Vikan - 09.04.1964, Qupperneq 11
MOFUR
VEITINGASAL
„Já, ég held nú það", sagði Halidór.
„Það er opinbert leyndarmál, að hér eru
ýmsar verur á ferli, sem kannske er að-
eins eðlilegt, þegar á það er litið hve
gamalt þetta hús er og hve margir sögu-
legir munir eru hér samankomnir. En það
eru allt góðar vættir og gera engum mein".
— Það segir þú bara Halldór, til að
hræða ekki kúnnana frá staðnum.
„Nei, mér er eiður sær, Guðmundur
minn. Ég veit þetta af langri og góðri
reynslu, að hér hefur engum orðið meint
af draugagangi, og fæstir orðið hans var-
ir. En á því er enginn vafi, að hér er
margt á sveimi. Við vorum að ræða um
stýrið og skipstjórann t.d. Það er ekki
nóg með að ég hafi þurft að leiðrétta
stefnuna á stýrinu á hverjum morgni í
langan tíma — enda var það bara ánægja
að vita af einhverri samvinnu hinumegin
frá — heldur hefur blessaður karlinn sézt
hérna oftar en einu sinni".
— Blessaður segðu mér fré því.
„Það er hægast að skýra frá því, og
þú getur fengið staðfestingu á því ef
þú vilt. Þetta er þekktur maður hér á
landi — listamaður — en ég vil ekki nefna
hann án hans leyfis. Hann • sat hérna í
salnum, þessi maður og var að drekka
kaffi. Hann sat í stúkunni Rán að
norðanverðu niðri. Hann var búinn að
sitja þarna töluverðan tíma og lét ekk-
ert á sér bera, fyrr en hann kallaði allt
[ einu á þjóninn og spurði hann hvaða
maður það væri, sem sæti þarna í horn-
inu í „kóngsstúkunni" og glápti stanzlaust
á sig.
Þjónninn leit þangað og sá engan mann.
Ekki nokkra veru þar neinsstaðar nálægt
— og sagði honum það. Maðurinn sagði
það víst vera, benti á staðinn, lýsti sæt-
inu og manninum sem þar sat, og glápti
á hann án afláts. Ofan af því vildi hann
ekki fara, hvað sem þjónninn sagði".
— Hafa fleiri séð skipstjórann, Hall-
dór?
„Já, já. Það held ég nú. Þekkt kona
hér á landi, þótt hún sé ekki íslenzk.
Stina Britta Melander óperusöngkona til
dæmis.
Það var einhverju sinni, að drauga-
gangur barst hér í tal, svo hún heyrði,
og hún fékk ódrepandi áhuga á því að
rannsaka það nánar. Hún hafði eitthvað
fengizt við að „fara f glas" og hafði
áhuga á dulrænum fyrirbrigðum, og það
var engu tauti við hana komið fyrr en
við samþykktum að fara í glas með henni
eftir lokunartíma eitt kvöldið.
Ég ætla ekki að lýsa því, sem þá kom
fyrir . . ."
Þessi „bás" er manna á meðal kallað-
ur Kóngsbás, vegna þcss að þar hafa
tveir kóngar setið við mat og forseti
Finnlands, ásamt forseta Islands og
fleiri fyrirmönnum.
En það eru fleiri, sern þar sitja.
Gestir hafa séð þar ókunnan einkenni-
legan mann á stundum, sem situr þar
kyrr og þögull, og starir á þá. Þegar
þeir spyrja þjóna hver þar sé, kannast
þeir ekki við að sjá neinn. Þessi ókunni
og vandséði gestur, ku sitja í yzta sæti
í básnum, sem sést fremst á myndinni.
Textis GK.
Ljósmyndir:
Kristján
Magnússon
— Nú, svona! Út með það!
„Nú, glasið varð alveg brjálað, og þeyttist um
allar trissur, um leið og við byrjuðum, og ég er
alveg sannfærður um að þar var ekkert plat í.
Ég athugaði það eftir beztu getu.
Það voru ýmsir, sem þar komu fram og sögðu
margt, sem ekki er hægt að segja frá í blaða-
viðtali . . . og svo var sú norska . . ."
— Hvaða norska . . . ?
„Stú'kan, sem var héna. Hún vann hérna hjá
okkur um tíma, og einu sinni kom hún inn í veit-
ingasalinn hérna, og sá skipstjórann sitja á þess-
um sama stað í kóngsstúkunni. Þá var búið að
loka og þar átti enginn maður að vera, svo hún
náði ! einhvern þjóninn og benti honum á að
þarna væri maður, sem hefði gleymzt áður en
lokað var.
Þjónninn sá ekki nokkurn mann og sagði henni
það, en samt sá hún manninn sitja og stara á
sig.
Svo stóð hann upp . .
- Hver?
„Maðurinn".
— Þjónninn?
„Nei, draugurinn, maður".
- Og . . . ?
„Gekk til hennar. Hægt, sígandi, alvarlegur . . ."
— Og hvað . . . ?
„Það steinleið yfir hana, og við urðum að
keyra hana heim. Svo hætti hún hérna".
— Vegna draugsins?
„O — ég veit það ekki. Segðu það ekki að
minnsta kosti".
— Segðu mér meira.
„Það er nú til dæmis hægt að segja þér frá
því, þegar hann Guðmundur og nokkrir aðrir
strákar komu hingað klukkan um fjögur um nótt.
Þeir höfðu verið annars staðar, þar sem þeir sáu
um vínveitingar um kvöldið, og komu svo hingað
þegar ballið var búið, með afganginn af vín-
inu, og ætluðu að setja það niður í kjallara.
Þeir voru fjórir saman og voru að bera vínið
inn, þegar þeir heyrðu greinilegan umgang —
fótatak — hérna inni á gólfinu í salnum. Það
var svo greinilegt að þeir uggðu ekki að sér, en
þóttust vissir um að hér væri einhver heimavan-
ur að ganga um.
Svo fóru tveir þeirra hingað inn í sal . . . og
sáu ekkert. Ekki neitt! En heyrðu fótatakið áfram,
þar sem það færðist fram eftir salnum, upp stig-
ann, út f eldhús og út . . . Svo hvarf það.
„Þeir „sáu" fótatakið, en sáu aldrei neitt. Og
þótt rökkur væri f salnum, þá var það bjart að
maður mundi sjást hvar sem var í salnum. En
þar var bara enginn maður — bara fótatak.
Og svo var það einu sinni, að við vorum að loka,
ég og Bói, bróðir minn, þegar við heyrðum að
einhver gekk upp stigann upp á barinn á loftinu.
Við könnuðumst auðvitað ekkert við það, að þar
ætti nokkur maður að vera, svo Bói fór á eftir
upp á loft og grandskoðaði allt loftið, en þar var
ekki nokkur maður. Svo kom Bói niður aftur . . ."
— Og hvað svo?
„Svo heyrum við þetta aftur, greinilega. Hann
fór aftur upp, og gekk nú alveg úr skugga um
að þar var enginn. Leitaði hreint alls staðar, þar
Framhald á hls. 31.
VIKAN 15. tbl.
11