Vikan


Vikan - 30.04.1964, Síða 32

Vikan - 30.04.1964, Síða 32
. VIK ii * _ 4 'biipna i° Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú verður fyrir smávegis vonbrigðum í byrjun vik- unnar, ef þú ert þannig stilltur og gerir þér of miklar vonir, þrátt fyrir greinilega annmarka. Þú þarft að vera mjög þolinmóður við ungan fjöl- skyldumeðlim, láttu það ekki fara í skapið á þér. ©Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú hefur gerzt sekur um nokkurt kæruleysi, og ef þú tekur ekki í taumana, veiztu. hvernig fer. Vertu vel á verði gegn manni sem á í fjármálabraski, hann hugsar sér þig sem næsta fórnardýr. Notaðu frístundir þínar til músíkiðkana. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Það eru gerðar miklar kröfur til verka þinna og því áríðandi að þú leggir þig fram við að vanda þig. Þú hefur mikinn áhuga á máli sem stendur í nánu sambandi við ferðalög. Þú hugsar of lítið um persónu sem er þér nákomin, þú skalt bæta strax úr því. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Skólafélagi þinn, fer alveg geysilega í taugarnar á þér, sökum uppskafningsháttar og monts. En þótt þig langi mikið til skaltu hætta við áform þín í sambandi við hann. Þú verður til þess að hjálpa ókunnugum, sem er í vanda staddur. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): ©Þú ert talsvert áhyggjufullur og þess vegna liggur ekki sérlega vel á þér. Því miður á ýmislegt eftir að ske áður en þú getur varpað öndinni léttar, alveg eins og þig grunar, en þú hefur samt enga ástæðu til að vera kvíðinn. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú tekur upp einhverja samvinnu við félaga þinn, meira til gamans en gagns, og finnur greinilega til " yfirburða þinna. Þú aðstoðar mann, sem þú um- gengst mikið, við lausn á verkefni sem þú hefur þjálfað mikið og ert vel að þér í. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú verður að taka fram fyrir hendurnar á ein- hverjum til þess að hann geri ekki skyssu. Mann- eskja sem þú hefur lítinn áhuga á, reynir að klessa sig á þig. Þú átt skemmtilegan samfund með félögum þínum, frá skólaárunum. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú hefur gert eitthvert asnastrik, og verið alltof bráðlátur, þess vegna hefurðu ekki hlotið bezta bitann. Taktu það ekki nærri þér en sýndu að þú ert reynslunni ríkari. Þú lendir í smáveizlu, senni- lega haldin í kveðjuskyni fyrir vini þína. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Kunningjar þínir hafa lagt árar í bát, og ergja þig talsvert. Það þýðir ekkert fyrir þig að koma vitinu fyrir þá, þú getur því miður ekkert gert án þess að það væri kallað frekja. Um helgina ferðu 1 heim- sókn þangað sem þú hefur aldrei komið áður. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Geysigóður árangur getur orðið af starfi þínu, svo til án þess að þú leggir nokkuð á þig til þess. Þú pr færð þann starfa að leiðbeina öðrum og tekst það vcnum framar. Þú fæst við eitthvert verkefni sem veitir þér mikla ánægju. Vatnsberamerkið (21. janúar —■ 19. febrúar): Undanfarin kvöld hefurðu dundað við nýtt áhuga- mál þitt, og haft talsverðan hagnað af því (ekki fjárhagslegan). Þú hefur miklar mætur á persónu sem einnig þykir mjög vænt um þig, þú skalt ekkert vera að halda aftur af tilfinningum þínum. Fiskamerkið (20. janúar — 20. marz): Það lítur út fyrir að þú gerir einhvern skandal N*- heima hjá þér„ en af því að allir þekkja þig þar þá verður ekki tekið hart á þér, en svona lagað geturðu ekki leyft þér. Þú skalt rifja upp gömul kynni, sem þú hefur vanrækt alltof mikið. m 22 — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.