Vikan


Vikan - 13.08.1964, Page 26

Vikan - 13.08.1964, Page 26
Frú Hrund Hansdóttir skolar veiðina. LH á hvet*|u fari *rh. athugasemd bónda síns — undarlegt hvað karlmenn geta gert sig seka um lélega fyndni! — Og Gunnar heldur áfram: „Nei, piltar. Ég held að enginn geti hugsað sér að taka viku á Mallorka fram yfir viku við Noruðrá“. „Ég gæti nú alveg hugsað mér það samt“, segir Hulda og brosir í laumi — hún er búin að borga fyrir sig. Örvæntingar- svipur færist yfir ásjónu Gunnars: „1 guðanna bænum, þetta máttu ekki skrifa“, seg- ir hann um Ieið og athuga- semdin er fest á blað. En svar frúarinnar við næstu spurn- ingu okkar verður til þess, að Gunnar tekur gleði sína aftur. Hvað er hið fyrsta, sem yður dettur í hug, þegar lax- inn tekur? „Hjálp, hvar er maðurinn minn“, svarar frú Hulda og bóndinn réttir henni brosandi stöngina: „Svona nú, elskan — aftur á sama stað“. — Og frúin rennir og stend- ur þannig að veiðinni, að við trúum varla þessu með Mall- orka. Við erum að minnsta kosti sammála henni í því, að veiðibakterían sé baktería, sem á að taka, þótt sumum skiljist það furðuseint. Við höldum áfram upp með á og ökum sem leið liggur upp að Glanna. Þessi foss hef- ur heillað margan veiðimann- inn við Norðurá. Sumum finnst hann jafnvel enn til- komumeiri en sjálfur Laxfoss, sem er þó tvímælalaust ein- hver eftirsóttasta „fyrirsæta“ ljósmyndara og málara í öll- um Borgarfirðinum og þótt víðar væri leitað. Við gefum okkur góðan tíma. Reynum að höndla sælutilfinningu nátt- úruunnandans, skoðum, hlust- um, sjáum lax í fossinum stikla sterklega á móti straumi. Við röltum fram með árbakkanum, setjumst. Stöndum upp aft- ur. Sól er tekin að lækka á lofti. Skuggi dalafjallanna Iíður yfir ána. Klukkan er farin að ganga tíu og því síðustu forvöð að hitta veiði- menn við ána, en þeir hætta veiði ekki seinna en á slaginu tíu. Við hröðum okkur niður að Laxfossi. Nú liittum við þá Hans Þórðarson, forstjóra og Guðmund Kristjáns- son, formann Landssambands stangaveiðimanna. Það er lax á færinu hjá báðum og veiðipokinn fullur. Engin furða, þótt þeir leiki á als oddi. Það er vel tekið hjá báðum og endalokin verða séð fyrir. f hálf- um hljóðum minnist annar veiðimaðurinn á, að engu sé líkara en fé’.agi sinn geri sig líklegan til að „Víglunda“. Eftir því sem við komumst næst mun það vera sérstök löndunaraðferð, kennd við þekktan veiði- mann. Því var bætt við, að þetta væri eina pottþétta löndunarað- Guðmundur þreytir þann litla. Gunnar sagði að hún væri lúsfiskin, enda er fiskur á hjá frú Iluldu. 26 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.