Vikan


Vikan - 30.04.1964, Side 37

Vikan - 30.04.1964, Side 37
„Já, herra lávarður". Calderstone lávarður hafði ekki neinn formála. „Það hefur heyrzt að brytarnir væru óánægðir, að jafnvel geti farið svo að þeir gangi í land og komi þannig í veg fyrir brottför skips- ins. Getið þér frætt okkur eitt- hvað um gang þess máls?“ Og þar sem hann hafði sagt ,,okkur“, leit Renshaw fyrst á skipstjórann og því næst á lá- varðihn aftur, áður en hann tók til máls, eins og hann vænti nán- ari spurninga. „Það hefur ekk- ert gerzt fregar í því máli, herr- ar mínir; annars hefði ég þegar gert yfirbrytanum viðvart. Ég geri ráð fyrir að það verði ekki ttil að tefja brottför skipsins. En það er eins og engu sé að treysta lengur“. Þetta var í sjálfu sér hrein- skilið og heiðarlega svarað, en um of óljóst og hlutlaust til að Calderstone lávarður léti sér það nægja. Það vottaði fyrir ofur- lítilli ýtni í röddinni, þegar hann mælti enn: „Mig langar til að vita hvað er í rauninni að ger- ast, ef til kemur. Skýrið mér einungis frá því hvernig málin standa. Þér eru trúnaðarmaður stéttarsamtakanna, hér um borð?“ „Já, herra lávarður". „Brytarnir fylgja yður að mál- um?“ „Flestir þeirra, herra lávarður. Að sjálfsögðu eru menn ekki alltaf á eitt sáttir, eins og geng- ur, en yfirleitt er samkomulagið gott“. „Þér getið treyst því að helm- ingur þeirra að minnsta kosti standi með yður, ef í harðbakka slær“. Þar var skotið svo nærri marki, að Tom Renshaw gat ekki leynt því í svip sínum. Honum varð enn litið á skipstjórann, rétt eins og hann vildi spyrja hve mikið hann mætti láta uppskátt. „Ekki get ég ábyrgzt það, herra lávarður. Ég get einungis sagt það, að ég hef lengi gegnt starfi trúnaðarmanns um borð, og yfirleitt hefur það alltaf geng- ið árekstralaust. Það hefur ekki komið til verkfalls í nærri tvö ár, og ég get fullvissað yður um að það er ekki með vilja stéttar- samtakanna, ef til þess kemur nú. En það er eins og engu sé treystandi nú orðið, og ekki allt- af að menn virði vilja samtak- anna“. ..Þeir leggja fremur hlustirnar við áróðri Swanns?" „Nokkrir af þeim yngri hlusta á hann, herra lávarður, og fylgia honum. Það lítur út fyrir að þeir séu fúsir til fylgdar við hvern þann, sem gasprar nógu hátt. Og það gerir Vic Swann“. „Eða McTeague?" Calderstone lávarður leit á hann, undrandi. „Hvernig vitið þér það “ spurði hann. „Það má heita að ekki hafi hnífurinn gengið á milli þeirra síðustu mánuðina". f þriðja skipti varð honum litið á Black- lock skipstjóra. „Eins og að lík- um lætur, herra lávarður, þá er Swann í landi; fór til fundar við McTeague". Blacklock skipstjóri sagði: ,Við vitum það þegar“, og Calder- stone lávarður kinkaði kolli. Það varð stutt þögn, og þvínæst spurði lávarðurinn enn: „Hvað um Swann? Hvað getið þér sagt okkur um hann?“ „Það er harla fátt, herra lá- varður“, svaraði Tom Renshaw. „Hann er bezti drengur á sinn hátt. Ég hef reynt að koma hon- um á réttan kjöl, en hann er ekki annað en fljótfær og tal- hlýðinn unglingur, þegar allt kemur til alls. Faðir hans féll í styrjöldinni. Hann er í ósátt við örlögin og umhverfið, eins og ungir menn yfirleitt nú. Hann er rótlaus, trúir hvorki neinu né treystir. Og hann á auðvelt með að fá aðra á sitt mál; hann er ungur og aðlaðandi og kann að haga orðum sínum þannig að all- ir skilji. Og hann hefur laglega söngrödd og leikur á gítar í sín- um hópi“. Og allt í einu varð svipskýr mynd úr þessum ósam- stæðu brotum. „Ekki veit ég hvaðan þeim koma þessar firrur. Þeir eru haldnir þeim, það eitt veit ég. Þeir eru að minnsta kosti næmir fyrir þeim. Þannig var það með Vic. Um leið og hann komst í kynni við McTeague var eins og olíu væri skvett á bál. McTeague lætur móðann mása, piltungurinn trúir honum eins og nýju neti og allt í einu fær hann slíkt oftraust á sjálfum sér, að hann heldur sér allt fært og er um leið reiðubúinn að gera allt, sem hann hyggur vilja McTeague Það er vitatilgangslaust að reyna að mæla hann máli; eina ráðið er að reyna að koma í veg fyr- ir að honum verði nokkuð ágengt“. Tom Renshaw hafði lokið máli sínu. Myndin, sem hann hafði dregið upp, gat ekki skýrari orð- ið. „Þetta gerir allt auðskildara", varð Calderstone lávðari að orði. „Vitanlega afsakar það ekki neitt eða neinn . . . En hvað getið þér svo sagt mér um McTeague?" Tom Renshaw reyndi að leyna vonbrigðum sínum. Hann hafði verið farinn að halda að þessari yfirheyrslu væri lokið. Nú fannst honum sér þetta tæpast samboð- ið. Það var að minnsta kosti ekki í hans verkahring að veita slík- ar upplýsingar. Hann hikaði við, en Calderstone lávarður ýtti á eftir. ,.Þér þekkið McTeague auð- vitað?“ „Jú, víst þekki ég hann“. „Og hvaða álit hafið þér á hon- um?“ „Harla lítið. Hann er mér ekki „LAIT POUR LES MAINS Hendurnar koma upp um aldurinn jafnvel á und- an andlitinu. Hitabrigð'i og heimilisstörf verða til þess að mýkt handanna fer minnkandi og hreinleiki þeirra hverfur og um leið merki æsku og glæsileika. Lan- caster fljótandi handáburður inniheldur sterka upplausn af Serum tissulaire og gegnir því hlutverki að styrkja húðvefina og yngja húðina. Hrukkur og drættir hverfa á höndum, olnbogum og hnjám og húðin verður mjúk og ungleg. Lancaster fljótandi handáburður er án allrar fitu og smitar því ekki ÚTSÖLUSTAÐIR. - REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. J VIKAN 18. tbl. — gij

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.