Vikan


Vikan - 05.12.1963, Page 7

Vikan - 05.12.1963, Page 7
ÆTIAÐIAÐ KAUPA 20 TOGARA MEÐ PENNY IVASANUM BARON CHARLES GAULDRÉC DE BOILLEAU VAR ÁLITINN EINN RÍKASTI MAÐUR Á ÍSLANDI, EN EFTIR TÆP FJÖGUR ÁR HÉR, VAR HANN ORÐINN GJALD- ÞROTA, OG EIGNIR HANS SELDAR Á UPPBOÐI. Baróninn var þekktur cellóleikari víða um lönd, og átti eitt dýrasta cello í heimi. Hann var ungur og fríður, menntaður og mikill mála- maður, höfðingi í framkomu og gestrisinn með afbrigðum, hann samdi mörg tónverk og a. m. k. eina óperu, hann var fjárhagslega, vel stæður, mikill heimsmaður og sam- kvæmismaður á meginlandi Evrópu áður en hann fór til íslands og keypti þar þrjár jarðir,” tvö stöðuvötn og veiðirétt í tveim ám, íbúðarhús í Reykjavík, gufubát og flutningapramma, stofnaði stærsta kúabú á landinu, ætlaði að kaupa 20 togara til að veiða við ísland, skrapp til London til að útvega fjármagn í fyrir- tækið, en þegar það misheppnaðist, þá settist hann upp í hraðlest - og skaut sig. Greín GK. Teikning Snorri Sveinn Það var ys og þys á Vict- oria járnbrautarstöðinni í Lon- don, því hraðlestin til Parísar var að leggja af stað og síð- ustu farþegarnir voru að flýta sér að komast upp í lestina. Burðarkarlar hrópuðu hver í -gkapp við annan og þrengdu sér Sginnan um fólkið á járnbraut- ívarpallinum, hlaðnir töskum og r allskonar farangri, konur og l karlar hlupu um kapp til að ná i sér í sæmileg sæti í lestinni, því sjáanlegt var að hún yrði fullskipuð, enda var þetta sunnudaginn milli jóla og ný- árs, og margir þeirra, sem höfðu eytt jólahelginni í Lon- don, voru nú að flýta sér til meginlandsins, þar sem þeir áttu heima, til að kveðja þar gamla árið og heilsa því nýja. Lestin blés til brottferðar, hvítum klútum var veifað í kveðjuskyni og flestir farþeg- anna stóðu út við gluggana til að njóta sem bezt síðustu augnablikanna í návist vina og vandamanna — svo rann lestin hægt af stað með hvinum og hvæsi, þar til hún hvar loks úr augsýn í þokumettað loft Lundúnaborgar. í einkavagni á fyrsta farrými sat maður á bezta aldri, höfð- inglegur í fasi og vel klæddur. Vagninn var stór og íburðar- mikill og hæfði vel þessum fyrirmanni, sem virtist vera vanur slíku umhverfi. Hann var einn í vagninum og hafði ekki tekið neinn þátt í kveðjulátun- um við brottför lestarinnar, en hafði strax farið inn í vagninn og læst dyrunum að baki sér. Hann hafði aðeins eina litla handtösku meðferðis, og mátti af því sjá að hann ætti ekki langa ferð fyrir höndum. Kunningjum sínum í London hafði hann sagt að hann ætlaði að skreppa til Parísar eða jafnvel alla leið til ítalíu, en ekki bar farangurinn því vitni, enda var ferðinni heit- ið annað, og um þann áfanga- stað mátti enginn vita . . . Lengi stóð hann við gluggann og horfði döprum augum yfir landið, sem lestin rann yfir. Hann virti fyrir sér tré og lágar hæðir Suður Englands og bar það saman við landið í fjarska þar sem hann átti heima, tígu- leg fjöllin, heiðan himinin, silf- urtærar ár og úfinn sjó. Hann vissi nú, að það mundi hann aldrei sjá framar. Hann stakk vinstri hendi í buxnavasann og greip um lítinn hlut, sem þar var, bar hann að birtunni við gluggann og starði á hann eins og dáleiddur nokkra stund, tárin glitruðu í augna- hvörmunum þegar hann seiidist með hinni hendinni í jakkavas- ann og dró þar upp litla skamm- byssu. Hann beit saman tönnunum og hörkusvipur kom á andlitið, um leið og hann klemmdi saman augun, bar byssuna að gagnaug- anu — og hleypti af. Skothvellurinn bergmálaði í lestinni og verðir komu hlaup- andi að dyrunum. Eftir nokkurt fát og fum tókst þeim að opna dyrnar að klefanum og þeir ruddust inn. Á gólfinu lá maðurinn látinn af byssuskoti. í hægri hendi hélt hann á perluskeptri byssu, en hnefi vinstri handar var kreptur saman eins og í magnlausri ör- væntingu. Síðustu krampakipp- irnir fóru um líkama hans á meðan verðirnir stóðu þarna, og um leið opnaðist hnefinn og úr honum valt fram á gólfið eitt lítið enskt penný, rúllaði í nokkra hringi við fætur þeirra, staðnæmdist síðan og valt á hliðina. Barón Charles Gauldron de Boilleau hafði afhent aleigu sína.. Framhald á næstu síðu. VIKAN 49. tbl. — rj

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.