Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 12
Baltasar teiknari er fljótur að festa menn á blað. Áður en nokkur vissi, var hann búinn að teikna nokkrar myndir af sr. Sigurði. Hér er ein þeirra. ^9 Vikan heimsækir sp. Sigurö í Holti athugun á kirkjusókn og það kom í ljós, að hvert mannsbarn fór að með- altali fimm sinnum i kirkju á ári. Annars er ég nú ekki vanur að svara blaðamönnum svona nákvæmlega. Einu sinni spurði blaðamaður við eitt Reykjavikurblaðanna mig þessarar spurningar: „Hvernig er kirkjusókn hjá yður, séra Sigurður?" Ég svaraði honum svona: „Ég bara veit það ekki. Ég bý mig alltaf þannig undir messurnar, að ég býst við að þar sé einn áheyrandi og það er guð. Hann hefur alltaf verið þar hingaðtil, en um hina veit ég ekki.“ — Þetta er flott svar en helzt til auðveldlega sloppið og mætti kannski segja, að það væri útúrsnúningur. — Já, ég veit það. — Hefur það ekki hvarflað að þér, að kirkjan hafi að einhverju leyti orðið viðskila við þróunina og samtímann og þar i liggi, að kirkjusókn er víðast mjög dræm? — Ég vil taka það strax fram fyrst við erum farnir að ræða kirkju- leg málefni, að ég er mjög íhaldssamur i þeim efnum. Ég mundi heldur segja, að það sé nútíminn, sem hefur orðið viðskila við kirkjuna. — Þetta finnst mér í senn óraunhæf og hlægileg skoðun. — Gott og vel. En svona er ég gamaldags. —■ Hefur þá starf kirkjunnar verið nákvæmlega eins frá upphafi? — Nei þvert á móti. Það hefur tekið miklum breytingum með straumi aldanna — utan á og ekki alltaf til bóta. — En þróunin hefur ef til vill aldrei í sögu kirkjunnar gengið hraðar en einmitt i okkar tíð. Á kirkjan að neita að viðurkenna það? Á hún að halda sínum gömlu aðferðum eins og ekkert hafi í skorizt? — Aðferðir eru tízkuatriði og tízka er framleidd til þess að vera verzlunarvara. Lika í andlegum efnum. — Ég hef satt að segja ekki trú á því að neinar nýtízku að- ferðir verði kirkjunni til framdráttar. Það er sjálft orðið sem stendur og boðskapur kirkjunnar og kristninnar sem blívur. — Er auglýsingastarfsemi ósamboðin kirkjunni? — Nei, alls ekki. Það er það eina, sem ég gæti fallizt á að væri nauðsynlegt að bæta inn i starf kirkjunnar. Áhrifin eru svo mörg og áhrifamiðlarnir svo sterkir, að ég held að það sé nauðsynlegt að kveða sér liljóðs og auglýsa, vilji maður koma einhverju á framfæri. Það á jafnt við hin kirkjulegu málefni. — Sumir þykjast liafa einhverja barnatrú, sem rýkur út i veður og vind með aldrinum. Er það ekki vandamál kirkj- unnar? — Ég held einmitt, að það verði að vanda alveg sérstaklega til fermingarundirbúningsins. Þá eru unglingarnir á mjög svo mótanlegum aldri og geta búið að því sem vel er gert. 'Barnaguðsþjónustur liafa reynzt vel líka, en þær eru annmörk- um háðar i dreifbýlinu. Það verður að aka börnunum til kirkju og á maður svo að segja við þá, sem koma með börn- unum: gjörið þið nú svo vel og farið heim á meðan? Nei, það er ekki liægt, en mér hefur gefizt betur að hafa sérstakar viðræðustundir með börnum á eftir messu. Þá finnst þeim, að þau hafi átt erindi. — Og um hvað talarðu þá við börnin: — Til dæmis siðfræði, kristna siðfræði. — Hver er munurinn á okkar gömlu, heiðnu siðfræði og þeirri kristnu? 1 — Það er verulegur munur. Ásatrú forfeðra okkar var drengskaparhugsjónin i hávegum höfð en kjarni siðfræðinnar var ekki síður karlmennskan, hetjulundin og þolgæðin. Krist- in siðfræði leggur aftur á móti áherzlu á kærleikann. — Drengskapur þar og kærleiki hér. Hver er munurinn? — Jú, ég skal játa, að það er á köflum mjótt þar á milli. En samt eú i öðrum viðhorfum mikill munur. —• En heldurðu uú ekki þrátt fyrir allt, að það sé eitt og annað i framkvæmd guðsþjónustunnar, sem er með hálfgerð- um miðaldabrag og ekki hittir naglann á höfuðið á okkar tímum? — Jú sjálfsagt. Séra Sigurður Pálsson á Selfossi hefur lát- ið frá sér fara messubók, sem ég hef hér við hendina og þar kemur hann fram með eða raunar endurvekur afgamla og góða hluti, sem ég tel að eigi mikinn rétt á sér. Hann kallar það lesmessu, söfnuðurinn tekur allur þátt í lestrinum. — Það sem fyrir mér vakti með þessari spurningu var nú fyrst og fremst altarisgangan, sem ég og margt annað yngra fólk á bágt með, að sætta sig við og finnst að beri keim af heiðnum venjum og hjátrú, sem ekki samræmist neinni skyn- semi. — Ætlastu til að ég komi með athugasemd við þessa skoð- un? — Þú um það. Þú hefur þegar sagt mér, að þú hafir gam- aldags skoðanir. — Já, ég get verið stuttorður um þetta. Trúaður maður hneykslast ekki á þessu táknmáli kirkjunnar. Og skynseminni skulum við ekki blanda i þetta. En það er svo margt í þessu, sem við ekki skiljum. Trúin tekur við þar sem vitneskjunni sleppir. En ég veit, að það er margt yngra fólk, sem hefur þessa sömu skoðun og þú á altarisgöngunni, þvi þátttaka í þeirri atliöfn fer alltaf minnkandi. Ég býst við þvi að margir foreldrar gangi til altaris við fermingar til þess að skera sig ekki úr og brjóta ekki i bága við citt eða neitt, en að margt af þessu fólki gerir það ekki af neinni trúarsannfæringu. % — Hvaða leyndardómur liggur að baki þvi að vera góður predikari? Er það einungis samfara mælsku og góðum tal- anda? — Nei ekki endilega. Góður predikari er einungis sá, sem' raunverulega leitast við af fremsta megni að verða sínu fólki að liði með guðs orði. Ef það er ekki fyrir hendi, ef sá vilji er ekki með i predikuninni, þá fer hún fyrir ofan garð og neðan. — Þið eruð stundum kallaðir sálusorgarar. En leitar ein- liver til þín og annara presta til þess að létta á sálu sinni? — Sjáðu nú til; Islendingar eiga erfiðast með það allra manna, sem ég hef haft spurnir af að skrifta og létta á sálu sinni. Fyrir mitt leyti, þá held ég að það hafi verið mikil afturför, þegar skriftir lögðust niður og mér finnst að kaþ- ólskt fólk standi betur að vigi hvað þetta snertir. En það er Framhald á bls. 29■ — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.