Vikan


Vikan - 05.12.1963, Page 67

Vikan - 05.12.1963, Page 67
svaraði hún. —• Ég fer til Corn- wall. Næstu dagana hugsaði Clare oft til hvíldarleyfisins, sem hún ætlaði að nota í Cornwall. Hún gat ekki fyllilega skilið að hiin ætti að fara þangað. Faith Ham- den var henni í rauninni ókunn- ug; þó að þær hefðu verið góðir vinir í sjúkrahúsinu. Og Simon Denver þekkti hún alls ekki. Hún hafði engin kynni af Ham- densfjöiskyldunni og heimili hennar.------- Simon herti á bílnum bg hún hnipraði sig þar sem hún sat í aftursætinu. Faith, sem vafa- laust vegna þess að hún var blind — var næmari en fólk gerist, leit við og spurði. — Fer vel um þig, Clare? Clare hallaði sér aftur í sæt- inu. — Ágætlega, sagði hún. — Ég er ekki vön svona þægind- um. Fáir hafa ekið sjaldnar í bíl en ég, skiljið þið. Síðan foreldr- ar mínir dóu hef ég svo að segja alltaf verið i sjúkrahúsum, og pabbi og mamma létu sama sem ekkert eftir sig. Mér kom vel að ég hafði lært starf — og ein- mitt starf sem mig hafði langað í síðan ég var barn. Clare var ekki vön að tala um sjálfa sig og sín málefni, svo að hún þagnaði allt í einu — hálf vandræðaleg. — Ég hef sjálfsagt verið í óvenjulega góðum höndum, -finn ég, sagði Faith og andvarp- aði hugsandi. — Mikið hef ég verið heppin! Clare fékk sting fyrir hjartað. „Heppin" — og lifa í sífelldu myrkri! Hún renndi augunum út um gluggann og dáðist að landslaginu, græna ásana og hlíðarnar, blómskrúðuga dali. Hún viknaði, og þrá eftir ein- hverju óákvarðanlegu vaknaði í henni . . . Rödd Simons vakti hana af draumunum. — Áttu enga ættingja? — Nei,' því miður ekki. — Þá er bezt að foreldrar mínir geri þig að kjördóttur, sagði Faith ósjálfrátt. — Ég á bróður sem heitir Gerrý, og hann er prýðilegur. Finnst þér það ekki líka, Simon? Clare þóttist sjá vorkunn- lætisbros á vörum Simons. Faith hélt áfram að dásama bróður sinn, og Simon var samþykkur. — Hann er afbragðs piltur, sagði hann. — Heldurðu að hann sé að liugsa um. að giftast Noreen Taylor, Faith? Það kemur ekki til mála, sagði Faith. — Hvernig dettur þér það í hug? Augnabliksþögn varð en svo svaraði Simon: — Sannast að segja veit ég það ekki. Þau borðuðu hádegisverð á Clarence í Exeter. Gistihúsið stóð við torgið, rétt hjá kirkjunni, og þar var líkast og tíminn hefði staðið kyrr. Friður og ró yfir I Hagsýn húsmóðir*kaupir heimilistækin í HEKLLI •** Höfum nú þegar yfir 20 ára reynslu í sölu heimilistækja. Austurstæræti 14 Sími 11687 Við bjóðum yður fullkomna viðgerða- og varahlutaþjónustu á ofangreindum tækj- um. Tfekla Servis þvottavélin er til í ýmsum stærðum og við allra hæfi. - Kynnist SERVIS og þér kaupið SERVIS. Kelvinator kæliskápurinn hæfir hvers manns pyngju og þörfum fölskyldunnar. - Kynn- ist kostum KELVINATOR. Kenwood liraerivélin er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél. Hún er full- komnasta og bezta hjálp húsmóðurinnar í eldhúsinu. VIKAN 49. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.