Vikan - 13.08.1964, Page 22
Lofftur Guðmundsson þýddi.
Til eru sagnir um leikara, sem náðu svo
ríkri innlifun í list sinni, að þeirra
upprunalega persónugerð fór hall-
oka fyrir hlutverkinu, unz eggi varð
lengur um leik að ræða. Vitað er,
að slíkt er enn algengara á leik-
sviði lífsins, en jafnvel þar mun
þó sjaldgæft, að jafnfurðuleg leik-
blekking verði að algerri sjálfs-
blekkingu og segir í þessari sögu.
6ú blekking krefst blóðs og morða,
og sagan er þrungin æsilegri spennu,
er magnast stöðugt er á líður. -
Mömmuleikur er ekki alltaf saklaust
barnagaman!
■ HLUTI
Ný stutt framhaldssaga
eftir Ross Mc. Donald -
Myndin af ungu brúðhiónunum
haíði verið klippt úr dagblaði og
bar þess merki, að hún hafði verið
brotin saman og rakin úr brotunum
hvað eftir annað. Undir henni gat
að lesa: „Á meðal annarra ham-
ing|usamra. hveitibrauðsdagagesta
að Brimgarði, eru þau Alex Kincaid
frá Westwood og brúður hans, Dolly
McGee". Alex brosti glaðlega við
Ijósmyndaranum og veröldinni,
Dolly, brúður hans, líka nema hvað
það var ekki laust við að angur-
værð brygði í bros hennar. Hún var
falleg á myndinni; ég vonaði að hún
væri það enn.
Mér varð litið til Alex, þar sem
við sátum yfir tæmdum kaffiboll-
unum. Bros hans var horfið, og
svipurinn eins og hann mundi aldrei
brosa framar.
„Það fer ekki hjá því", varð mér
að orði, „þegar brúðurin hleypur
á brott frá brúðguma sínum eftir
fyrstu nóttina, að þá hljóta að fyrir-
finnast einhverjar veigamiklar
ástæður".
Hann var samstundis kominn I
varnarstöðu. „Hvað er það eigin-
lega, sem þér viljið gefa í skyn?
Að Dolly hafi komizt að raur. um að
ég væri haldinn hættulegri kynbrjál-
un, eða hvað,?"
„Að sjálfsögðu ekki. Ég vil ein-
ungis fá að vita allan sannleikann",
svaraði ég.
„Ég vildi óska að ég vissi hann,
herra Archer".
„Segið mér allt það, sem þér
vitið — frá upphafi", sagði ég.
Ungi maðurinn varp þungt önd-
inni.
„Við vorum gefin saman síðast-
liðinn laugardag, árla morguns, af
dómaranum að Langasandi. Dolly
vildi ekki að við værum gefin sam-
an í kirkju, þó að foreldrum mín-
um þætti miður að svo var ekki;
hún kvaðst ekki eiga neina ná-
komna ættingja, sem hún þyrfti að
slá ofbirtu í augu. En hvað um það,
að því öllu loknu ókum við hingað,
og hugðumst dvelja hér yfir helg-
ina. I rauninni hafði ég ekki efni
á að búa hérna að Brimgarði, en
Dolly hafði löngun til þess. Hún
hafði aldrei gist slíka staði áður".
„Og þessi mynd var tekin að
Brimgarði?"
Hann kinkaði kolli. „Að sjálf-
sögðu taka blaðaljósmyndararnir
svona myndir af öllum brúðhjónum,
sem þar dveljast — en hvað um
það, okkur fannst nokkuð til þess
koma, sérstaklega þegar við sáum
hana í dagblaðinu hérna morgun-
inn eftir."
„Morguninn, sem hún yfirgaf
yður?"
„Já. Mér er það, sem gerzt hef-
ur, óskiljanlegt með öllu. Við vorum
svo hamingjusöm, einmitt þann
morgun. Að minnsta kosti vissi ég
ekki betur. Ég skrapp í sjóinn, synti,
lá svo um stund í sólbaði og hlýt
að hafa verið í burtu einar tvæi
stundir. Þegar ég kom heim í gisti-
húsið aftur, var Dolly horfin með
allt sitt. Að því er virðist tók hún
leigubíl frá gistihúsinu á næstu
áætlunarbílastöð. Þar virðist svo
slóð hennar hverfa gersamlega. Hún
keypti ekki farmiða á stöðinni, ekki
heldur á járnbrautarstöðinni eða á
flugvellinum. Ég hef athugað það.
