Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 25
lna með blævængnum sínum. — Þér verjið hann svo sannarlega með kjafti og klóm! Ég verð að viðurkenna, að þegar ég talaði við hann í Saint-Jean-de-Luz, fór ég að skilja kvenhylli hans. Grátið ekki, góða mín. Þér skuluð fá eigin- mann yðar til baka, þótt ég verði að rjúka í sjálfan kardinálann og leggja sjálfa mig í hættu eins og venjulega! 29. KAFLI Angelique var mun rórra, þegar hún yfirgaf Grande Demoiselle, sem hafði lofað að gera vart við sig, um leið og hún vissi eitthvað. — Við getum ekkert gert, fyrr en konungurinn kemur til Parísar, sagði hún. — En verið ekki óþolinmóð. Ég skal ekki gleyma yður. Angelique reikaði um stund í göngum hallarinnar i von um að rekast á Péguilin. Hún sá hann ekki, en hitti í staðinn Cerbalaut, sem slóst í för með henni. Hann vissi heldur ekki, hvað hann átti að halda um handtöku de Peyrac greifa, það eina sem hann gat sagt, var að enginn talaði um hann, og enginn virtist vita um hann. Það, sem henni fannst leiðinlegast og óskiljanlegast í öllu þessu, var þessi þagnarmúr umhverfis hvarf Joffreys. Ef farið yrði að tala um það, væri ekki hjá því komizt, að leiða málið fram í dagsljósið. Hún spurði eftir d’Andijos. Cerbalaut sagði, að hann væri nýfarinn til Pré-aux-Clercs, vegna einvígis. — Ætlsir hann að fara að heyja einvígi? hrópaði Angelique skelfd. — Ekki hann, en Lauzun og d’Humiéres heyja einvígi heiðursins vegna. I — Komið með mér, mig langar að sjá þá báða. Þegar hún var á leið niður marmaratröppurnar kom kona með stór svört augu til hennar. Hún þekkti, að það var Olympe de Soissons, ein af Mancine stúlkunum, og frænka kardinálans. > — Madame de Peyrac, það er gaman að sjá yður aftur, sagði þessi fallega kona. — En það, sem mér finnst ennþá meira gaman, er að sjá þennan svarta lífvörð yðar. Ég hafði ætlað mér að biðja yður um hann I Saint-Jean-de-Luz. Viljið þér selja mér hann? Ég skal borga yður vel fyrir hann. — Kouassi-Ba er ekki til sölu, sagði Angelique. — Að vísu keypti maðurinn minn hann í Narbonne, þegar hann var litill strákur, en hann hefur aldrei litið á hann sem þræl, og borgað honum laun eins og öðrum þjónum. —■ Ég skal gera það lika, og meira að segja mjög há laun. — Mér þykir það leitt Madame, en ég get ekki gert þetta fyrir yður. Kouassi-Ba er ómetanlegur fyrir mig og eiginmaður minn yrði sár og gramur, ef hann fyndi hann ekki, þegar hann kemur aftur. — Jæja, allt í lagi þá, sagði Madame de Soissons, en vonbrigðin skinu út úr henni. I sama bili uppgötvaði Angelique að de Vardes markgreifi kom í átt- ina til þeirra. Hana langaði ekki til að hitta Þennan aðalsmann, sem sem hafði komið svo ruddalega og ókurteislega fram við hana. Hún fann enn til í vörinni, þar sem hann hafði bitið hana. Svo hún flýtti sér að hneigja sig fyrir Madame de Soissons og halda áfram. — Ég hef það á tilfinningunni, að hin glæsilega Olympe hafi litið Márann þinn girndarauga, sagði Cerbalaut. — De Vardes, hinn opinberi elskhugi hennar, er ekki nóg handa henni. Hún er afskaplega forvitin um, hvernig Márar elska. — Ó, reyndu að halda áfram, í staðinn fyrir að segjá svona þvælu, hvislaði Angelique óþolinmóð. — Mér þætti gaman að vita hvort de Lauzun og d’Humiéres eru ekki I þann veginn að reka hvor annan I gegn. En á Signubökkum gekk I veg fyrir þau aðalsmaður, sem Angelique ekki þekkti. Hann kom til hennar, og bað um viðtal. —• Madame, byrjaði hann, eftir að hafa dregið hana örlítið til hlið- ar. — Hans konunglega hágöfgi, Philippe d’Orléance, bróðir konungs- ins, sendi mig hingað. Hann langar að tala við yður varðandi Monsieur de Peyrac. Góði guð, hugsaði Angelique og hjarta hennar sló örar. —• Hans hágöfgi biður yðar I kvöld, klukkan