan hægrá brjóstið. Glitrandi steinar voru um háls hennar og úlnliði, og andlitið var sem sóttheitt vegna vangaroða og varalitar, sem hún liafði borið á sig. En það mátti hins vegar sjá á augum hennar, að henni leið ekki vel þrátt fyrir allt tildrið. Bkki svo að skilja, að áfengis- neyzlu væri á nokkurn hátt nm það að kenna, að hcnni leið ekki sem bezt. Almenningur skildi það atriði ekki. Mönnum. ieið ekki illa, þótt þeir drykkju. Þvert á móti, þvi að áfengið varpaði ein- mitt birtu á alla hluti, og þegar manni var eitthvað þungt i skapi — eins og ástatt hafði verið sið- ustu daga, að því er hana snerti — gat maður einmitt hætt að hugsa um allt slikt. Hún leit af speglinum aftur og snerist snögg- lega á hæli. Ilún liafði aðeins fengið sér að drekka tvisvar eða þrisvar ])á um daginn —• aðeins til að vekja sig örlítið. Ekki svo mikið, að hún yrði drukkin af því, ekki nærri nógu mikið til ])ess. Hún þarfnaðist þess að fá sér örlitið tár til þess að sefa taugar sinar í dag. Hún varð dálitið óróleg, af því að hún átti von á ókunn- ugum manni í heimsókn. Hún hleypti brúnum, þegar hún reyndi að rifja dálítið upp fyrir sér. Flagg. Já, það var einmitt nafnið, Edwin Flagg. Hún gekk gegnum anddyrið og til setustofunnar. Klukkan á arinhillunni sýndi, að komið var fram yfir liádegi, eitt- tuttugu-og-fimm. Flagg átti að koma klukkan hálf-tvö. í rauninni var þetta dálítið leiðinlegt með auglýsinguna. Að- eins fimm alls höfðu gefið sig fram — hún mundi að minnsta kosti ekki eftir að hafa svai'að nerna fimm mönnum. Þrír fyrstu umsækjendurnir höfðu krafizt þess að fá að vita fyrst, hvort starfið félli undir stéttarfélag tón- listarmanna, en þegar henni varð eitthvað svarafátt uni það atriði, hringdu þeir allir af. Fjórði fyr- irspyrjandi var vart af barns- aldri, nemandi í einhverjum lítt þekktum tónlistarskóla. Aðeins sá finimti — þessi Flagg — liafði virzt einlægur 1 fyrirspurn sinni. Hann liafði beðið einkaritara sinn að hringja og ákveða, hve- nær liann mætti koma til að ræða málið. Edwin Flagg. Henni leizt vel á nafnið. Það hljómaði svo karl- mannlega og iikt og um staðfast- an föðurlandsvin væri að ræða. Hún litaðist um, leit yfir stofuna til að aðgæta, livort hún væri í lagi vegna heimsóknarinnar. Hún mundi sitja þarna á legu- bekknum, og liann mundi fá sér sæti þarna ... Hún spennti snögg- lega greipar, til þess að fá hend- ur sínar til að hætta að skjálfa. Hún ætti eiginlega að fá sér cinn, aðeins hressingu til að gæta fyllsta öryggis. Hún vildi ekki, að Flagg fengi þá hugmynd um hana, að hún væri alltaf cins taugaóstyrk og hún var nú. Hún hafði aðeins gengið fáein skref i áttina til eldhússins, þeg- ar hún heyrði fótatak á stétt- inni úti fyrir, og það nálgaðist dyrnar. Ilún leit í skyndi á khikkuna. Það var víst, að herra Flagg var stundvisin sjálf. Svo hljómaði dyrabjallan, og þótt hún hefði átt von á að heyra i henni, hrökk hún dálítið við, eins og af undrun. Hún band- aði ósjálfrátt frá sér, eins og fát hafði komið á hana, en svo gckk hún til dyra og svipur henn- ar var eins og á manni, scm hefir ákveðið að sætta sig við hvað- eina, sem fyrir kanrt að koma. Hana setti hljóða í fyrstu, þeg- ar hún hafði opnað útihurðina. Það gat ekki verið, að þetta væri lverra Flagg'. Það var ekki nokk- ur leið að láta þennan feitlagna, unga mann í fátæklegum, illa passandi jakka koma heim við myndina, senv hún hafði brugðið upp í huga sér. Hér hlaut að vera um einhvern misskilning að ræða. Herra Flagg liafði vafa- laust orðið fyrir einhverjum töfrum og ... „Ég — góðan dag,“ tók hinn ungi maður til máls og var eitt- hvað óró’H. „Ég er Edwin Flagg.