Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 28

Vikan - 05.12.1963, Síða 28
• • • • SVONA SKRIFA SKALDIN Guðmundur Daníelsson — Ég skrifa þar sem ég er stadd- ur. Þetta er kannske útúrsnúningur, en svona er það samt. Náttúrlega, þegar ég er heima, skrifa ég þar, nánar til tekið á annarri hæð í vissu húsi á Eyrabakka. Ég byrja að skrifa þegar ég hef hugsað sög- una, þegar um skáldsögu er að ræða, en það hefur sinn aðdraganda. Ég skrifa fyrst uppkast, bara með venjulegum blýanti, og venjulega gengur það reglulega vel .Ég skrifa það, sem mér dettur í hug út frá þeim þræði, sem ég hef hugsað mér, og venjulega breytist sagan ekki mikið frá fyrstu gerð. Ég þrí- skrifa venjulega mín skáldverk og enda við að hreinskrifa þau á rit- vél, en yfirferðirnar eru að sjálf- sögðu miklu fleiri en þrjár, þótt ég endurriti ekki nema lítið oftar. Það er ekki hægt að setjgst við að semja skáldsögu, fyrr en mað- ur veit, hvernig hún á að vera, að minnsta kosti bæði upphaf og end- ir og meginstoðir verksins. Ég hef ekki kynnst því, hvernig aðrir haga sér við skriftir, hvort þeir sitja við það eða standa eins og Grímur Thomsen, en ég sit og er ekki hörundssár fyrir umhverfinu. Ég kippist ekki við, þótt ég heyri mannamál eða hljóðfæraslátt. Það yrði lítið úr ritstörfum ef maður væri svo viðkvæmur fyrri því, sem er í kringum mann. Ekki get ég svarað því, hve langur tími líðí frá því ég byrja á verki og þar til ég læt það frá mér íara. Það er und- ir svo mörgu komið, En ég var að athuga það um dagínn, hve Jangur tími liði frá því að eín bók kem- ur út, þar til ég byrja á næsta verki. Það mun vera um þrjú ár, Maður er ekki tilbúinn að byrja strax á nýju verki. Það tekur tíma að láta það kristallast í sér, áður en farið er að festa það á blað. Ja — ég skrifa ekki við kertaljós á nóttunni, viltur í augum eða yfirkominn af innspírasjónum, heldur ósköp hversdagsléga við skrifborð mitt á daginn. Raunar þykir mér gott að breyta um umhverfi, enda hef ég gert það flest sumur. Eitt sumarið skrifaði ég t.d. á Beygalda í Borgarfirði, annað á Reykhólum, á Skeggjastöðum, á Varmalandi í Stafholtstungum og sumarbústöðum hér nærlendis. Þrjár bækur mínar skrifaði ég í sumarhúsum, eitt sumarið í Ejby við ísafjörð, annað við Charlotten- lundi og enn við Rudeskóg norðan Hafnar. Eitt af mörgu góðu við slíka umhverfisbreytingu er það, að þá þarf maður að kanna landið umhverfis og hreyfir sig hæfilega milli kyrrsetanna. Veturinn heima er mér svo einkum tími nýrra að- drátta eða úrvinnslu þess, sem saman hefur skrifazt á sumrinu. Ekki þannig að skilja, að ég hrúgi upp ókjörum af frumköstum og sníði svo niður. Mér er ósýnt um slík vinnubrögð. Án þess að setningin eða ritmyndin fullnægi mér nokkurn veginn, get ég ekki haldið áfram. Þess vegna vinnst mér oft mjög sein- lega. Tvær til þrjár setningar, ef til vill, á löngum vinnudegi. En eftirvinnan er að sjálfsögðu þeim mun auðveldari viðfangs. Ég set þetta að nokkru leyti í samband við það, að ég hef alla tíð notað ritvél. Þá sjaldan ég skrifa með penna, finn ég muninn á því, að setningin stendur þá ekki eins ljóslega, eins grafískt, fyrir mér. Mér finnst prentuð setning ekki aðeins hafa fegurð eða ljót- leika, sem hljóð- og husunartákn, heldur einnig sem ákveðin mynd svartra einda á hvítu blaði. Bföm Yh. Mér hefur oft komði í hug, hvort íslendingasög- urnar hefðu ekki í og með sinn hnitmiðaða gagnorða stíl af því, að menn gátu engu rubbað upp á dýrmætt skinnið; allt varð þar að standa endanlega og fallega sett. 2g — VXKAN 49. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.