Vikan


Vikan - 13.08.1964, Síða 14

Vikan - 13.08.1964, Síða 14
Tokíó. YKi: Z. -rKMyw--” Hong Kong og ó móti þessu er óendanleg auðlegð og íburð- ur. Ef fólk ó annað borð ætlar sér að verzla eitthvað í þess- ari ferð, þó gizka ég ó að verzlanirnar í Hong Kong verði freistandi. Þar fæst hverskonar dýrindis lúxusvarningur, gim- sternar, gull og silfursmíð svo og hvers konar skartgripir með verði, sem ekki þekkist annnars staðar í veröldinni. Og Hong Kong er Paradís allra sannra matmanna, sem kunna að meta þjóðlega sérrétti, hvar sem þeir koma. Þarna er hægt að fó alla hugsanlega austurlenzka rétti og sum veitingahúsin standa þeim alveg ó sporði í París, Róm og New York um allan vestrænan mat, nema hvað það gæti orðið erfitt að fá skyr og súrt slátur. — Það væri nú kannski erfitt líka í París eða New York. Jæja, þið líklega heimsækið ekki Maó í leiðinni þó þið verðið þarna á næstu grösum? — Já, Maó verður af þeirri ánægju. Frá Hong Kong stefn- um við rakleiðis á land sólaruppkomunnar, lendum í Tókíó og höfum sex daga viðdvöl í Japan. — Einhverra hluta vegna vegna finnst mér Japan miklu nær okkur nú orðið en ýmis önnur hinnar fjarlægari Aust- urlanda. — Það er ef til vill vegna sífellt aukinna viðskipta við þetta nýrika iðnaðarland. En ég á von á því, að það verði fróðlegt að sjá Tókíó, sem er víst nærri því að vera stærsta borg heimsins; að ganga um Ginza að kvöldlagi og sjá þennan ótölulega manngrúa og það hvernig vestræn og einkum amerísk áhrif blandast saman við firna sterka og rótfasta menningu Japana. Kvenfólkið gengur ýmist f Kim- ono eða vestrænum tízkufatnaði, það er hægt að sjá æva- forna japanska glímu á einum stað, en við hliðina leikur hljómsveitin amerískan jass. — Og svo eru geisurnar. Ekki má gleyma þeim. — Að sjálfsögðu ekki. En það er nú ekki vfst, að við höfum tíma til að kynnast öllum fyrirbrigðum í japanskri menningu. En ég hlakka til að sjá Japan og þessa unaðs- legu garða með blómstrandi trjám og síkjum með fljót- andi blómum og lútuspili. Svo koma japanskar hefðarmeyj- ar með blævængi og 1 íða yfir gamlar trébrýr í þessum flúruðu síðpilsum sínum. Það er nú rómantík f lagi. — Verður ef til vill farið eitthvað út fyrir Tókíó? — Ætlunin er að fara einnig til Kobe, sem er mikil verzl- unarborg og á þeirri leið sést landsbyggðin mæta vel svo að þetta fagra og fornhelga fjall Fujiama. — Sem sagt sex dagar í dýrlegum fagnaði í Tokíó og Kobe. — Já, og síðan til Honululu á Hawai. Það er lang lengsti áfanginn í allri ferðinni, tekur 8 tíma eða þar um bil að fljúga með þotu. Á þeirri leið er farið yfir daglínuna. — Þar taka á móti ykkur svarthærðar blómarósir í strá- pilsum, sem leggja blómsveiga um höfuð hvers manns, þeg- ar gengið er á land. — Já, þarna er ætlunin að lifa í vellystingum praktug- lega í tvo daga á Hawai og dansa húla húla eftir vild og Framhald á bls. 37. ÍSLENZK HNATTFERÐ Á 37 DÖGUM frh. hlútur að lofa kristnum trúboðum að prédika í hofunum og þeir hafa fengið fæði og húsnæði hjá Búdda-prestum. En svona er þessi þjóð og ég á von á því, að það verði mjög heillandi að eyða þar tveim dögum. Síðan verður haldið til Filippseyja. — Tii Manila? — Já, fyrst og fremst þangað. Ég býst við því, að fólk hér á íslandi viti ekki mikið um Filippseyjar en mundi hins vegar finnast það hálf undarlegt að hitta Filippseying einhversstaðar, sem ekki vissi neitt um