Vikan


Vikan - 09.04.1964, Side 17

Vikan - 09.04.1964, Side 17
„f rauninni líkar mér vel við yður,“ sagSi hún, „en ég verS aS láta ySur fara SMÁSAGA EFTIR ALBERTO MORAVIA vegna þess, sem gerSist í gærkvöldi.“ um fótum; hann, segi ég, reyndi að eta með hníf og gaffli en varð þó tíðum gripið til fingranna, einkum ef kjúkling- ar voru á borðum eða rifjasteik. Það er óþarft að taka það fram að hann tuggði opnum munni eða drakk með fullan gúl- ann af mat, að hann þurrkaði sér um * munninn með handarbakinu, að hann rót- aði baununum upp í sig með hnífum; i fáum orðum sagt, öll hans athöfn var ruddaleg. Að sjálfsögðu var konu hans þetta mesta kvalræði, því að hún mat, eins og hún lagði oftsinnis áherzlu á, mjög mikils alla hæversku. Það var oft að ég sá hana stara á hann sínum stóru, skærbláu augum, skotra þeim síðan til mín, festu þau loks á blómin á miðju borðinu; ellegar hún varp þungt öndinni og laut höfði. En hann lét sig það engu skipta og gerðist jafnvel enn ruddafengn- ari. Loks sagði hún við mig: ,,Remigio — gerðu svo vel að taka diskana af borð- inu". En hann kepptist við að naga bein- in og urraði í mótmælaskyni, rétt eins og hundur; og ég varð að bíða þangað til hónum þóknaðist. Þannig gekk þetta í fullan mánuð, og að undanteknum þessum óþægindum í sambandi við kvöldverðinn, kunni ég vel við mig þarna. Eg var látinn ! friði, ég hafði skemmtilegt herbergi með baði, og ég hafði tækifæri til að fást við garð- yrkju í tómstundum, sem er mér ástríða. En svo gerðist það eitt kvöldið að óveðrið skall á, eins og mig hafði alltaf grun- að. Hann hafði eins og vandi hans var, ráðist á kjötið með fringrunum; það var rifjasteik, man ég; hún starði á hann eins og hún var vön, og það leyndi sér ekki hvað allt hans framferði kvaldi hana. Hann nagaði og kjamsaði kjötið af rifj- unum, hámaði þannig í sig hverja sneið- ina af annarri, fjórar alls, fitugljáandi út að eyrum, og þegar halda mátti að hann hefði gert þeim gild skil, tók hann enn til. Þá sagði hún með festulegri röddu, þar sem hún sat við hinn enda borðsins: ,,Er ekki nokkur leið að þú hættir að borða með fingrunum, Valentino? Og þó 5 að ekki væri annað, þá þurrkaðu af góm- unum á pentudúknum og þér veitti ekki af heilli tylft við hverja máltið". Hann bruddi rifin milli tannanna, sem voru skjannahvítar og svo sterklegar, að þær minntu mann á úlfstennur. Hann rang- hvolfdi reiðilega í sér augunum, en þagði. Hvarmar hennar titruðu. ,,Valentino . . ." endurtók hún. Hann lagði frá sér beinið rétt sem snöggvast og mælti stundarhátt: „Láttu mig í friði!" Tók síðan aftur til við að bryðja. Framhald á bls. 43. VIKAN 15. tbt. 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.