Vikan


Vikan - 30.04.1964, Side 15

Vikan - 30.04.1964, Side 15
Fyrir þá, sem ekki eru kunnugir þessu ritverki, skal þa8 tekið fram, að sagan af ANGELiQUE (framborið: Ansélík) er mesta metsölubók, sem skrifuð hefur verið á þessari öld. Þetta er skáldsaga, eða öllu heldur skáld- sögur og gerast á tímum Lúð- víks 14. á síðari helmingi seytj- ándu aldar. Sagan er sem sagt staðsett og tímasett nákvæm- lega og höfundarnir, sem eru hjón, hafa notað þekktar per- sónur frá þessum tíma sem ívaf. Eins og kunnugt er, þá var hirð- tífið hjá Lúðvík 14. í Versölum hið iburðarmesta, sem þá þekkt- ist og konungshirðir um alla Evrópu öpuðu það eftir, Lúðvík 14., sólkonungurinn, var eins- konar guð, en átti fyrir drottn- ingu forljóta kerlingu frá Spáni. Menn voru fremur léttlyndir í ástamálum í þessa daga og só'- konungurinn var heldur engin undantekning. Hann var ekki fremur bundinn af sinni drottn- ingu en aðrir menn af eigin- konum sínum. Hirðlífið í Versöl- um var einn allsherjar ástar- leikur og framhjátökur iðkaðar sem sport. Anne og Serge Golon setja sögu- hetjuna, hina heillandi fögru Angelique, inn í þetta umhverfi og hún nær því takmarki að verða ástkona sjálfs sólkonungs- ins, hvorki meira né minna. En nú er bezt að segja ekki msira hér. Nú munu komnar út fjórar skáld- sögur um Angelique og vinsæld- ir þeirra eru algjörlega dæma- lausar. ’Jpplag France Soir, stærsta dagsblaðs Parísar, fór upp um hálfa aðra milljón þann tíma sem sagan birtist þar sem framhaldssaga. Sama saga hef- ur gerzt, hvar sem Angelique hefur birzt; vinsældir sögunnar hafa farið fram úr öllu sem áður þekktist í þeim efnum. Angelique hefur líka verið gefin út í bók- arformi og selst í milljónum ein- taka í Evrópu einni. Það fór ekki hjá því að svo vinsæl saga yrði kvikmynduð og Frakkar vildu eiga heiðurinn af því sjálfir. Nú mun gerð kvik- myndarinnar í þann veginn að vera að Ijúka og eftir því sem Fransmenn segja sjálfir, þá er Angelique stærsta kvikmynd og íburðarmesta, sem gsrð hefur verið í Frakklandi. Áður en taka myndarinnar hófst, höfðu teikstjórinn og framleið- andi myndarinnar varið hei'u ári ti! undirbúnings. Vandasam- asta undirbúningsverkið var að finna stúlku í hlutverk Angeliqus, sem var í fyrsta lagi ung og hrífandi fögur, en í öðru lagi með þann sjarma og augljós tök á karlmönnum, sem fransk- ar konur eru sagðar hafa um- fram annað kvenfólk. Það gat náttúrlega ekki farið hjá því, að myndatökumennirn- Sfðari sfðast VIKAN hefur fengið einkarétt á ANGELIQUE eftir Anne og Serge Golon ir fyndu þá einu réttu oq það gat heldur ekki farið hjá því samkvæmt framansögðu, að hún væri frönsk. Það er hún einmitt og heitir Michéle Mercier. Það vill meira að segja svo einkennilega til, að þessi útva'da leikkona hefur nákvæmlega sömu má! og Angelique hefur samkvæmt lýsingu höfundanna. Heill her af arkitektum og allskonar fagmönnum hefur unnið að því í iangan tíma að byggja upp hverfi með „senum" frá því fyrir aldamótin 1700 ti! þess csð gefa kvikmyndinni réttan bakgrunn. Sérstakur fatateiknari var ráðinn frá Hollywood til að teikna búninga frá þessum tíma og nú er búizt við því, að myndin verði viðlíka vinsæl og sagan. Og sem sagt: VIKAN hefur fengið einkarétt fyrir Is'and á ANGELIQUE. Þegar framhaldssögunni „Erkiherfoginn og hr. Pimm" lýkur, eftir nokkrar vikur, munum við hefja birtingu á ANGELIQUE. VIKAN óskar lesendum sínum til hamingju með það að fá svo skemmtilegt lesefni. Michéle Mercier í hlutverki Angelique. í Hótel Sögu er nú orðið flest það sem prýða má gott hótel. Eitt af því sem talið er ómissandi í slík- um stofnunum er fyrsta flokks hár- greiðslustofa; það liggur í hlutarins eðli að hárið, sem er kóróna konunnar verður að vera í fyllsta lagi í svo glæstum og dýrlega veggfóðruðum salar- kynnum eins og þar verða fundin. Líka er við því að búast, að bændur þurfi á því að halda að fá sínar frúr ondúler- aðar þegar þeir koma með þær til gistingar í Bænda- höllinni eftir erfiðar og langar reisur með flóabátnum eða Ölafi Ketilssyni. Nú er sem sagt þessi þjónusta fyrir hendi og alsendis óþarfi að láta sjá sig á Framhald á bls. 28. fríkkun i Hótel Hár VIKAN 18. thl. — Jg

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.