fimm, hélt aðalsmaður- inn áfram. — Þér gangið I gegnum Tulieries og haldið áfram til Pav- illon de Flore, þar sem Monsieur heldur til. Segið engum frá þessu. Hann hneigði sig og hélt burt með hringlandi spora. — Hver var þetta? spurði hún Cerbalaut. — Þetta var Cevalier Lorraine. Hinn nýi elskhugi prinsins. Já, de Guiche var honum ekki þóknanlegur lengur. Hann sýndi ekki nógan áhuga fyrir þessari öfugu ást en gaf veika kyninu full mikið auga. Eh ekki svo að skilja, að Petite Monsieur virði það ekki viðlits á neinn hátt. Það er sagt, að nú hafi hann hugmyndir um að giftast, og getið þér látið yður detta I hug hverri? Henríetio prinsessu af Englandi .... Angelique hlustaði aðeins með öðru eyranu. Hún var orðin svöng. Hún hafði alltaf góða matarlyst. Hún skammaðist sín fyrir hana, sér- staklega eins og nú stóð á. Hvað fékk vesalings Joffrey að borða, I sínu svarta fangelsi? Hann, sem var svo matvandur. Samt litaðist hún um, til þess að sjá, hvort þau færu ekki fram hjá neinum matsölustað. Þau voru nú komin yfir á hinn bakka Signu. Þegar þau nálguðust einvigissvæðið, heyrðu þau hróp, og fundu Lauzun og d’Humiéres mark- l_ greifi, báða ógnandi d’Andijos með sverðum sínum. Þeir sögðu Þeim, að þeir hefðu neyðzt til að heyja einvígi, heiðurs síns vegna, en hvor um sig hafði beðið d’Andijos að koma og skilja þá, vegna vináttu þeirra. En svikarinn hafði falið sig bak við runna og haldið niðri í sér hlátr- , inum, meðan hann horfði á „óvinina”, sem reyndu I lengstu lög að forð- ast að snerta hvorn annan með sverðum sínum, og gaf sig ekki fram, fyrr en báðir voru komnir á fremsta hlunn með að láta til skarar skríða, til að fá einhvern enda á þetta. — Ef við hefðum haft hið minnsta hugrekki, hefðum við haft nógan tíma til þess að hálshöggva hvorn annan hundrað sinnum hrópaði Pégu- ilin. Angelique gekk í lið með að ávita d’Andijos. — Heldur þú, að eiginmaður minn hafi haft Þig i föruneyti sínu I fimmtán ár, til þess að þú takir svo þátt I heimskupörum, meðan hann er I fangelsi? hrópaði hún. — ó, þið þessir Suður-Frakkar, getið aldrei verið alvarlegir. Hún dró hann til hliðar, gróf neglurnar í handlegg hans og skipaði honum að fara þegar til Toulouse, og koma aftur með eitthvað af pen- ingum eins fljótt og hægt væri. Hann játaði henni skömmustulegur, að hann hafi tapað öllum sínum peningum I peningaspili hjá Henríettu prinsessu kvöldið áður. Hún lét hann hafa fimm hundruð livres og Kouassi-Ba til fylgdar. Þegar þeir voru farnir, tók Angelique eftir því, að Lauzun og d’Humiéres voru einnig horfnir. Hún strauk sér um vang- ann. — Ég verð að vera komln klukkan fimm aftur til Tulieries, sagði hún við Margot, þegar Cerbalaut hafði einnig farið. — Við biðum einhvers- staðar S nánd við veitingahús, þar sem við getum fengið eitthvað að éta og drekka. Þær fundu veitingahús skammt frá hliðum Nesle. Þegar fór að halla að kvöldi, gekk Angelique aftur yfir ána I átt til Tulieries. Það var fullt af fólki I garðinum, þvi kvöldsvalinn heillaði ekki aðeins aðalsmennina, heldur einnig fyrirfólkið í borginni og þeirra fjölskyldur, til Þess að ganga um skemmtigarðana. 1 Pavillon de Flore tók Chevalier de I.orraine móti konunum og bað þær að setjast á bekk I forsalnum. Hans hágöfgi myndi brátt koma. Síðan yfirgaf hann þær. Smám saman tók að dimma í göngunum. Hópur af þjónum kom og setti kyndla hér og Þar. — Madame, nú getum við ekki beðið lengur, sagði Margot allt I einu. — Það er orðið dimmt úti. Ef við förum ekki af stað núna, komumst við aldrei heim — þá verðum við kannske myrtar til fjár. — Ég ætla ekki að hreyfa mig úr stað, fyrr en ég fæ að tala við Monsieur, sagði Angelique ákveðin. — Jafnvel þótt ég þurfi að eyða allri nóttinni á