Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 49
Andríkar umræður um matar- forða skipsins, sem er vægast sagt bágborinn. Pekingendur, sem ekki komu og svínakjöt, sem kom ekki heldur. AÐFANGADAGUR. Kom á vakt klukkan 0000. Myrkrið er kolsvart, eins og þykkt klæði og vitaljósið sker blind augun. Þrir Vestmanna- eyjabátar hafa samflot heim. Þeir hafa verið á síld i Flóanum og fara nú heim til að halda jólin. Þeir eru í vonzkuveðri á Selvogsbanka. Spilaði tvo vit- leysinga við kallinn og Gústa, siðan var farið að lala um bæk- ur. Veðurstofan spáði hægviðri. Kannski eru þeir fullir, sagði maðurinn, sem liafði verið á síld. —• Það var skepnuskapur, að leyfa ekki Ólafi maskinuskáldi að þiggja nokkur kjaftshögg. Þvi þurftann endilega að drepa Pétur í lokin? Og svona er hald- ið áfram að tala um „mína menn". Annars átti ekki af lienni að ganga, þessari skemmtilegu bók. Hún fór í sjóinn í tösku, þegar tuin kom um borð og svo kviknaði i lienni, þegar þeir voru að reyna að þurrka hana á kabyssunni. Já, minir menn iiafa reynt ýmislegt þennan mánuð, sem þeir eru búnir aö ganga lausir. Búnir að lifa af drukknun og eldsvoða, með meiru. Fór af vakt klukkan 0400. Kom á vakt 0800. Nú er nóg að gera, því skipið lítur liræði- lega út. Svört fingraför út um alit eftir smiðjukallana, gólfin skítug og svo þarf að taka til í herbergjunum. Ryksugan ýlfr- ar geðvonskulega, og hlykkjást eins og slanga eftir gaungunum. Talaði við þá í land í morg- un. Það eru þrjú varðskip á sjónum um jólin. Þrjú grá skip með nokkra tugi af geðvondum djöflum, sem bölva í sand og ösku fyrir iiádegi, því allt er vitlaust að gera. 2. vélsljóri sagði meinlega, að nú yrði ekki spilaður vitleys- ingur í kvöld. Þvi ekki? Þá læt ég nú róa með mig í land. Ég sigli ekki með mönn- um, sem spila vitleysing á jóla- kvöld, sagði hann móðgaður. Kannske vildi liann bara þvarga? Þó er nokkuð til í þessu. Vit- leysing má ekki spila á jóla- kvöldið. En liver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Var hann nokkuð nær með því að láta róa sér í land. Var ekki lijóðin öll að spila vitleysing ársins upp á kraft? mér er nær að halda það. Fyrir 160 árum dóu menn úr hungri í Reykjavík. Sýktust af skyrbjúgi og kreppusótt og Espólin telur að enn fleiri hefðu drepizt, ef Petræus (danskur kaupmaður og viðskiptafélagi Bjarna riddara) hefði ekki lán- að útflutningsfisk til átu. í dag falla menn unnvörpum úr of- áti og ganga hálfbognir og krepptir af tóbakseitrun, fullir og dópaðir eftir smekk. Ilver er að spila vitleysing á jólun- um? Hver á að láta róa sér livert? Það var sýnilega komið þvarg. Iiann er að ná sér upp í norð- vestrið og það er farið að veíta á legunni. Þungar öldurnar koma vestan úr liafi, brunandi liungr- aðar, hækka og stækka á grunn- inu við Skaga, mölbrotna litá Hraunum, ellegar vestur á Mýr- um. Hér innanvið eru þær mátt- lausar. Skipið rykkir draugalega í akkerisfestina, siglir síðan fram undan keðjuþunganum, snýst svolitið, bakkar og rykkir í festina aftur. Svona koll af kolli. Hafið er skrýtið, sagði mað- urinn, sem hafði róið i Sand- gerði! Nokkuð til i þvi —- Hann hélt áfram. Þegar þeir sprengdu skipin í stríðinn innan við Skaga, rak likin á móti vindinum uppá Mýrar. Líka draslið. Svona er straumurinn sterkur. Og það er farið að tala um strauma og livað hafið sé skrýtið. Bát, sem rak af legunni i Höfnum, rak upp í Stafnesið. Báta, sem slitna af legum, rek- ur yfirleitt á land, nema í Sand- gerði, sagði maðurinn, sem startaði þvarginu, hróðugur. Hann var aHtaf að minna á Sandgerði —: Báta, sem rekur út af legunni í Sandgerði rekur á einn stað. Það má ganga að þeim vísum á einhverri vik i Kanada. Ég man ekki hvað þá er lengi að reka þetta, eða livað þessi helvitis vík heitir, nema jieir skila sér nokk. Góð vík það i lvanada, að eiga kannskc von á öllum Sandgerðisflotanum eftir einn stórsunnanhvell. Já og menn eru sammála um, að hafið sé nú svolítið skrýtið og svo er 10 kaffið búið, því það á að fara að ryksuga bekkina. Verst er að eiga ekki jólaskraut, sagði stýrimaðurinn, því hann vill reyna að gera gott úr öllu. Iílukkan ellefu fer að verða nóg að gera. Jólaskeytin fara að berast í stríðum straumum. Fólkið i landi vorkennir okkur vist heil ósköp. Við erum hetjur hafsins, danslag kvöldsins, eins og fulli maðurinn sagði á sjó- mannadaginn. Ég skrifa skeytin og hreinrita með ritvél. Þegar þeir vakna, þá fá þeir þau. Það er annars skrýtið að sjá við- hrögð manna til sjós þegar þeir fá skeyti. Þeir glenna upp aug- un og maður heldur að þeir ætli að berja mann þegar þeir eiga ekki afmæli, eða eiga sín von. Þeir lialda að það hafi fallið víxill, eða þeir liafi misst konuna. Einu sinni vissi ég um mann, sem brá mikið þegar liann fékk skeyti. Gömul frænka lians hafði látizt á háum aldri á Norðfirði. Skeytið hrenglað- ist og leit út fyrir, að hann hefði misst dóttur sína. Hann hataði landssimann lengi upp frá þvi vegna mistakanna. Búinn á vakt kl. 1230. Vaknaði klukkan fjögur eftir að hafa sofnað út frá liugheilum heilliugsóskum til sjómanna á hafi úti. Skipið er orðið hreint og snyrtilegt innra og steikar- ilmur er farinn að berast út frá kabyssunni. Reyndar lítur það hálf illa út með jólamatinn, VIKAN 49. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.