Vikan - 09.04.1964, Qupperneq 25
Það var fyrir 4—5 árum síð-
an, að sjóliðsforingja ein-
um heppnaðist að ná lif-
andi apa við Afríku-
strönd, og hafði hann
heim með sér. Sjóliðsforinginn
þurfti fljótlega að leggja frá
landi aftur, og gaf hann þá vini
sínum, ungum, auðugum og há-
menntuðum manni, apann.
Þetta atvik vakti ekki svo litla
athygli, það kom nefnilega í ljós,
að þetta var áður óþekkt afbrigði
af chimpansa. Sjálfsagt eru ein-
hverjir, sem muna allar þær
mörgu myndir, sem birtust í dag-
blöðunum, bæði af apanum og
eiganda hans, og allar greinarn-
ar, sem skrifaðar voru í blöð og
tímarit, ásamt háværum kröfum
um að eigandinn gæfi dýragarð-
inum þessa merkilegu skepnu.
Þeir hinir sömu minntust þess
eflaust líka, að eigandinn harð-
neitaði að verða við þessum kröf-
um, en til þess að róa fólkið lét
hann tilleiðast að arfleiða stofn-
unina að apanum eftir sinn dag.
Áhuginn fyrir apanum dofnaði
þó fljótlega, eins og múg-áhugi
ævinlega gerir, og þegar bursta-
gerðarmaður í einu úthverfi borg-
arinnar eignaðist stúlkubarn með
alskegg, gleymdist hann gjör-
samlega.
Því betri rækt lagði eigandi
hans við hann. Hann var auðug-
ur maður, rúmlega þrítugur að
aldri og hét Lampus. Faðir hans,
sem hafði verið velþekktur kaup-
sýslumaður, lézt þegar Lampus
SMÁSAGA
EFTIR
SOYA
var 24—25 ára, og móðir hans
fylgdi manni sínum í gröfina
skömmu seinna.
Upp frá því hafði Lampus ver-
ið áhyggjulaus milljónaeigandi.
Einasta áhugamál hans var lest-
ur og grúsk í bókum. Hann sat
frá morgni til kvölds í stóra bóka-
herberginu sínu og las allt hvað
lesið verður. Og þar sem hann,
gagnstætt mörgum öðrum lestr-
arhestum hafði mjög heilbrigða
dómgreind, var það varla of-
mælt, sem vinir hans sögðu, að
hann væri einhver skarpgáfað-
asti, réttsýnasti og fróðasti mað-
ur á öllu landinu.
En Lampus var efasemdarmað-
ur. Eftirlætissetning hans var:
Það eina, sem maður veit með
fullri vissu er að maður veit
ekkert, og ekki einu sinni það
er öruggt. —
Og þar sem hann átti hvorki
metnað eða sköpunarþrá, lifði
hann mjög kyrrlátu og hlutlausu
lífi. Aðeins í hópi nánustu vina
á síðkvöldum kom það fyrir að
hann miðlaði af vizku sinni.
Apinn, sem hann skírði Ólsen,
í höfuðið á sjóliðsforingjanum,
varð til þess að gjörbreyta lífi
hans.
Hingað til hafði Lampus ekki
borið aðrar tilfinningar til með-
bræðra sinna en takmarkaða vin-
áttu, en nú var eins og allar þær
tilfinningar, sem blunduðu innra
með honum, vöknuðu. Ástúð, um-
hyggja, fórnfýsi, allt þetta fram-
kallaði apinn Ólsen hjá honum.
Til skýringar má geta þess að
Lampus tilheyrði þeim ekki svo
fámenna hóp manna, sem á auð-
veldara með að þykja vænt um
dýr en fólk, í öðru lagi var Ólsen
sjaldgæft afbrigði af Anthropo-
ithecus trodlodytes.
Ólsen var vissulega mjög
óvenjulegur. Ekki aðeins vegna
þess að hann var líkari mönnum
en apar eru yfirleitt, heldur
hafði hann námsáhuga og náms-
gáfur, sem margur maðurinn
hefði mátt öfunda hann af.
