Vikan


Vikan - 13.08.1964, Page 32

Vikan - 13.08.1964, Page 32
Ferðaþjónusta hjá SUGU w '&r&' & V&r m SAGA selur flugfarseðla um all- an heim með Flugfélagi íslands, Loftleiðum, Pan American svo og öllum öðrum flugfélögum. SAGA er aðalumboðsmaður á fslandi fyrir dönsku ríkisjórn- brautirnar. SAGA hefur aðalumboð fyrir ferðaskrifstofur allra norrænu rikisjórnbrautanna (Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð. SAGA heufr söluumboð fyrir Greyhound langferðabilana bandarísku. SAGA hefur ennfremur nýlega fengið söluumboð fyrir banda- ríska langferðabílafyrirtækið Continental Trailways. SAGA er aðalumboðsmaður fyrir Europa Bus — langferðabílasam- tök Evrópu. SAGA selur skipafarseðla um allan heim. Kynnið ykkur hinar hagkvæmu IT (ein- staklings)- ferðír til f|öimargra landa. Ferðaskpifstofan Ingólfsstræti gegnt Gamla bíói — Símar 17600 og 17560. * II 4 Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Til þess að tryggja betra samkomulag ættirðu að láta að vilja ákveðinnar persónu. Ef þú reynir að íosa þig við ótímabærar skuldir geturðu verið nokk- uð öruggur og rólegur um framtíðina. Leggðu metn- að þinn í að leysa verkefni þín vel af hendi. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú setur allar vonir þínar í samband við samfund, sem á sér stað í vikunni. Þú getur náð glæsilegum árangri, en þú verður að leggja þig fram til þess. Gleddu þá, sem þér eru kærir, með einhverju smávegis, sem minnir þá á, að þú manst eftir þeim. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú hefur unnið mikið að málum þínum. Eftir því sem kostur er á, skaltu viða að þér fróðleik, sem gæti auðveldað þér framkvæmdir. Vertu sem mest samvistum við ástvini þína og njóttu þess að vera til. Heillatölur eru 4 og 9. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Eins og stendur eru stjörnurnar ekki í sem æski- legastri stöðu. Þess vegna skaltu hafast lítið að, og taka ekki neinar stórákvarðanir. Samvera með félögum þínum veitir þér ekki neina sérstaka ánægju, en þér mun áreiðanlega ekki leiðast. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): ©Láttu ekki ákafa tilfinninga þinna ráða gerðum þín- um. Þú verður að öllum líkindum að ráða fram úr spurningu, sem varðar talsvert framtíð þína. Láttu ímyndunaraflið skemmta þér, þegar þér leiðist. Reyndu að hressa þig upp frá þessu hversdagslega. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): ©Þú finnur þrótt þinn vaxa, er þú sérð góðan árang- ur verka þinna. Það er full ástæða til að gleðjast yfir getu þinni, en þú skalt varast ofmetnaðinn. Það er gott út af fyrir sig, að hafa sjálfstraust en hóg- værð og lítillæti er kannske enn dýrmætara. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Taktu sjálfan þig ekki svona hátíðlega. Þú nærð aldrei takmarki þínu, ef þú hefur stöðugt áhyggjur af hugsanagangi annarra.. Gefðu meiri gaum starfs- félaga þínum, sem hefur reynt að ná sambandi við þig undanfarið. Skemmtu þér eins og völ er á. Drekamcrkið (24. október — 22. nóvember): Áhyggjur þínar verða roknar út í veður og vind, áður en þig varir. Snúðu þér af öllum kröftum að því sem þú hefur mestan áhuga á. Þú kynnist manni, sem hefur mjög ólík sjónarmið, en eigi að síður tekst með ykkur allgóð vinátta. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Allt, sem lýtur að verzlun og viðskiptum, blómstr- j3| ar nú í hönudm þínum. Jafnvel vafasömustu við- skipti virðast snúast þér í hag. Þú skalt leggja niður tómstundastörf þín í bili, vegna annarra að- kallandi verkefna. Eyddu frítímanum til útiveru. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú hefur gert áætlun, sem er mjög sjaldgæft að gera. Þú þarft samt engu að kvíða, og þó að árang- Sqggpr urinn sé ennþá langt undan, geturðu glaðzt með sjálfum þér. Treystu ekki of mikið á stuðning kunningjanna í vissu málefni. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú gætir tekið til athugunar með góðum árangri nafnorðið nýtni og þýðingu þess. Þér er mikið vandamál á höndum sakir bónar ættingja þíns, dragðu dálítið að svara en vertu við öllu búinn. Gerðu ekki fleiri en orðið er þátttakendur í leyndarmáli þínu. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Persóna, sem þú hefur ekki átt samskipti við árum saman, kemur þér nú á óvart með nærveru sinni. Þú verður fyrir einhverjum óþægindum af völdum eldri persónu, sem þú átt nokkuð undir. Það blæs byrlega fyrir þér á sviði tilfinninganna. m g2 — VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.