Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 64

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 64
Stretchbuxur ÞUNNAR 0 G ÞYKKAR ÁHERRA OG DÖMUR ★ Vattúlpur ★ Skíðahúfur ★ Rúllukragar^ J HEILD S ÖLUBIRGÐIR: reykjavTk SKÚLAGÖTU 57 — SlMI 15005 hefir ekki illt af að fá svolítið af hreinu lofti heldur. — Áreiðanlega ekki, sagði Clare. — Annars er ég miklu betri núna, þó ég sé fjúkandi reið ennþá. — Ég hugsa að deijdarsystirin fái ekki tækifæri til að kvelja þig framar, sagði Keneth Morg- ate og hló —- Yfirhjúkrunarkon- an er alls ekki blíð þessa stund- ina, og hún leysir VafalaUst úr þessu .... Keneth beið niðri meðan Clare fékk sér steypu og fór í fallegan franskan bómullarkjól. — Þú ert ekki lengi að því sem lítið er, sagði hann er hún var komin inn í bílinn aftur. — Ljómandi ertu falleg núna, sagði hann svo, og horfði að- dáunaraugum á hana. — Mér líður að minnsta kosti vel núna, svaraði hún. — Það er kannski tilhugsunin um fríið, sem veldur því .... Þau óku út að litlu veitinga- húsi við þjóðveginn, sem bæði þekktu vel. Þau pöntuðu mat- inn og fengu sér svo kokkteil út í garðinum. — Hvert hefurðu hugsað þér að fara í fríinu? spurði hann. Clare hafði alltaf fundist Keneth vera maður, sem hægt væri að treysta. Hann var alltaf fús til að hjálpa, þegar þörf var á, og hún mat vináttu hans mik- ils. Hana mun hafa grunað að hann vildi helst dálítið meira en vináttuna eina, og lét það liggja milli hluta. Henni fannst aðdávin hans vera fullmikið áberandi, og svaraði hálfvegis hikandi: Ungfrú Hamden að að biðja mig að koma með sér til Com- well. Foreldrar hennar eiga stór- hýsi skamt frá Falmouth. -— Og þú ert þá að hugsa um að taka boðinu? sagði hann óró- legur. — Já, en . . . Hún þagnaði. — Ég hafði vonað að þú mundir koma heim til fjöl- skyldu minnar með mér. Við eigum heima skamrnt frá Ascot .... Nei, hlustaðu nú á mig, Clare. Þú hlýtur að hafa skilið hvernig mér er innanbrjósts . . . . að ég elska þig, Clare. Gifstu mér, Clare, sagði hann lágt og innilega. Það var svolítill hrollur í Clare, því að kvöldloftið var svalt. Henni þótti verulega vænt um Keneth, sagði hún við sjálfa sig. En var það ást? Hún hafði alltaf ímyndað sér ástina miklu ákafari. Hvernig gat hún, svo vel færi, haldið honum í hæfi- legri fjarlægð — að minnsta kosti þangað til hún væri orðin viss um sínar eigin tilfinningar? Nú hélt hann að hún væri að hugsa um framtíðarhorfur hans flýtti sér að segja: — Ég enda spítalavistina í lok þessa mánaðar og þá geng ég í félag við þrjá aðra lækna í Sunningdale. Ég ætla að eign- ast hús fyrir sjálfan mig, og þó að tekjurnar verði ekki miklar fyrst í stað, ætti framtíðin að geta orðið björt. Ég gæti látið þig fá....... —- Æ, Keneth, það er ekki þetta, sem ég að að hugsa um . . — Er það svo að skilja . . . að kærir þig ekkert um mig? — Jú, Keneth, mér þykir vænt um þig, það veiztu. En ég er hrædd um að ég elski þig ekki á sama hátt og þú . . . Hann tók fram í, ákafur: — Ég hætti samt á það. Ef þú vilt giftast mér! En ég get ekki gert það — sjálfs þín vegna . . . Hún þagnaði allt í einu, því að maður nam