Á stuttum tíma lærði hann að
ganga uppréttur á afturfótunum,
slökkva og kveikja rafmagnsljós-
ÞAÐ FÆRÐIST
GRIMMDARLEGT
GLOTT
YFIR VARIR
APANS,
ÞEGAR HANN
HANDLÉK
SKOTVOPNIÐ.
SVO KVADDI
LAMPUS
HANN MED
HANDABANDI
OG HÉLT
í ÁTT TIL
SKÖGARINS
LÍKT OG
HANN VÆRI
LAUS ÚR
HLEKKJUM.
v_____________________________j
ið, borða með hníf og gaffli og
sitja hæversklega við matarborð-
ið, þvo sér og greiða og nota
snyrtiherbergið.
Hér er lítið dæmi, sem sýn-
ir hve fljótur Ólsen var að læra.
Það var einn af fyrstu dögun-
um, sem hann var hjá Lampusi.
Lampus hafði brugðið sér frá
andartak, og á meðan náði ap-
inn í eintajk af Encyclopædia
Britannica, og reif það í tætlur.
Lampus varð auðvitað mjög reið-
ur. Hann benti apanum á rifna
bókina, sló til hans og sagði:
Uss, skammastu þín. —
Ólsen skildi undir eins að hann
hafði gert rangt, hann roðnaði,
greip báðum höndum fyrir and-
litið og grét sáran. Upp frá því
skemmdi hann aldrei eina ein-
ustu bók.
Þótt undarlegt megi virðast,
reyndist erfiðast að venja apann
af því að veiða flær í nærveru
fólks. Lampus undraðist þetta
mjög í fyrstu, en fljótlega fann
hann skýringuna. Það var ein-
faldlega sitthvað í hugmyndum
apans um móral, sem var í al-
gerri andstöðu við móral manns-
ins. Alveg ómeðvitandi ályktaði
apinn ,að annaðhvort má maður
tína af sér flær hvenær sem
manni sýndist, eða maður má
aldrei gera það. Og þar sem það
væri mjög heimskulegt að banna
öpum eða fólki að tína af sér
flær, eða klóra sér, er auðvitað
sjálfsagt að gera það hvenær.
sem manni sýnist.
Ólsen var sérstæður, ekki að-
eins hvað gáfur snerti, heldur
einnig tilfinningalíf hans. Á
skömmum tíma fékk hann svo
mikla ást á húsbónda sínum, að
sjaldgæft er að finna slíks dæmi
meðal fólks. f hvert sinn, sem
hann leit á Lampus, skein næst-
um ójarðnesk ástúð úr brúnum
augum hans, mörgum sinnum á
dag greip hann um hendur
Lampusar og strauk þær blíðlega.
Ekki hafði hann dvalið nema
fjórtán daga á heimilinu, þegar
hann gat alls ekki sofnað fyrr
en Lampus hafði klappað honum
svolítið og breitt ofan á hann
sængina.
Fullkomin líkamleg heilbrigði
var einn hinna mörgu kosta
Ólsens. Það fór ekki fyrir hon-
um eins og svo mörgum öðrum
öpum, sem fluttir eru í kaldara
loftslag og fá lungnabólgu eða
berkla við breytinguna. Að vísu
vanrækti Lampus heldur ekki að
gera það sem í hans valdi stóð
til að vernda heilsu apans. Dýra-
fræðingur og dýralæknir rann-
sökúðu hann mánaðajrlega, og
fyrsíu tvö árin kom læknir kon-
ungs daglega og hlustaði hann.
Þegar Lampus hafði átt apann
í hálft ár, fékk hann þá hug-
mynd að kenna honum að tala.
Flestir, sem einhverntíman hafði
dottið í hug að gera slíka til-
raun, höfðu fljótlega gefizt upp,
og sagt við sjálfa sig að það gæti
aldrei tekizt, en Lampus var þrár
i skapi, hafði auk þess nægan
tíma til að sinna talkennslunni,
og síðast en ekki sízt hafði hann
óbilandi trú á hæfileikum Ólsens.
Svo hann ákvað að apinn
skyldi læra að tala mannamál.
Hann tók til óspilltra málanna
af þeim ákafa, þrautseigju og
metnaði, sem annars fyrirfinnst
Framhald á bls. 46.
VIKAN U. tM. — 25