Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 20
„Þér hafið veitt mér fyllstu upp- lýsingar varðandi morðið sjálft, en nú langar mig til að bera þær sam- an við allar aðstæður. Mætti ég koma inn í húsið?" „Hvað hyggist þér sanna?" spurði hún tortryggin. „Ekkert. Ég vil einungis gera mér sem Ijósasta grein fyrir þv( sem gerðist. Það heyrir atvinnu minni til". Það leyndi sér ekki að hún bar mikla virðingu fyrir öllu, sem bar einhvern keim af embættisverkum. Hún opnaði útidyrnar og benti mér á hvar systir sín hefði legið, rétt fyrir innan þær. Að sjálfsögðu fyr- irfundust þess engin merki nú, ekki önnur en þau blóðugu fingraför, sem sá atburður hafði sett á sál- arlíf Dollyar. „Er yður móti skapi að ég líti inn í herbergið, þar sem telpan var stödd?" „Það er nú mitt eigið svefnher- bergi". „Ég skal ekki raska þar neinu". Við héldum upp stigann og inn í svefnherbergið. Hún kveikti þar Ijós í lofti, því að tjöld voru dregin fyrir glugga. Ég gekk út að glugg- anum, sem vissi út að götunni. Að því búnu beygði ég mig í hnjálið- unum, svo að augun væru í svipaðri hæð og á tíu ára telpu, og gat greint bílinn minn gegnum lim pip- artrésins, en ekkert nær, þar eð það gekk undir svalarriðið úti fyrir glugganum. Ut að pipartrénu voru að minnsta kosti þrettán eða fjórtán metrar. Byssu í hendi manns hefði ég ekki getað séð fyrr en hann var kominn enn lengra undan, alla leið út á götuna. Þó að þessi tilraun væri gerð í skyndi, og varla ná- kvæm, varð árangurinn til að renna stoðum undir grun þann, sem með mér hafði vaknað. Ég rétti úr mér aftur. „Var myrkt þetta kvöld?" „Já, það var myrkt". „Ég sé hvergi nein götuljós". „Við höfum ekki nein götuljós. Þetta er fátækt bæjarfélag". „Var kannski tunglsljós?" spurði ég enn. „Nei, ekki held ég það. En systur- dóttir mín hefur mjög skarpa sjón". „Engu að síður efast ég um að hún hefði getað þekkt mann, jafn- vel föður sinn, svo langt undan í kvöldmyrkrinu. Og byssuna hefur hún alls ekki getað greint, jafnvel þó að hann hefði hana ( höndum". „Thom McGee var sekur. Hvað kemur til að þér viljið telja mér trú um annað?" Hún var farin að roðna á digrum hálsinum og upp vang- ana. Ég hlusta ekki einu sinni á það!" „Það ætti ekki að skaða. Ekki getur neitt breytzt, það sem orðin er, þó að þér hlustið. Ég er að athuga þetta gamla morðmál vegna þess að ég álít ekki útilokað að eitthvert samband sé á milli þess og morðs- ins á ungfrú Haggerty, þar sem Dolly kemur nokkuð við sögu í bæði skiptin". „Álítið þér að hún hafi myrt ungfrú Haggerty?" spurði hún. „Nei. Álítið þér það?" „Crane lögreglufulltrúi virðist telja mjög sterkar líkur fyrir því. Hann heldur að Godwin sálfræðing- ur ætli sér að villa um fyrir rétt- vísinni eins og hann er vanur". „Sagði hann það, frú Jenkis?" „Kannski ekki beinum orðum, en hann gaf það fyllilega í skyn. Hann spurði mig hvernig ég mundi bregð- ast við ef hann tæki Dolly fasta". FRAMHALDSSAGAN 4. HLUTI EFTIR ROSS MO. DONALD Þýðing: Lofftur Guðmundsson Teikning: Þórciís Tryggvedóttir 20 VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.