Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 5
NÝJA HAUST- OG VETRARTÍZKAN FRA ORLAN E PAR I S make-up, steinpúSur, laust púSur, naglalökk og varalitir í tveim nýjum litum. Vandi að vera stelpa ... Ó góði Póstur. Þú hefur hjálpað svo mörgum að ráða fram úr ýmsum vanda- málum og gefið mörg góð ráð. Og þess vegna leitum við til þín með okkar vandamál. Við erum aðeins 15 ára og erum báð- ar með strákum, sem eru alltaf saman, og þeir eiga báðir bíl. Við erum stundum úti að keyra með þeim á kvöldin. En við meg- um sjaldan fara út á kvöldin. En finnst þér ekki réttlátt að við fáum leyfi til að fara út svona tvö til þrjú kvöld í viku til að hitta þá, því að þetta eru ágætir strákar. Vertu svo blessaður og sæll póstur góður og við vonum að þú svarir okkur fljótt og vel. Unga kynslóðin. P.S. Getur þú sagt okkur af hverju það er svona mikill vandi að vera stelpa? Kæri Póstur! Ég var að enda við að lesa 38. tbl. Vikunnar, og þótti leiðin- legt að sjá hvernig blaðamað- ur Vikunnar níddi niður aðbún- aðinn hjá okkur á Óskarsstöð- inni síðastliðið sumar. Hann tók smá viðtal við okkur 4 stelpur sem sátum við „borðgarm" und- ir glugganum. Þessi borðgarm- ur sem hann á við, er fyrirtaks borð sem sómir sér vel, hvort sem er á Raufarhöfn eða í Reykjavík, og mætti hann vera þakklátur fyrir að eiga svo góð- an grip. Þessi maður, sem kom þarna inn til okkar segir: þegar ég opna dyrnar blasir dýrðin við. Skuggsýnt er inni, þó bjart sé úti og sólskin. Fyrir vitin legg- ur olíustybbu, lyktin kemur frá olíuvél sem er uppi á gömlum sykurkassa. Þetta er svo mikil endemis vitleysa. Við höfum venjulegan eldhúsbekk með hill- um í, fyrir matarílát og þess- háttar. Svo höfum við einnig eldavél ekki olíuvél, heldur tveggja hólfa rafmagnsvél_ sem er mesti kjörgripur. Svo segir hann: kojurnar eru tveggja hæða, óvandaðar, illa smíðaðar úr lé- legum viði. Þetta er ekki rétt, þær eru jú tveggja hæða, en ágætlega smíðaðar, úr góðum viði og fínt lakkaðar, og gott að sofa í þeim. Ég vil ráðleggja þessum bráð- sniðuga manni sem nefnir sig R. að loka allt niðri sem heitir blaðamennska, og bregða sér á síldarplan eitt sumar og þá á Óskarsstöð, og skrifa þá í blöð- in, þegar hann er búinn að læra nöfnin á síldarkössunum. Ennfremur segir hann að kvenfólkið sé uppi en karl- mennirnir niðri. Ég get bara sagt honum það að Baldvin Halldórsson og Eyjólfur Einars- son voru á sama gangi og við, fyrstu dyr til vinstri, „kom inn“. Ég vil þá láta útrætt um þetta mál og skora á R. að skrifa á móti, ef ég fer ekki með rétt mál. Áslaug Gísladóttir. --------Þarna er blaðamönnum lifandi lýst. Ragnar, þú svarar stúlkunni bara í Alþýðublaðinu fyrst þú ert kominn þangað. Enn um Krýsa ... Ég læt í ljós þakklæti mitt til Vikunnar fyrir greinina um Krýsa. Mér hefur ætíð fundizt þáttur Papanna nokkuð þokukenndur í íslandssögunni. Væri vel farið, ef fræðimenn athuguðu þeirra hlut betur, en gert hefur verið hingað til, og jafnframt yrði rannsakað hvað hinar merkilegu rúst- ir Gömlu-Krýsavíkur hafa að geyma. Gæti þá farið svo að útkoman væri önnur en eintómt ,_bull“, eins og einhver Höskuldur kemst að orði í fremur vanhugsaðri at- hugasemd, er birt var í Vikunni 26. sept. s.l. Lesandi. ---------Ojújú, mér finnst sos- um allt í lagi, að þið skreppið út með strákunum svona einu sinni tvisvar í viku — EN BARA í BÍLTÚR. Biltúrinn má bara ekki vera yfirvarpsátylla. — Vandi að vera stelpa? Það er sko enginn vandi — þið eruð bara einhverjir klaufar. Athugasemd ... Ijósrauður orange. aisan sterk rauður. one Umboðsmenn í Reykjavík: Gyðjan — Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, tsafirði — Kf. Borgfirðinga, Borgamesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum — Kyndill, Keflavík — Perla, Húsavík — Hafnarfjarðarapótek. Drangey, Akranesi — Verz!. Rín, Ólafsfirði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.