ísland. — Mér sýnist eftir þessum myndum að dæma, sem þú hefur hér frá þess- um eyjum, að þar gæti verið Paradis á jörðu. — Já, mikið er litskrúð blómanna og náttúrunnar. Og svo er veðráftan hér- umbil eins þægileg og framast er hægt að kjósa sér allan ársins hring. Þarna er afar alþjóðlegt samsafn, margir þjóðflokkar, sem lifa hlið við hlið í sátt og samlyndi, en búa talsvert í aðskildum hverfum. Það var annnars Magellan, sem fyrstur uppgötvaði Filippseyjar vestrænna manna og skýrði þær auðvitað í höfuðið á Filippusi 2. Spánarkóngi. Spönsk áhrif eru enn mjög sterk á eyjunum, enda lutu þær lengi yfirráðum Spánverja. Þarna var talsvert barizt í stríðinu og nöfn eins og Baatan og Coregidor rifja upp minn- ingar um mikið mannfall og hörmung- ar, sem þar áttu sér stað. Það er oft að maður áttar sig ekki á stærð fjar- lægra landa og eyja. Hvern mundi til dæmis gruna, að Filippseyjar væru samanlagt stærri en Stóra-Bretland. Nú, jæja, kannski mundu einhverjir vilja verða eftir í þessari Paradís þar sem fegurðin ríkir ein, en ég mundi nú helzt vilja koma þeim hinum sömu eitt- hvað lengra, því það er ekki eins og ferðin sé búin þarna . . . — Saigon? — Nei, ætli við eigum við það. Það er svo róstusamt í Vietnam, að við för- um þar hjá garði, en tökum heldur stefnu á eina af stærstu borgum hinna fjarlægari Austurlanda, sem um leið er eitt megin aðdráttaraflið þar. Það er Hong Kong. Það vita flestir eitthvað um Hong Kong þó ekki væri nema af myndinni um Susi Wong, sem sýnd var hér á dögunum og brá upp ágætri mynd af þessari fjallshlíðaborg. — Ég man eftir fátækrahverfinu í Hong Kong úr þessari mynd. Það var í brattri hlíð og regnið flóði inn í hvert hreysi. — Já, það er sín ögnin af hverju í — Við förum frá Nýju Dehli til Agra og þar sjáum við Tai Mahal. Sumir álíta að það musteri sé fegursta bygging heimsins, sé einhverja eina hægt að taka fram yfir aðra. Þaðan förum við beint í suður og þá fer nú líklega að hitna eitthvað til muna. Við munum verða þrjá daga t þeirri frægu borg Bombay á vesturströndinni. Þar þykir mjög margt að sjá, sem of langt yrði að telja upp hér, en það má geta þess, að ströndin þar þykir mjög heillandi og sömu- leiðis hellaeyjarnar þar fyrir utan. Þrátt fyr- ir uppbyggingu, þá halda Indverjar gömlum venjum ( heiðri og það er ekki sízt sjálft mannlífið þar, sem verður eftirminnilegt. — Og síðan mundi koma hin fjarlægari Austurlönd? — Já, og þar verður komið á staði sem eru ekki af verri endanum. Við fljúgum beint til Bankok í Thailandi. Ég á von á því að mannskapurinn verði eftirvæntingarfullur á svipinn, þegar við blasa þau fjögur hundruð gullþakin og upptyppt musteri borgarinnar, sem Búdda eru helguð. Hof dögunarinnnar, sem stærst er og merkast þeirra allra, hefur verið kallað eitt af undrum veraldarinnar. — Svo er nú Sirikit drottning vel þess virði að fara langt til að sjá hana. — Hún er mjög fögur eins og konur eru þarna næstum almennt. En líklega sjáum við ekki Sirikit. En þarna eru sögð framúrskar- andi veitingahús og menning svo sérkenni- leg og sterk, að hún stendur allt af sér og umturnast ekki af vestrænum áhrifum. Þarna leggur maður saman lófana framan við brjóst- ið og segir „swaddi" þegar maður heilsar og kveður og hjálpsemi og gestrisni er víst alveg einstök. Það þykir til dæmis sjálfsagður Hawai

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.