Hún hafði ekki neinn bíl undir hönd-
um ,og að því er ég bezt vissi, var
hún peningalaus."
„Átti hún nokkra kunningja
hérna?"
„Ekki minntist hún á það. En það
var maður, sem heimsótti hana á
meðan ég var í burtu. Skrifstofu-
maðurinn sagði að hann hefði spurt
eftir henni, talað eitthvað við hana
í innanhússímann, og að því búnu
hefði hann farið upp í (búðina, sem
við höfðum í gistihúsinu. Þetta var
maður vel miðaldra, gráskeggjaður.
Hann stóð við í allt að klukkustund."
„Fór hún með honum?"
„Skrifstofumaðurinn segir að svo
hafi ekki verið. Hún hafi farið að
minnsta kosti tíu mínútum síðar en
hann. En ég vildi svo sannarlega
án tali af þeim náunga."
Hann hækkaði ósjálfrátt röddina.
Veitingamaðurinn gægðist fram og
spurði hvort eitthvað væri að.
„Allt í stakasta lagi," svaraði
Alex honum, heldur stuttur í spuna.
Mér tókst að róa hann og fá hann
til að skýra frá nokkrum fleiri stað-
reyndum í sambandi við þetta dul
arfulla hvarf brúðurinnar, morgun-
inn eftir brúðkaupsnóttina. Allan
sunnudaginn og mánudaginn leit-
aði hann Dollýar þarna í grennd.
Hélt svo loks heim til Los Angeles.
Dolly hafði flutt allt úr íbúð sinni
heim til hans, daginn sem þau voru
gefin saman. Það var allt með kyrr-
um kjörum eins og við var skilið.
Alex leitaði vandlega í föggum
hennar í von um að finna þar bréf,
dagbók, eða þó ekki væri annað
en nöfn og heimilisföng. En þar
reyndist ekki um neina slíka vís-
bendingu að ræða.
Ég spurði: „Hafið þér tilkynnt
lögreglunni hvarfið?"
„Hvað eftir annað, en alltaf feng-
ið sama svarið: — Hún er tuttugu
og eins árs, og þvf ábyrg og frjáls
ferða sinna, fór án þess að vera
ofbeldi beitt, af eigin rammleik og
hefur ekki gerzt sek um neinn glæp.
Þeir geta því ekki, eða þykjast
ekki geta skipt sér neitt af málinu,
fyrr en einhver sönnun um afbrot
í sambandi við það, liggur fyrir
hendi."
„Og yður skortir slíkar sann-
anir?"
„Ég hef sannanirnar — hérna!"
Hann virtist ákaflega ungæðislegur
og ekki beinlínis sannfærandi, þeg-
ar hann hélt krepptum hnúunum
að brjósti sér. „Við unnum hvort
öðru. Hún mundi aldrei hafa yfir-
gefið mig ótilneydd."
„Hve lengi hafið þið þekkzt?"
„Tvo mánuði. Fyrirtækið . . . fyr-
irtækið hans föður míns, veitti mér
sex vikna leyfi til þátttöku f sumar-
námskeiði við verzlunarháskóla, og
þar kynntumst við. Faðir minn vildi
að við færum hægara að þessu, en
ég þurfti ekki lengri ákvörðunar-
frest. Við Dolly fundum hvort ann-
að um leið og við sáumst fyrst. Við
þráðum bæði eitt og hið sama:
heimili, börn og . . . hófsamt Iff.
Dolly er óvenjulega alvörugefin f
hugsun, ekki eldri en hún er."
Ég gat ekki varizt því að spyrja
sjálfan mig, hver eða hvað hefði
orðið til þess að henni hætti að
þykja allt þetta eftirsóknarvert,
svona fyrirvaralaust.
Við fengum okkur aftur í boll-
ana, og svo fór að ég hét Alex að
veita honum aðstoð við að heimta
aftur hina ungu eiginkonu sína. Það
var ekki laust við að hann kveink-
aði sér eiiítið, þegar ég nefndi upp-
hæðina, hundrað dali á dag auk
kostnaðar. Hann kvaðst þó hafa
handbæra peninga til að greiða
mér aðstoðina næstu fjóra til fimm
22
VIKAN 33. tbl.