staðar hjá þeim. Hár maður og prúðmannlegur og svo heillandi að Clare fannst hún ósjálfrátt dragast að hon- um. Augu þeirra mættust sem snöggvast en svo leit hún und- an. — Þarna er þá Simon kom- inn? sagði Keneth hissa. Svo kynnti hann þau og hélt áfram: — Hvað ert þú að gera hérna, Simon? Simon Denver reyndi að stilla sig um að horfa of mikið á vang- ann á Clare. Hann fann líka til hinna ofsafengu áhrifa, sem hann hafði orðið fyrir, og hon- um veittist örðugt að tala eðli- lega. Rödd hans var mjúk og viðfeldin —- töfrandi, fannst Clare. — Ég er hér á snöggri ferð í sjúkravitjun, sagði hann. — Ég hefði gjaman vilja vera hérna í nokkra daga, en . . . . Hann and- varpaði. — Þeir eru of margir sjúklingarnir, sem bíða mín heima, því miður. —■ Eruð þér lyflæknir? spurði Clare. — Nei, Símon er augnlæknir, og talsverður galdramaður, sagði Keneth. Simon Denver! Allt í einu átt- aði Clare sig á nafninu. — Það voruð þér, sem skáruð Faith Hamden, er ekki svo? — Jú. Það var ég. Og ég var einmitt að koma til hennar ný- lega. Faith talar mikið um yður. Mér skilst hún vera staðráðin í að fá yður til þess að koma með sér til Comwall. Clare komst í einskonar upp- nám. — Mér finnst mjög freist- andi að taka boðinu, sagði hún. — Ég ætla að aka henni heim, sagði Denver. — Ég gegni lækn- isstörfum í Falmouth. — Einmitt það, sagði Clare. Henni sárnaði að hún skyldi ekki hafa neitt gáfulegra að segja. — Og það er feikinóg rúm í bílnum mínum, ef þér vilduð verða okkur samferða. Clare muldraði eitthvað um, að það væri vel boðið. Keneth leit tortryggnislega á Simon Denver, og spurði í glensi hvort honum stæði far til I NÆSTA BLAÐI Vegna mistaka í prentun er listinn á bls. 3 um efni í næsta blaði ekki réttur. Hann kemur viku of fljótt. Við biðjum vel- virðingar á þessum mistökum og birtum hér réttan lista yfir það, sem kemur í næsta blaði, en það verður m.a. þetta: Nýr miðbær í Reykjavík. Tveir ungir arkitektar, nýkomnir frá námi í skipulag'sfræðum við Tækniháskólann í Stutt- gart, hafa gert tillögur um nýtt skipulag miðbæj- arins, þannig að hann fullnægi þeim kröfum, sem gera verður til mið- borgar. VIKAN hefur fengið leyfi til þess að birta myndir af þessari skipulagstillögu og viðtal við þá félagana. DAGBÓK AF MARÍU JÚLlU. Niðurlag greinar Jónasar Guð- mundssonar, stýrimanns, um jól á sjó. ÞEGAR KONAN RÆÐUR. Ný smásaga eftir Guðnýju Sigurðar- dóttur. UNDIR FJÖGUR AUGA. Efni af léttara taginu eftir Karlsson. Jólasveinar einn og átta. Nógu lengi hafa erlendar helgimyndir sinnt störf- um hér á landi sem jóla- sveinar. Nú er komið mál til, að við förum aftur að sýna okkar gömlu, mann- legu jólasveinum réttan sóma. Við höfum ekkert að gera við rauðklædda hálfengla í þeirra stað. Bessi Bjarnason og Sig- urður Hreiðar gera sitt bezta til þess að koma ís- lenzku, hvinnsku jóla- sveinunum aftur í sinn fyrri sess. VETRARTÍZKAN f VERZLUN- UM BORGARINNAR. VIKAN heldur áfram að ganga í verzlan- ir og athuga vetrartízkuna. Framhaldssögurnar, kvennaefni, krossgáta, stjömuspá og ýmis- legt fleira. — VIXAN W. tM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.