Vikan - 05.12.1963, Qupperneq 68
★. TAKA Á MÓTI ÚTSENDINGUM * 23“ MYNDALAMPI.
BÆÐI Á AMERÍSKU OG ★ STÓR HLJÓMGÓÐUR HÁTALARI.
EVRÓPSKU KERFI. ★ TEAK-SKÁPUR.
0. Johnson & Kaabcr. raltækjadeild. Sætúni 8. fívth
Heimilistæki sf., Halnarstrætt 1. Reykjavík
Radíóvlrkinn. Skólavörðustig 10. Reyklavík
Verzlun Valdimars Long. Halnarlirði
Radíóvinnustofan, Vallaroölu 17, Keílavík
Haraldur Böðvarsson A Co.. Akranesi
öllu. Þegar þau voru setst sneri
Faith sér að Simon og sagði, áð
á þessum stað finndist sér for-
tíðin koma á móti manni.
— Mér finnst að ég hafi átt
heima hérna, einhverntíma fyrir
löngu. Ég er viss um að hérna er
mikið af ekta dúkum, og gljá-
andi kopar og látún hvar sem
litið er.
Clare og Simon litu hvort á
annað.
— Þetta er alveg laukrétt hjá
þér, sagði Simon og bætti svo
við: — Var þetta aðeins ágisk-
un hjá þér, Faith?
— Nei, ekki var það nú.
Clare og Simon héldu niðri 1
sér andanum.
— Áttu við það að . . . Eftir-
væntingin í rödd læknisins
leyndi sér ekki.
—■ Mér fannst ég sjá eitthvað,
sem glitraði eins og glampi, þeg-
ar við komum hérna inn, sagði
Faith. — Heldurðu að það sé
takandi mark á því? Að það sé
einhver von?
— Maður má aldrei missa von-
ina, sagði hann.
— Simon hefur alltaf haldið
að ég fengi sjónina aftur, sagði
Faith lágt — eins og hún væri
að tala við sjálfa sig. — Ég veit
það og trúi því líka sjálf.
Simon sagði, líkast og í að-
vörunartón: — En það getur ver-
ið hættulegt, ef það eru tálvon-
ir, Faith . . .
Hún hló, einkennilegum
beiskjuhlátri. En eru tálvon-
irnar samt ekki skárri en engar
vonir?
Clare furðaði á þessum orð-
um. í sjúkrahúsinu hafði henni
alltaf fundizt Faith taka mót-
læti sínu með miklu sálarþreki,
og aldrei æðrast. Nú grunaði
Clare að Faith væri að skiljast
hve ömurleg örlög hún ætti í
vændum, og vorkennndi henni
innilega. Hver gat í rauninni vit-
að eða gert sér von um að skilja
hvað bærðist í brjósti ungrar
stúiku, sem á æskuárunum lenti
í slysi er rændi hana sjóninni?
Fólk misskildi sjálfsagt oft af-
stöðu blinda fólksins til tilver-
unnar. Lét blekkjast af undra-
verðri viðleitni þess á því að
bjarga sér sjálft, og hvernig það
gat þjálfað sjötta skilningarvit-
ið.
— Við verðum að berjast fyr-
ir því að vonir okkar bregðist
ekki, sagði Simon með áherzlu.
— Áttu við að þú ætlir að
skera augun einu sinni enn?
spurði Faith óróleg.
— Við verðum að vera þolin-
móð enn um stund, sagði hann
lágt. — Ég vil að Margeton skoði
þig, áður en við tölum endan-
lega ákvörðun.
— Ég verð að játa að ég er
farin að verða óþolinmóð, sagði
Faith. — Það er ekki beinlínis
blindan sjálf, sem fer í taugarn-
ar á mér, en mig langar svo mik-
ið til að sjá þig, Simon — og
allt hitt fólkið líka.
Clare varð litið upp í þessum
svifum og horfði í augu Simonar.
En henni fannst hann vilja forð-
ast að horfa í augun á henni. Hún
skalf þegar hún sá hve svipur
hans var kuldalegur. Það var
kuldi, sem hún gat alls ekki átt-
að sig á. Hún reyndi að hugsa
skynsamlega. Hafði hún ímyndað
sér einhverja fásinnu? Hann
hafði enga ástæðu til að gera
henni hærra undir höfði en öðr-
um. Það gat varla heitið að þau
þekktust. En henni fannst þessi
skýring ófullnægjandi og henni
leið illa. Kannske hefði hún átt
að hugsa sig betur um áður en
hún þáði heimboð Faith. Meðan
hún var að velta þessu fyrir sér
kom hún auga á mann, sem stóð
í borðsalsdyrunum og leit kring-
um sig-. Þegar hann kom auga
á hana kinkaði hann kolli og
gekk rakleitt að borðinu til
þeirra.
— Er það sem mér sýnist, að
þú sért þarna, Clare? sagði hann
glaðlega.
—- Ert það þú, Ralph? Að
hugsa sér að maður skyldi hitta
þig hérna! Simon stóð upp og
Clare kynnti þá. Hún sagði hon-
um að þau Ralph væru gamlir
kunningjar, og að hann væri
sérfræðingur í ljóslækningum.
— Það er nú af, sagði Mason
læknir í léttum tón. — Það er
þó nokkur tími síðan ég hætti
við Ijóslækningarnar, en nú hef
ég annað á prjónunum. Ég hef
erft dálitla fjárupphæð eftir
gamla frænku mína, og er að
hugsa um að stofna einskonar
ellihæli. En það er nú önnur
saga, sagði hann og brosti.
Það var eitthvað spennandi
við Ralph Mason, eitthvað dul-
arfullt í látbragði hans, sem lað-
aði kvenfólkið að honum. Hann
var hár vexti og vel að sér ger,
virtist vera opinskár og hrein-
skilinn, en það var eitthvað í
augum hans, sem vakti grun um,
að hann liti sínum augum á til-
veruna. Hann hafði fengizt við
sitt af hverju, en vantaði þolin-
mæðina og fékkst aldrei lengi
við það sama í einu. Hann var
fullmenntaður læknir, en hafði
aldrei fengizt við almennnar
lækningar, vegna þess að hann
hafði ekkert gaman af því. Um
tíma hafði hann fengizt við
radiumlækningar, en hætt við
þær líka. Yfirleitt forðaðist hann
allt, sem krafðist reglubundins
starfs, og hann sagði stundum að
hann hefði kampavínsvenjur, en
tekjur sem ekki nægðu fyrir
meiru en saft og vatni. Clare og
hann höfðu sézt öðru hverju
saman síðustu árin. Þau höfðu
duflað saman í sakleysi og lát-
ið hvort annað fara út í veður
og vind. Hann virtist verða hrif-
inn af að sjá hana aftur — ekki
sízt þegar hún var með Simoni
gg _ VIKAN 49. tbl.