Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 4
Bannfærö baöfatatízka Um tíu ára bil hefur Bikini viðgengizt á baðströndum sem baðfatatízka, og hafa Bikini-baðfötin litlum breytingum tekið, nema að þvf leyti sem ræmurnar hafa sífellt orðið m|órri og mjórri. I sumar hafa hins vegar víða um heim verið gerðar tilraunir til þess að farga alveg þessum óþarfa efri hluta. Það átti að reyna það með dálítið útsmognum hætti, það er, að nú voru teknir upp heilir sundbolir, sem náðu alla leið upp að brjóstum, en heldur ekki lengra. Svo allir gátu séð, að þessir nýju sundbolir voru mun fyrirferðarmeiri flíkur en Bikini hafði áður verið. Meðfylgjandi myndir eru frá tízkusnýingu í Kaupmannahöfn og við sjá- um ekki betur en það sé virðuleg frú á annarri þeirra. Samt sem áður hefur nú verið bannað að sýna sig opinberlega í baðfatnaði af þessu tagi. í Bandaríkjunum notuðust dömurnar við venjulegar Bikini-buxur, en höfðu síðan tvo örmjóa hlíra úr þeim og yfir axlirnar. Bandarískur félagsfræðingur sagði, að þetta væri vafalaust byrjunin á því, að konur mundu fara að ganga almennt með ber brjóst á baðstöðum og ekkert þykja athugavert við það, fremur en það þykir nú að ganga í Bikini með beran magann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.