Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 27

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 27
VIÐTAL VIÐ AMY ENGILBERTS # # LIFI HENDI MANNS M ér finnst að íslendingar ættu að leggja meiri trúnað ó lófalestur, en raun ber vitni. Það væri í alla staði þægilegra og öruggara upp á framtíðina að gera, og ég er sannfærður um að flestir mundu þá hafa það betra. Sannleikurinn er því miður svo raunalegur, að ég fæ því varla lýst með orðum — og um það get ég manna bezt borið vitni — að sæmilega skynsamir menn, leiðtogar og framfara- menn í hvívetna, skeila við skolleyrum, þótt maður geri sitt bezta til að leiða þeim fyrir sjónir hvaða stefnu beri að taka í framtíðinni, og styðji það óyggj- andi rökum. Þessu til sönnunar get ég bent á, að því var spáð fyrir mér núna um daginn, að ég ætti það eftir að verða frægur maður, og auðvitað fjárhagslega sjálfstæð- ur, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Mér hefur auðvitað alltaf verið þetta Ijóst ^91 sjálfum, en enginn viljið trúa mér, fyrr en ég fékk þarna áþreifanlega sönnun. En hvað haldið þið að hafi skeð . . . ? Ég fór auðvitað strax með segulbandið — því auðvitað hafði ég þá fyrirhyggju að taka allan spádóminn upp á band — til bankastjóra nokk- urs, og fór kurteislega fram á álitlega fjárupphæð til láns þangað til þetta kæmi fram, sem á að verða núna mjög' bráðlega. En svo lokaður var hann — svo kol-innsiglaður í svartsýni og sjálfsmeðaumkun, að honum datt ekki einu sinni í hug að leggja hurðina hægt að stöfum á eftir mér, heldur skellti henni eins og þarna væri einhver geðveikissjúklingur á ferð. Auðvitað hugsa ég honum þegjandi þörfina . . . Það skal verða mitt síðasta verk að leggja peningana mína inn í hans banka. Hann getur farið á hausinn fyrir mér og staðið í innheimtum hjá fallít útgerðarmönnum a!!t sitt líf, úr því hann kemur svona fram við tilvonandi sjení og ríkisbubba. Sama máli gegndi með ritstjórann, þegar ég staðhæfði að ég væri úkaflega tilfinninganæmur, þyldi illa óréttlæti, að mér félli miður per- sónulegar skammir og fyrirskipanir og það sem honum át1i cí .(■■(> ocðð' ijóst fyri- löngu síðan, að ég væri miklum listrænum hæfileikum gæddur. Hann var þó aðeins kurteisari, því hann bað mig um loka á eftir mér þegar ég færi út. Og konan mín . . . ? Ég hafði oft sagt henni það áður að hún skildi mig ekki, og venjan er að hún bara fussar og sveijar. En þegar hún opnaði skúffuna og dró upp kökukeflið, — þá þagnaðl ég strax .1 hélt áfram cð vaska upp. Já, svona er lífið, góðir hálsar, og -t , efc ég það að þið hafið mátt þola eitthvað svipað sjálf. En það er þó mikill munur að vita alla 26 — VIKAN 36. tbl, þessa góðu hluti sjálfur, geta huggað sjálfan sig við þá í mótlætinu og strit- inu, og hlakka til í laumi að verða frægur og ríkur. Þessir innilokuðu vesaling- ar skilja okkur ekki, sem erum viðkvæmari og fíngerðari í eðlinu. Þeir halda að við séum ekkert annað en tyggigúmmí, sem hægt er jórtra á eins og þeim þóknast, naga okkur og bíta, þenja okkur út og sprengja svo þegar þeim dett- ur í hug, eins og blöðrutyggjó. Nei, við verðum að bíða betri tíma og sleikja sárin í ró og næði þangað til okkar tími kemur. Þá skal nú aldeilis verða bomsaraboms og hallelúja! Það vita allir, sem til þekkja, að það er mjög óvanalegt, að ég skuli vera svona ánægður með sjálfan mig. Og auðvitað liggur til þess veigamikil ástæða. Ég var sem sé hjá spákonu núna rétt áðan, sem sagði mér allt um mína framtíð, og það er sko ekkert slor, skal ég segja ykkur. Og ef ég væri eins öruggur og hún um að allir spádómarnir yrðu að veruleika, þá væri ég ekki að gera mér neina rellu út af því þótt símanum hafi verið lokað hjá mér í morgun vegna 29 krónu skuldar, sem ég átti ekki fyrir. Hún hlýtur líka að hafa fullan rétt til að vera örugg um sína spádóma, því hún hefur nú dvalizt ein þrjú ár í París, þar sem hún hefur numið þessa vandasömu list við Sorbonne — eða Svartaskóla, eins og hann var nefndur í gamla daga, þegar Sæmundur fróði var að stúdéra þar galdra. ,,En þetta er enginn galdur," segir ungfrú Amy Engilberts, dóttir Jóns Engil- berts listmálara. „Þetta er allt byggt á hávísindalegum rannsóknum og hefur sannað gildi sitt um ár og aldir." Það eru