Vikan


Vikan - 05.12.1963, Side 16

Vikan - 05.12.1963, Side 16
Smásaga effii* LOIIIS UNTERMEYER ¥ið eigum einskis annaps úrkosta. Viö verðum að haicia átram á morgun, sagðí maðurinn, en í kvöld.. Halda átram? sagði vatnsberinn út í eyöimörkina? Það er langt til næstu byggðar El Maresch Þetta er sagan, sem sögð var á stræt- unum í Ghada fyrir meira er þúsund árum síðan. Nú hefur tímans tönn gert Ghada að fornri sögu — allt sem þar er að finna eru brot úr múrveggjum, hlið i rústum og stórhöggnir steinar á við og dreif. Ghada var i rauninni aldrei borg -— hún hafði sprottið upp á krossgötum, þar sem úlfaldalestirnar úr norðri og austri mættust, áðu um stund og héldu svo áfram suður þurran sandinn. Sagan hefst dag einn i ljósaskiptun- um. Það var maður þar á ferð og leiddi asna, sem kona og barn sátu á. Konan var ung og fögur, og hún liélt á barninu í fangi sér, þvi að þetta var ungbarn. Andlit þess var hulið blæju, sem skýldi því gegn sandstorminum. Þau komu langt að. -— Sjáðu, sagði maðurinn og benti á sólsetrið, sem gæddi gulbrúnan sandinn skyndifegurð. Ghada ... Þar getum við hvilst. .. Það var lengra til Gliada en maðurinn hafði haldið. Sandurinn var þungfær og hvirflaðist kringum þau, og barnið fór að gráta. Asnanum varð fótaskortur. Tvisvar datt litla skepnan á hnén, svo að litlu munaði, að konan og barnið köstuðust af baki. — Hann er þreyttur, sagði konan. Vesalingurinn, hann er svo þreyttur — hann ber bæði mig og barnið. — Við erum brátt komin, sagði mað- urinn um leið og hann hjálpaði asn- anuin að standa upp og hvatti hann vin- gjarnlega til að halda áfram. Við kom- um við í Ghada. Kannski er gott fólk þar. Ef lil vill gctum við verið þar í nokkra daga, áður en við höldum áfram ferðinni. — Það getur verið, sagði hún og bjó jg — VIKAN 49. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.