þessum bekk. Margot sagði ekki meira I bili. En nokkru seinna tók hún aftur til máls, mjög lágri röddu: — Madame, ég óttast, að það verði gerð morðárás á yður. Angelique hrökk við. — Þú ert ekki með sjálfri þér. Hvaðan færðu svona hugmyndir? —• Það er ekki svo langt I Það. Það var reynt að drepa yður fyrir fjórum dögum. — Hvað meinarðu? —• I Rambouilletskóginum. Þeir voru ekki að reyna að ná I kónginn eða drottninguna. Þeir voru að reyna að ná I yður, Madame. Og ef vagn- inn hefði ekki oltið ofan í skurðinn, hefði kúlan, sem kom gegn um gluggann, örugglega hitt yður I höfuðið. —• Þú lætur ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur. Glæpamennirnir voru aðeins að þjóna ódæðiseöli sínu, og hefðu ráðizt á hvaða vagn, sem fyrst bar að. — Uss! Hvers vegna var þá einmitt fyrrverandi bryti yðar, sem reyndi að skjóta yður — Clément Tonnel? Angelique lét augun hvarfla um auðan forsalinn. —• Veiztu, hvað þú ert að segja? —• Ég gæti lagt lífið að veði. Ég þekkti hann undir eins, þótt hann hefði dregið hattinn niður fyrir augun. Þeir hljóta að hafa valið hann, vegna þess að hann þekkir yður vel, og þannig gátu þeir verið vissir um, að eigin mistök ættu sér stað. — Hverjir eru „þeir“? — Hvernig á ég að vita Það? spurði Margot og yppti öxlum. — En annað er ég alveg handviss um: Clément Tonnel er njósnari. Ég treysti honum aldrei. 1 fyrsta lagi var hann ekki úr okkar landshluta. 1 öðru lagi hló hann aldrei. Og loks: Hann var alltaf á verði; hann hafði sér- stakt lag á þvi að stunda vinnu sína með bæði eyrun galopin. En hvers vegna skyldi hann langa til að drepa yður, það get ég ekki útskýrt, frem- ur en ég veit, hvers vegna húsbóndi minn er I fangelsi. En maður yrði að vera bæði sjónlaus og heyrnarlaus og þar að auki fæðingarfífl, til að sjá ekki, að þér eigið óvini, sem hafa svarið að ryðja yður úr vegi. Það fór hrollur um Angelique, og hún vafði brúnni silkislánni þéttar að sér. — Ég get ekki skilið, hvað ætti að réttlæta Þetta ofstæki. Hvers vegna ætti einhver að vilja drepa mig? I sömu andrá stóð eiturskrínið fyrir hugskotssjónum hennar. En þaö vissi enginn um nema Joffrey.... — Við skulum fara, Madame, endurtók Margot, og Það var komin mikil ákefð í rödd hennar. 1 sama bili nálgaðist fótatak eftir einum ganganna. Angelique sá, að þar var kominn Chevalier de Lorraine, með þríarma kertisstjaka I hendinni. Logarnir lýstu upp laglegt andlit hans, sem var þó ekki eins elskulegt' og það var álitlegt. — Hans konunglega hágöfgi biður margsinnis afsökunar, sagði hann og hneigði sig. — Hann hefur tafizt. Hann biður þess, að fundinum verði frestað til sama tíma á morgun. Angelique varð fyrir miklum vonbrigðum, en samþykkti að koma aftur daginn eftir. Chevalier de Lorraine sagði þeim, að hliðum Tulieries hefði verið lokað fyrir nóttina, en hann skyldi fylgja þeim I aðra álmu. Þaðan gætu Þær komizt út í gegnum lítinn trjágarð og kæmu þá út úr honum innan við Pont-Neuf. Hann gekk hratt á undan þeim með kertastjakann. Loks virtust þau vera komin á réttan stað. Chevalier de Lorraine nam staðar. — Hér eru tröppurnar, sem liggja niður að trjágarðinum, sagði hann. — Strax til hægri rekist þið á litla hliðgrind, og þar með eruð þið komnar út fyrir höllina. Hann hneigði sig kurteislega og yfirgaf þær. Angelique tók I handlegginn á Margot. — Nú verðum við að flýta okkur, sagði hún. — Ég er ekkert sérstak- lega hrifin af Þessu næturferðalagi. Þær lögðu af stað niður steinþrepin. Það voru skór Angelique, sem björguðu henni. Mjó reimin losnaði allt í einu. Hún sleppti handlegg Margot 1 miðri tröppunni og beygði Framhald á bls. 47. 2. hluti - Eftir Serge og Anne Golon VIKAN 36. tbL — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.