Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 35

Vikan - 05.12.1963, Síða 35
Hér er hlýlegur og heimilislegur sauma- krókur fyrir húsmóöurina. Það var gaman að fá þessa gömlu, hvít- máluðu ruggustólsgerð á markaðinn aftur. Hann er frá Kristjáni Siggeirssyni, kostar kr 3.100 og fæst í fleiri litum og einnig úr ómáluðu brenni. Saumaborðið er úr tekki og tvær hirzlur í því, sem eru á lömum og opnast út. Það er frá Hús- gagnaverzlun Austurbæjar og kostar kr. 1.575. Frá sömu verzlun er einnig lampinn. Hannn er danskur, vafinn með snæri, módelgripur og kostar kr. 1.280. — Málverkið er eftir Kjartan Guðjónsson. Módel: Margrét Schram. Við gerðum tvær lausnir á stofunni, eina með stóru sófasetti og aðra ineð fyrirferðarlitlu og léttu sófasetti. Það sést hér á myndinni. Sófinn er p.lveg af sömu gerð og stólarnir og bak hans eins og þeirra. Efnið er létt tekkgrind, lausir svamppúðar og yfirdekkt með brúnu kambgarns- áklæði frá Últíma. Settið, tveir stólar og sófinn kosta kr. 16.350 og fást hjá Húsbúnaði á Laugavegi. Sófaborðið er ílangt og létt eins og stólarnir. Það er frá Húsgagna- verzlun Austurbæjar á Skólavörðu- stíg og kostar kr. 2.650. Keramikvasinn í glugga er eftir Ragnar Kjartansson í Glit. Málverk eftir Kjartan Guðjónsson og Hörð Ágústsson.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.