“ Svo tók hann vasaklút úr vasa sínum og þerraði feimnisvitann af enni sér. Hann hafði nefnilega ekki komið akandi upp hæðina, hann hafði bara gengið. „Ég átti — átti að hitta ungfrú Hudson. Klukkan hálf-tvö.“ Jane starði aðeins á hann orð- laus í nokkur andartök. Svo rann ])að upp fyrir lvenni, að þögnin var að verða óþægilega löng, svo að hún brosti og svaraði: „Já, ég er úngfrú Hudson." Hún vék til hliðar með nokkurri tregðu og benti honum ólundarlega að ganga inn fyrir. „Gangið i bæ- inn.“ Bn ungi maðurinn þá ekki boð hennar ])egar í stað. Hann renndi hendinni með vasaklútnum nið- ur eftir vanganum, en stöðvaði svo hreyfinguna á miðri lcið. Hann virti Jane fyrir sér og lvleypti brúnum, eins og hann væri að reyna að sjá betur. Jane endurtók bendingu sína um það, að hann ætti að koma inn fyrir. „Gangið inn fyrir.“ Hún fylgdi honum til sætis, hauð honum að setjast á stól, senv var hægra megin við arininn, en settist sjálf á legubekkinn. Hún hagræddi pilsum sínum vandlega og leit svo með mikilli eftirvænt- irigu á Flagg, eri á honuni var l)á nákvæmlega sami eftirvæntingar- svipurinn. Hvers vænti hann áf henni? Það kom einhver skelf- ingakökkur í magann á Jane. Hann var alls ekki af þvi tagi, sem hún hafði ætlazt til, engan veginn eins og hún hafði gert sér i hugarlund. Allt i einu fann hún hókstaflega fyrir viðbjóði á þess- um spikaða, fölleita, unga manni, eins og hún hefði gripið hann í einhverri yfirvegaðri lygi, og hún óskaði þess einungis, að hann færi leiðar sinnar aftur. En fram hjá því varð ekki komizt, að hann var kominn þarna, og að hún varð að segja eittlivað við hann. „Þér sáuð auglýsinguna mina í blaðinu?“ Ungi maðurinn l)rosti vélrænt. „Já, það vildi svo til, að ég leit gegnum blaðið —: þann hluta hlaðsins, þér skiljið, og þar sem svo vill til, að ég leik bæði á píanó og fiðlu . . .“ Hann lauk setningunni með meiningarlausri hreyfingu, sem sýndi, að honum leið hálfilla i návist hennar. Jane kinkaði kolli. „Já, það var tekið fram — var það ekki? — að bæði væri þörf fyrir pianó- og fiðluleik.“ „Já, það stendur einmitt heima. Þetta virtist hre-in tilviljun — og að sumu leyti var það það lika — svo að ég . . . vitanlega . . .“ Hann lauk máli sínu aftur nieð klaufalegri, stirðlegri lireyfingu. Aftur varð þögn milli þeirra. Jane mjakaði sér aðeins til, en svo náði taugaóstyrkurinn slikum tökum á henni, að hún gat ekki annað cn flissað lítið eitt. Ungi maðurinn leit upp, og það var undrunarsvipur á föium augum hans. Hún leit af honum og horfði með löngunaraugum í átt til eld- hússins. „Te?‘ spurði hún allt í einu, eins og hún liefði snögglega feng- ið innbiástur. „Hvers vegna bý ég ekki til tesopa handa okkur? Og svo getum við drukkið te og — og talað saman. Finnst yður te gott. herra Flagg?“ „Ó, já.“ Edwin Flagg tók snöggt viðbragð fram á við. „Já, já, mér — mér þykir það mjög gott.“ Edwin Flagg leit á eftir henni með furðusvip, þcgar hún liraðaði sér fram i eldhúsið. Hann tók enn fram vasaklút sinn og lauk við að þerra enni sitt, sem var enn rakt af svita. Hann hafði hafi á réttu að standa frá upp- hafi. Þetta var forskrúfuð, gömul kerling, sem var búin eins og skipamella. Hvers konar starf hefði hún eiginlega upp á að bjóða? Hann velti því fyrir sér, hvort hann gæti kannske staðið á fætur og komið sér á brott, án þess að hún yrði þess vör. En þegar til kastanna kom, var það húsið sjálft, stofan, sem hann sat í, sem kom i veg fyrir, að hann Framhald á bls. 49. VIKAN 43. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.