Vikan


Vikan - 13.08.1964, Side 44

Vikan - 13.08.1964, Side 44
r Sífellt vinsælli Innflutningur til íslands I sumar var meiri en nokkru sinni áður! SKODA er öruggur, sferkur og ödýr Hagsýnir kaupa SKODA Tékkneska bifreiðaumboðið h.f. Vonarstræti 12 - Simi 2-1981 hlíðum Pyreneafjalla, þar sem var heldur svalara en í Toulouse. Og þar fæddi hún son. Hinir stoltu foreldrar veltu því strax fyrir sér, hvað þau ættu að skira son sinn, og sameinuðust loks um nafnið Flori- mond. Hann var hörundsdökkur með þykkt svart hár. Þriðja daginn eftir fæðinguna, þegar Angelique hallaði sér yfir vögguna með sofandi syni sínum, þekkti hún á andliti hans, fíngerðan svipinti af óskemmda helmingi andlits Joffrey. Hún Imyndaði sér sverði höggvið yfir þessa litlu engilásjónu; sá fyrir sér hvar litla líkamanum var kastað út um gluggann; ofan á skafl í hallargarðinum. Hún sá þetta svo greinilega að hún rak upp örvæntingaróp. Hún þreif nýfæddan son sinn upp úr vöggunni og hélt honum fast upp að sér. Hana verkjaði í brjóstin, því að Ijósmóðirin hafði reyrt þau svo fast. Virðulegar frúr höfðu ekki börn sín á brjósti. Sterk og frísk, ung fóstra, átti að taka Florimond með sér upp í' fjallaþorp, þar sem hann átti að eyða fyrstu árum ævi sinnar. En þegar fóstran kom sama kvöld inn í herbergið til Angelique, fórnaði hún höndum í skelfingu, því Florimond lá og saug við brjóst móður sinnar. —• Madame, hvað gerið þér! Hvernig eigum við nú að þurrka mjólk- ina úr brjóstum yðar? — Ég ætla að hafa hann á brjósti sjálf, sagði Angelique ákveðin. Þetta varð tilefni til þess að fólkið hneykslaðist á þessari aðalskonu, sem hagaði sér eins og venjuleg bóndakona. En smám saman var það ákveðið, að fóstran skyldi að minnsta kosti verða kyrr hjá greifahjón- unum. Meðan þetta athæfi Angelique var ennþá til umræðu í héraðinu, kom Bernard d’Andijos frá Toulouse, en þangað var hann nýkominn frá París. Það átti enginn von á honum og hann var í miklu uppnámi, þeg- ar hann kom þjótandi inní herbergið. Hún lá í rúminu, en Joffrey! sat við gluggann og spilaði á gítar fyrid hana. — Konungurinn kemur til hallar þinnar í Toulouse! hrópaði hann ákafur. Svo léf hann fallast niður á stól og þurrkaði svitann framan úr sér. — Reyndu að róal þig svolítið, sagði Joffrey de Peyrac. — Ég hef frétt að konungurinn sé á leið til Saint-Jean-de-Luz, og hversvegna ætlar hann þá í gegnum Toulouse? — Bíddu, og þá skal ég segja þér það. Það er sagt, að Don Louis de Hara og Marzarin kardináli hafi eytt svo miklum tíma í að fullvissa hvor annan um gagnkvæma virðingu, að þeir hafi ekki svo mikið sem minnzt á þetta fyrirhugaða hjónaband. Þar að auki er sagt, að þeim hafi ekki komið saman um prins de Condé. Spánn vill, að Frakkland gleymi þvi, að hann hefur verið spænskur hershöfðingi. Það er dálítið beisk pilla að gleypa. Og meðan málin standa þannig, væri óþægilegt fyrir konunginn að koma til þessa fundar. Marzarin ráðleggur honum að halda áfram að ferðast. Svo kóngurinn ferðast. Nú ætlar hirðin að fara til Aix um Toulouse. Og þá verða hvorki þú eða erkibiskupinn þar. Héraðsstjórnin er öll í uppnámi, og hver höndin upp á móti annarri! Ég er kominn til að sækja þig. — Ég vil fara til Toulouse, sagði Angelique áköf og settist upp í rúm- inu, en féll aftur niður á koddann. Hún var ennþá of veik og máttfarin til þess að takast á hendur erfiða ferð um fjallavegi. — Kóngurinn i Toulouse! hrópaði hún. Kóngurinn í; höllinni okkar, og ég fæ ekki að hitta hann. — Gráttu ekki elskan, sagði Joffrey. — Ég lofa þér þvi að vera virðu- legur, elskulegur og kurteis, svo að þau geti að minnsta kosti ekki látið vera að bjóða okkur i brúðkaupið. Þegar greifinn hafði yfirgefið herbergið, til þess að ganga frá brott- för sinni næsta morgun, reyndi d’Andijos að hughreysta hana eins vel og hann gat. — Hirðin! Kóngurinn! Uss! Þetta er allt nauða ómerkilegt. Eip ein- asta máltíð í ykkar, höll, er meira virði en allir dansleikirnir í Louvre. Trúðu mér, ég er nýkominn þaðan og það var svo kalt þar upp frá, að sultardropinn fraus á nefinu á mér. —• Kardinálinn hefur kannske ekki viljað venja nemanda sinn og skjólstæðing við lúxus, sem landið, hefur