Vikan


Vikan - 09.04.1964, Síða 51

Vikan - 09.04.1964, Síða 51
Peggy. Hún ók sjálf niður í bæ í morgun, svo komst hún ekki út úr bílaþrönginn, þar sem hún hafði lagt bílnum. Hún var svo heppin að rekast á Julian og hann kom með bílinn fyrir hálf- tíma. Hvar ætli hún hafi verið allan þennan tíma? Peggy borgaði leigubílstjóran- um og flýtti sér inn, og hún var ekki fyrr komin inn í anddyr- ið, en hún fór að bölsótast út af Julian. Hann hafði ekki gert ann- að en að ljúga svívirðilega síðan hún sá hann fyrst. Og í þokka- bót hlaut meðmælabréf hans að vera falsað, kannski hafði sú rauðhærða skrifað það fyrir hann. Hún opnaði dyrnar að setu- stofunni. Miss Matilda var ekki þar. Og úr því að Julian gat logið ein, þá var hann vafalaust að ljúga ö!lu hinu. Maðurinn sem hafði reynt að vingast við hana niðri við ströndina var annar þorparanna, sem höfðu ráðizt á þau upp á Grand Corniche. Og um leið og hún fengi tækifæri til þess að segja Matildu frænku frá þessu, gætu þau sparkað Juli- an aftur niður á Martinique og losnað þannig við hann. Hún myndi aldrei sjá hann aftur. Hún opnaði dyrnar að viðhafn- arherberginu. Aldrei sjá hann aftur. —■ Matilda frænka sagði: — Jæja, ertu komin, Peggý mín. Komdu inn. Það var leiðinlegt að fá þig ekki í hádegisverð, hvar hefurðu verið? Það var löng þögn. — Svona nú, stúlka mín, stattu ekki þarna í dyrunum. Peggy lokaði á eftir sér. Miss Matilda . . . — Já? — Ja, Miss Matilda, ég, ég var úti svona lengi, vegna þess að ég . . . — Svona nú, elskan mín, hvað er að? Julian sagði mér frá bíln- um — var það eitthvað annað sem þér lá á hjarta? Það varð önnur þögn og Peggy horfði raunalega niður fyrir sig, nei - nei, ætli það. Það var ekkert. Hvar - - hvar er Anna- belle? - Ætli hún sé ekki uppi. Peggy fór aftur út, og Matilda frænka sagði: — Hvað í ósköpun- um getur verið að stú:kunni? Hún stendur þarna stamandi eins og í móki. Mr. Pimm greip tækifærið: — Kæra Miss Matilda, sagði hann, það er augljóst að þið hafið öll verið slegin mjög af þessum and- styggilega Grúnewald, þess vegna datt mér í hug ágætis hug- mynd, þannig að þið getið öll gleymt þessu. Þið hafið ennþá ekki gert mér þann heiður að heimsækja mig, og nú þætti mér vænt um að orðið gæti af því. Ég ætla að halda kvöldverðar- boð, og mætti ég nota tækifærið til þess að bjóða yður núna. Þér, Mr. Green, Annabelle og Peggy ættuð að gera mér þá ánægju að vera gestir mínir, hvar eigum við að segja. Mr. Pimm stóð upp til þess að velta þessu fyrir sér. — Já, lýsti hann yfir, — það er ágætur staður. Á Chateau Barcelona. Hvað segið þér við því? — Mjög fallega gert af yður, sagði Matilda frænka. — Og auð- vitað þiggjum við boðið. Mr. Pimm var sakleysislegri en nokkru sinni fyrr. — Fyrir- tak, fyrirtak, sagði hann. Við gerum okkur g'laðan dag, kæra Miss Matilda. Þetta verður kvöld- verðarboð, sem við munum öll minnast, sannið þér til. Þjónustustúlkan kom inn með hjólaborð, og Mr. Pimm sagði: — Ah, já, — cha — dásamlegt. Peggy gekk hægt upp stigann og eftir ganginum að herbergjum Annabelle, í þungum þönkum. Það gat ekki verið, það gat ekki verið, að hún væri orðin ástfang- in í Julian. Það var óhugsandi. En þegar hún hafði staðið þarna frammi fyrir Matildu frænku, hafði hún ekki getað stunið upp einu einasta orði um Martiniaue. Og nú gat hún engum sagt þetta, hugsaði hún, ekki einu sinni Annabelle. Annabelle lá á grúfu í hinu risastóra rúmi sínu. Hún settist upp, þegar Peggy kom inn, og sagði: — Ég var að vona, að þú færir að koma. Hvar hefurðu verið? -— Oo — hvergi. — Umm? — Hvergi eiginlega. — Nú. Jæja, úr því að þú ert komin, þá er engin ástæða til að húka inni. Við skulum fara niður í sundlaugina. - Ég held mig langi ekki til þess. Annabelle sagði: —- Hvað er að, ertu í slæmu skapi út af ein- hverju? — Ætli það ekki. — Þá erum við það báðar. Peggy lét fallast niður í stól og sagði: - Því þá, hvað er að þér? — O, ég veit það varla. Anna- belle teygði úr sér, en nú er ég búin að fá nóg. Matilda frænka og allir fara með mig eins og ég sé vangefinn krakki. Hún gerir ekki annað en það sem þér er fyrir beztu. — Það getur verið, en það eru hún og Gus Green sem ákveða, hvað mér er fyrir beztu. — Ég geri ráð fyrir að þú eigir við þennan Grúnewald. — Ég var niðri í anddyrinu og ég heyrði hvert orð af því sem Charles sagði við hann. Ég hefi aldrei skammazt mín eins mikið á ævinni. Það gæti vel ver- ið að þetta væri bezti náungi, að hann hefði gert sér ferð hingað til þess að ganga úr skugga um, að allt væri í lagi. Hvers vegna þarf alltaf að gruna alla? Framhald í næsta blaði. Gerð 4402-4 faanlegar með 2 eða 4 hellum, glópípum eða steyptum (heilum), klukku og ljósi, glóðarrist og hita- skúffu. H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN Hafnarfirfíi - Sirnar: 50022, 5002;: oy 50222. - Reykjavik - Sími 10322 - Vestufv&r.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.