Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 26

Vikan - 05.12.1963, Síða 26
Johanna Kristiónsdóftir Hvar og hvernig skrifar þú þínar bækur Þrátt fyrir verkfall í prentsmiðjum, á versta tíma fyrir jóla- bækurnar, virðast þær flestar hafa komizt út. Margt góðra og þekktra höfunda er á markaðnum að þessu sinni, og sumir þeirra, sem litið hefur krælt á allra síðustu árin, eru nú aftur með. VIKAN hefur snúið sér til tíu rithöfunda símleiðis og beðið þá að svara eftirfarandi spurningu: — Meinarðu, hvort ég fari upp í sveit og loki mig þar inni eða eitthvað svoleiðis? Nei, þetta er ofur einfalt. Ég skrifa bara heima, á kvöldin eingöngu, ég hef einhvern veginn aldrei annan tíma. Nú, þeg- ar ég byrjaði á þessari bók, Segðu engum, hafði ég beinagrindina til að einhverju leyti, en það breytt- ist náttrúlega meira og minna, þótt efniviðurinn héldist sá sami í aðal- dráttum. Ég skrifa fremur óreglu- lega, það er að segja, ég sezt ekki við klukkan átta og skrifa til tólf, heldur aðeins þegar ég er upplögð. Það falla kannske úr mörg kvöld og' svo skrifa ég kannski fram á nótt. Ég veit ekki, hvort það er hægt að segja, að ég hafi lengi hugsað um efnið í þessa sögu. Ég var í hitteðfyrra að berja saman sögu, sem ég ætlaði raunar að senda á markaðinn fyrir jólinn i fyrra, en sem betur fer hætti ég við það. En ég hafði lengi hugsað um efn- ið í þá bók. Efnið í Segðu engum var ekki eins lengi að veltast fyrir mér. Segðu engum fjallar um Reykja- víkurdömu, 16 ára gamla, sem er í Menntaskólanum og nýbúin að missa móður sína. Það hefur mikil áhrif á sálarlífið og hún leggur metnað sinn í að halda heimilið íyrir föður sinn og bróður. Það kem- ur fljótlega í Ijós, að faðir hennar vill ekki una einlífinu, og um sama leyti á hún sjálf sitt fyrsta ástar- ævintýri. Ég held að það sé ekki rétt að segja meira um efnið að svo stöddu. Nei, ég er ekkert spennandi, þeg- ar ég er að skrifa. Hef enga sér- vizku við stellingar eða þess háttar. Ég drekk að vísu mikið kaffi og reyki dálítið, en ég geri það alltaf hvort sem er.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.