Vikan - 13.08.1964, Qupperneq 8
AGFA LITFILMAN,
er sérstaklega skörp,
með fullkomnum og
gallalausum litum
AGFA er merkið, sem þér
þekkið og getið treyst
AGFA CT 13
kvikmyndafilman
er fullkomnasta
litfilman sem
á markaðnum er.
Hún er plús/mínus
eitt Blend
og 10-16 din.
O — VIKAN 33. tbl.
Bílaprófun
VIKUNNflR
Ég var rétt í þessu að prófa ódýrasta 6 manna bílinn, sem nú er
fáanlegur á þessu landi. Það er Peugeot 403. Það er ekki ýkja langt
síðan þessir bílar sáust fyrst á götunum hér, en þeim fer fjölgandi.
Og ekki er fjölbreytninni fyrir að fara í útliti þeirra, því þeir hafa
verið óbreyttir í öllum aðalatriðum síðan 1955. Fransmönnum hætt-
ir til að vera gjarnan dálítið á undan tímanum í sínum bílaiðnaði,
og þeir breyta ekki sínum bílum, fyrr en eitthvað nýtt og betra
hefur komið fram. Þetta á, því miður, ekki við um alla Fransmenn,
en svona megnið af þeim.
Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera sér fullkomna grein fyrir
bíl, þótt maður skjögti á honum í einn eða tvo klukkutíma. En
eitt og annað kemur í ljós strax á þeim tíma, þannig að hægt er
að gera sér sæmilega hugmynd um ytri gerð bílsins og aksturs-
eiginleika, og þessar umsagnir mínar byggjast á því. En ef um-
boðin vilja fá traustari og öruggari umsagnir, er þeim velkomið
að skjóta bíl undir mig svo sem vikutíma eða hálfan mánuð hverj-
um, því með þannig notkun í praxis getur maður betur gert sér
grein fyrir farartækinu.
Að ytra útliti er Peugeot 403 ekkert sérstakur. Harin er rétt
þokkalegur, ekki ljótur og ekki fallegur. Hann er traustlegur að
sjá, og sú tilfinning rýrist ekkert, þótt inn í sé setzt og ekið af
stað. Og það er auðvelt að setjast inn í hann, hurðirnar opnast
vel og greiðlega og sætin eru allþokkaleg. Að vísu hafði eigandi
reynslubílsins eitthvað pillað við framsætið, svo það mátti ekki
hærra vera fyrir mig, og gormarnir í bakinu létu til sín heyra
annað slagið, en það er allsæmilega þægilegt að sitja í honum.
Stjórntækin — stýri, gírstöng o.þ.h. eru dálítið innar en öku-
maðurinn, en það gleymist á fyrstu hundrað metrunum. Skiptingin
er á stýrinu og gírunum öðru vísi raðað, en maður á oftast að
venjast á fjögra gíra bíl, en skiptingin er auðveld og lærist fljótt.
Hann er samtilltur í alla gíra, fyrsti þó aðeins fyrir neðan 12 km
hraða, en þar fyrir neðan er samstillingin rétt þokkaleg. Það er
verst, að erfitt er að finna það eftir hraðamælinum, hvar 12
kílómetra mörkin eru. Annars er gaman að skiptingunni milli ann-
ars og þriðja gírs; þar lætur maður aðeins gírstöngina ráða, nema
hvað það þarf að ýta henni fram og aftur. Bíllinn hefur mjög
breitt hraðabil í öllum gírum.
Stýrið á skilið annan kapítula. Bíllinn er mjög þægilegur í stýr-
inu, nákvæmur, léttur og skilar ekki miklu af veginum upp í hend-
ur ökumannsins. Þó er stýrisútbúnaðurinn mjög einfaldur og áreið-
anlega ódýr í viðhaldi. Stefnuljósarofi er á stýrisleggnum hægra meg- *
in, og það er galli. Hann er eiginlega í felum milli stýrishjólsins
og gírstangarinnar. Ég er því eindregið fylgjandi, að hafa stefnu-