Vikan


Vikan - 05.12.1963, Page 30

Vikan - 05.12.1963, Page 30
Hunangskaka með rjóma 150 gr. smjörlíki, 100 gr. hunang, 50 gr. púðursykur, 350 gr. hveiti, 1 tsk. sódaduít, ca. 2 dl. súrmjólk, 2 tsk. kanill, 14 tsk. engifer, 14 tsk. negull. Fyllingin: Þeyttur rjómi úr 4 dl. af þykkum rjóma, 1 tsk. sykur, 14 tsk. engifer, 1 matsk. sherry (má sleppa því) 3—4 bananar, svolítið rifið súkkulaði. Smjörlíkið brætt að mestu með hunanginu og púðursykrinum hrært í. Eggin hrærð saman og sett saman við. Síðan er hveitið og sódaduftið sett í til skiptis með súrmjólkinni, en síðast kryddið. Deigið sett í stórt og lágt form (næstum eins og ofninn) og bakað í ca. 40 mín. Þegar kakan er köld, er hún skorin í tvo ferhyrnda hluta. Rjóminn stífþeyttur og sykur, engifer og sherry sett í hann, en hann er svo settur á milli laganna og ofan á kökuna, en rifnu súkkulaði stráð yfir, mest til skrauts. Döðlu-raspkaka 4 matsk. hveiti, 4 tsk. lyftiduft, 114 bolli rasp, 14 bolli smjörlíki, 114 bolli sykur, 2 egg, 1 tsk. vanilludropar, 1Y bolli döðlur, 114 bolli hnetur, 114 bolli mjólk. Hrærið sykurinn og smjörið vel og döðlurnar, sem skornar hafa verið í bita og saxaðar hnetur settar í og síð- ast þurru efnin, en eftir að þau eru komin í má ekki hræra meira en þarf til þess að blandast vel saman. Sett í lágt og breitt form og bakað u.þ.b. 50 mín. Borið með þeyttum rjóma og skreytt með fylltum döðlum en þ.e. daðlan skorin í tvennt, hnetukjarni settur á milli og helmingarnir settir saman aftur. Kengúrukökur 14 bolli hálfbrætt smjör eða smjör- líki, 14 bolli púðursykur, vel þjappað í bollann, 1 matsk. safi úr sítrónu, 1 tsk vanilludropar, 1 egg, 1 bolli hveiti, 14 bolli vatn, 1 bolli súklculaðibitar, aftur 14 bolli púðursykur, 2 matsk. flórsykur. Blandið fyrst saman fjórum efnun- um og síðan eggjarauðunni, bætið hveitinu í með vatninu. Þeytið eggja- hvítuna og bætið hinum fjórða hluta úr bolla af púðursykrinum í hana og þeytið þar til það er stíft og mjúkt og setjið í deigið ásamt ósætu súkku- laði, sem hefur verið skorið í smábita. Bakað í lágu og breiðu formi í 25—30 mín .Flórsykri stráð yfir strax og hún kemur út úr ofninum, en þegar kakan er köld, er hún skorin í ferhyrnda bita. Eplaskífur 250 gr. hveiti, 214 tsk. lyftiduft, 14 salt, 100 gr. púðursykur, 2 egg, 100 gr. brætt smjörlíki, 14 1. mjólk, 100 gr. rúsínur og e.t.v. 1 saxað epli. Bakað í eplaskífupönnu, smurðri með nægri feiti í hvert hólf. Sykri stráð yfir þær, meðan þær eru heitar. Valhnetubollur 500 gr. hveiti, 200 gr. sykur, 375 gr. smjör eða smjörlíki, 2 egg, 1 tsk hjart- arsalt, 1 tsk. vanillusykur, valhnetur. Blandið saman hveiti, sykri, hjartar- salti og vanillusykri. Bætið eggjun- um og smjörinu í og hnoðið. Rúllið deigið í stöng og skerið hæfilega stóra bita og gerði úr kúlur. Setjið á smurða plötu, penslið með eggi og setjið val- hnetukjarna á hverja köku. Araerískar rúsínukökur 4 dl. hveiti, 1 tsk. salt, 1 tsk sóda- duft 3 dl. sykur, 12 hg. smjörl., 6 dl. haframjöl, % dl. vatn, rifinn börkur af 1 sítrónu. Fylling: 2 dl. steinlausar rúsínur, % dl. sykur, 2 matsk. hveiti, salt, 1 matsk. sítrónusafi, % dl. vatn. Blandið hveiti, salti, sódadufti og sykri saman og hakkið smjörið, með tveim hnífum, þar til það er smá- gQ — VIKAN 49. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.