einar sex vikur síðan ég fór fram á það við Amy að hún eyddi f það svo sem klukkutíma að segja mér ýmislegt um framtlðina og spádóms- listina. Út af fvrir sig hafði hún ekkert á móti því, en vandræðin voru aðeins þau, að klukkutíma átti hún ekki til í eigu sinni, — jafnvel ekki fyrir blaða- mann, sem aðeins hafði það eitt í huga að benda landsmönnum á þá þjónustu, sem hún gæti veitt þeim. Nei, einhvernveginn höfðu borizt um það spurnir, að hún væri komin frá námi, tilbúin að spá fyrir hvern þann, sem vildi greiða kr. 150 fyrir greinargóðar upplýsingar um framtíðina, og hver einasti hálf- tími var upppantaður langt fram í tímann. Það var með einskærri herkju, að hún tróð nafninu mínu inn á milli lína í dagbókinni, nokkrum dögum áður en hún áformaði að fara aftur til Parísar og setjast þar að — sem spákona. Ég mætti fimm mínútum of snemma í viðtalið, því ég var orðinn spenntur, og þurfti að fá upplýsingar um það, hvort heppilegra væri fyrir mig upp á framtíðina og skipta hárinu í hægri eða vinstri vanga, áður en ég keypti mér greiðu. Það var raunar ekki fyrr en seint í viðtalinu, að ég spurði Amy hvernig á því stæði, að hún hefði farið út í að læra þetta, en vegna meðfæddrar niðurröðunarkenndar (hvað sem það kann að vera) finnst mér endilega að ég þurfi að snúa þessu öllu við, og byrja á byrjuninni. Þess vegna: — Hvernig stóð á því, að þú fórst a ðlæra spámennsku, Amy? „Ég hefi haft áhuga á þessum málum alveg síðan ég var barn. Ekki samt lófalestri aðallega, heldur beindist áhuginn meira að dulspeki, stjörnufræði og öðru slíku. En um þessi fræði fann ég engar bækur fyrr en ég kom út." — En nú hefur þú kynnt þér þetta meira alhliða, og ert sérfræðingur í lófa- lestri — eða hvað? „Ég hefi lært ýmsar hliðar og aðferðir til að spá um framtíðina, svo sem talnafræði, Kirologi, að lesa úr skrift og ýmislegt fleira." — Þú kannt ef til vill einnig að spá í spil, kaffi, kristal, nota pendúl o.s.frv.? „Það er gevsimikið nám og þarf mikla bjálfun til að hafa gott vald á slík- um hlutum. Ekki vegna þess að námið sé í sjálfu sér svo mikið, heldur vegna geysimikillar þjálfunar, sem til þess þarf. Þegar spáð er í spil eða kaffibolla, eru það að mestu aðeins andleg áhrif, sem spámaðurinn verður fvrir frá þeim sem hann spáir fyrir. Það eru ekki spilin sjálf né línur kaffisins í bollanum, heldur straumar, sem koma til spámannsins f gegnum þessi tæki frá spyrj- andanum. Það þarf t.d. geysimikla þjálfun til að spá í krystal og tekur minnst heilt ár að komast af stað. Þá æfir maður sig á hverjum einasta degi, nokkrar mínútur í einu fyrst, en lengir svo tímann og einbeitir sér að því að „sjá" óorðna hluti í kristalnum. Svo kemur að því að maður getur séð í honum rétt eins og f sjónvarpi. En það er mjög mikil áreynsla, jafnvel fyrir þjálfaða spámenn, og yfirleitt er þeim ofvaxið að einbeita sér lengur en fimm mínútur í einu." — Hvaða aðferðir eru það þá, sem þú notar helzt, Amy? „Það er aðallega lófalestur, en einnig talnafræði og meningin er hjá mér að þjálfa mig betur í að lesa úr skrift." — Hvað segirðu mér um lófalestur. . . þú minntist áðan á að þetta væri byggt á vísindalegum rannsóknum? • „Já, það er staðreynd að persónuleiki mannsins kemur fram í línum og sköpun handarinnar. Ég mundi segja að höndin væri nokkurskonar spegill sálar- innar. Þessi sannindi hafa verið kunn um aldir, en farið mikið fram og verið æ meira hagnýtt á síðari árum. Þess vegna er það, að sá sem hefur lært að lesa úr þessum línum og táknum, getur fyrst og fremst strax myndað sér skoð- un um persónulega eiginleika spyrjandans, veit skapgerð hans að mestu leyti og getur skyggnzt inn f sálarlíf hans. Þá sér hann líka í rúnum handarinnar ævi- feril hans í stórum dráttum, því öll stærri atvik eða breytingar á lifnaðar- háttum setja sinn svip á höndina. Og svo síðast Framhald á bls. 34. FYRR Á ÖLDUM STUNDUÐU ÍSLENDINGAR NÁM Á SVARTASKÓLA 0G LÆRÐU ALLSKONAR KUKL, GALDRA 0G DULIN FRÆÐI. NÚ ER UNG ÍSLENZK STÚLKA NÝKOMIN ÞAÐAN FRÁ NÁMI, ÞAR SEM HÚN LÆRÐI AÐ SPÁ í LÓFA, TÖLUR, SKRIFT, KAFFI, SPIL, KRISTAL, PENDÚL, BLEKKLESSUR 0G MARGT FLEIRA ■ ■■■■■■■■■■■ G.K. RÆÐIR UM ÞA HLUTI f ÞESSARI GREIN. VIKAN 36. tbl. — 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.