ekki ráð á? — Ég veit ekki hvað hefur vakaðl fyrir kardinálanum. En ég hef á tilfinningunni, að kóngurinn sé farin að hafa ákveðnar hugmyndir um að losna við ráðsmennsku greifans. -—• Hvernig er hann? Lýstu honum fyrir mig, sagði Angelique ó- þolinmóð. —• Hann lítur ekki sem verst út. Alls ekki sem verst. Hann er meira að segja nokkuð konunglegur í fasi. En ef hann væri ekki konungur Frákklands, gæti maður næstum látið sér detta í hug að hann væri ekki allur þar sem hann er séður. Þar að auki hefur hann fengið kúa- bólu, og þess sér glögg merki framan í honum. —• Þú ert bara að reyna að hræða mig! sagði Angelique. ■— En mig langar að sjá París og konunginn. —• Þú færð að sjá hann, þegar hann giftist. En ef þú ferð til Parisar verður þú að koma við hjá Fouquet í höllinni hans, Vaux-le-Vicomte. 1 samkvæmislífinu er hann hinn raunverulegi konungur. En sá Iburð- ur! En sá lúxus! —• Einmitt, svo þú hefur komið við hjá Þessum ættlausa og skugga- lega fjármálabraskara, sagði de Peyrac greifi, sem kom inn í herbergið í sama bili. — Ég neyddist til. í fyrsta lagi er það nauðsynlegt til þess að fá viðtöku í París, þar sem hann hefur mikil áhrif á prinsana, og þar að auki langar mig til að sjá fjármálaráðherra konungsins heima hjá sér. Joffrey de Peyrac og d’Andijos héldu áfram að ræða um Fouquet. Angelique varð hugsi. 1 hvert skipti sem hún heyrði nafn Fouquets nefnt, minntist hún skrínsins með eiturflöskunni. Þeir trufluðust í samræðum sínum, þegar þjónustusveinn kom inn með bakka handa markgreifanum. — Amm! sagði markgreifinn þegar hann stakk upp í sig bita af foie gras. —• Hvergi annarsstaðar en hér fær maður svona góðgæti. Hér og á Vaux-le-Vicomte. Fouquet hefur úrvals matreiðslumann. Þá dettur mér reyndar í hug hvern ég hitti þarna í höllinni. Látið ykkur nú bara detta í hug á hvern ég rakst Þarna, í samræðum við Fouquet. Jú, brytann ykkar, hann þarna Clément Tonnel. — Þú hlýtur að hafa farið mannavillt, sagði Angelique fljótmælt. öll réttindi áskilin —• Opera Mundi ,Paris. Frli. í næsta blaöi. Greta Garbo. Framhald af bls. 19. þau áttu. Hann neitaði að horfast í augu við ósigurinn. En þá kom dálítið óvænt fyrir. G. W. Pabst, hinn ungi þýzki leikstjóri, hafði hafið töku á kvikmynd, sem átti að sýna sult- inn og vændið í Wien eftir heims- styrjöldina. Beztu leikarar, sem til voru í Evrópu, voru þegar ráðn- ir, en enn var óskipað í aðal kvenhlutverkið, hlutverk dóttur- innar í fjölskyldu í neyð,. sem leiddist út í vændi í von um fljót- tekinn gróða. Pabst hafði séð „Gösta Berl- ings saga“ og orðið hrifinn af Garbo. Nú velti hann því fyxúr sér, hvort hún vildi hlutverkið í mynd hans „Hin dapurlega gata“. En þá spilaði Stiller út trompinu. Hann gat hugsað sér að fá Gi’etu til þess, en laun hennar urðu að greiðast í amer- ískum peningum, 4000 dollarar. Það var óheyrilega há upphæð. En þar að auki átti að sjá henni fyrir öllu uppihaldi meðan mynd- in væri tekin, og það átti ekki að vera skorið við nögl. Einnig vildi Stiller fá hlutverk fyrir skjólstæðing sinn, Einar Hanson, og Pabst átti að ráða sænska myndatökumanninn, sem Stiller hafði haft. Öllum til undrunar gekk Pabst að þessu öllu, nema ráðningu ljósmyndarans. Kvikmyndatakan tók rúman mánuð. Á næturnar æfði Stiller Gretu í hótelíbúðinni, og hann fylgdi henni í upptökurnar, en þar gerði hann alla svo tauga- óstyrka, að hann varð að fara. Allar myndatökurnar fyrstu dag- ana voru ónýtar, því að Greta var svo óstyrk. En Pabst var mikill leikstjóri. Hann vann traust Gretu og brátt fékk hún sjálfstraustið aftur. Þessi kvikmynd þykir nú eitt af sígildum verkum kvikmyndanna. Það var sagt um Gretu á þessum tíma, að hún hefði viðkvæma fegurð, að hún væri einkennilega fjarlæg, en ætti einnig hita, sem brotizt gæti fram allt í einu. Hún væri ísblóm. Ef til vill varð Greta hrædd við þetta hættulega tafl um manneskjur og peninga í Berlín. Þegar Pabst fór á bak við Still- er og bauð henni langan samn- ing við þýzkar kvikmyndir, sátu þau á leynilegum fundum. Nú var það Greta, sem sá fyrir Still- er. Maðurinn, sem hún elskaði og dáðist að, var ekki lengur ££ — VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.