Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 30

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 30
day and night products Made in Switzerland FEGIIRD * HEILBRIGDI * HAMINGJA Svissnesk fegnrðarvisindí Vér höfum þá ánægju að geta nú boðið íslenzkum konum hinar við- urkenndu MILOPA-snyrtivörur, sem eru árangur af margra ára starfi svissneskra vísindamanna. MILOPA-snyrtivörur fara nú sigurför um heiminn. r- MIl OPl 9 Einkaumboðsmenn MILOPA-KOSMETIK: Landstjaman h.f. leitt að Hilla, sem enn ló í roti, og lagðist á hnén við hlið hans. Hún tók undir höfuð hans og herðar og leit á Dodda. Hún spurði ekki, hvort hann hefði slegið, heldur sagði að- eins þetta eina orð: — Ræfill. Doddi sperrti sig og riðaði svo- lítið, eins og hann hefði orðið fyrir líkamlegri árás. Svo greip hann til munnlegrar varnar: — Hann byrjaði. Hann er djöfuls drullusokkur. Hann sagði, að . . . Hann komst ekki lengra, því Gunna greip fram í fyrir honum: — lessaður vertu ekki að þrasa við þessa meri. Láttana eiga sig. Komdu. Við skulum fara. Hún tók í höndina á Dodda og teymdi hann með sér út úr salnum. Ég vildi vita, hvað yrði af Gunnu, ef allt annað brygðist, svo ég fylgdi í humáttina. Þau fóru að Landróv- ernum og settust upp í. Doddi und- ir stýri. Ég sá Landróverinn bakka út úr stæðinu og stanza loks ugg- vænjega nærri rússanum hans Ólafs í Skarði. Svo fór hann áfram, fyrst ( rykkjum, slapp við illan leik fram hjá öðrum hliðarstaurnum og hvarf niður brekkuna út á veginn. Þá var ég farlaus. Nú var bara að bjarga sér. Þegar ég kom aftur inn í salinn, var stelpan búin að tosa Hilla upp i stól og hann var með lífsmarki. Það blæddi út úr honum. Ég fór og settist hjá þeim. Hilli leit á mig sljóum augum og kingdi blóði. Svo spurði hann: — Af hverju sló hann mig? — Ég veit það ekki. Ég var úti. — Þú vissir, að hann myndi slá mig. GK: „Vissi ég . . .? Ertu vitlaus, drengur — heldurðu að ég hefði þá beðið þig að dansa við Gunnu? Þú ert eitthvað skrýtinn!" „Þú lýgur því. Þú ert helvítis lygalaupur, og ég skal drepa þig". Hann stóð upp og tók í skyrtuna mína framan á brjóstinu með vinstri hendi, en teygði hina afturfyrir sig til að slá mig. Eg skildi meiripartinn af skyrtunni minni eftir í krumlun- um á Hilla, sem auðvitað missti iíka ballansinn og stakkst á hausinn yfir mig. En ég varð aðeins fljótari á fætur af því þetta kom honum á óvart, og ætlaði að stinga af, en hann náði í hálsmálið á jakkanum að aftan og reif bakið alla leið niður úr, svo ég var bara eftir í ermunum. Ég gaf dauðann og djöfulinn í það, og ætlaði að halda áfram út, þegar Keflavíkurskvísan setti aðra löppina fyrir mig svo ég steinlá á gólfinu, og Hilli demdi sér ofan á mig. Ég lá á grúfu und- ir honum, svo hann náði á mér tvöföldum Nelson og var næstum búinn að setja mig úr hálsliðnum þegar hann lambdi hausnum á mér í gólfið, svo buldi við í salnum. Ég hélt hann mundi drepa mig þarna, enda vantaði víst ekki viljann. Þá fann ég allt f einu að hann linaði takið, því einhver var að reyna að ná honum ofan af mér, og ég notaði tækifærið og reif mig gQ — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.