Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 16
Síðasta andlitsgervi herra Kane Ásjóna hans varl guðdómlega fögur, sálinl heltekin djöfulleguml losta.l Leiksviðið var honum lokað, hann var dauðurj aðdáendum sínumj óafturkallanlega sviptur allri aðstöðu til að vinna nýja sigra. Og samt sem áður varðl hann sér úti uml tækifæri til að fá varmennsku sinni fullnægt í leik... William Leland lét fara notalega um sig í djúpum, leðurdregnum hæginda- stólnum, ó meðan hann hvarflaði aug- um um hreiður sitt og festi þau loks ó leikaravangamynd sína, þar sem hún skartaði ó auglýsingaspjöldunum, sem hengu í umgerðum á veggnum. Hann gretti sig gremjulega og öskraði: „Morgan . . . hvar í fjandanum ertu Morgan?" Enn var greinilegur leik- sviðshreimur ( röddinni. Kane lét hann vel í eyrum og öskrarði enn, enda þótt þjónninn kæmi inn í sömu svifum: „Morgan . . . hvar heldurðu þig eigin- lega, mannskratti?" Morgan, maður nokkuð við aldur, allfeitlaginn, rauður í andliti, svipur- inn grófhögginn, setti glas með óblönd- uðu viskýi á borðið, hið næsta Kane, og svaraði með jökulkaldri virðingu: „Ég biðst afsökunar, herra — en ég varð að ná í nýja flösku." Kane laut fram og lagði tóma glas- ið á hliðina á gólfið, sparkaði í það og horfði með krakkalegri ánægju á eftir því, þar sem það skondraði á Ikínverskri gólfábreiðunni. Og þar [sem það kom í hlut Morgan, að [hirða glasið upp af gólfinu, var [þetta einskonar refsing á hann fyr- [ir að gegna kallinu ekki fyrr og [Kane hló og spurði: „Hvernig líður [litlu, fallegu tátunni þinni, Morg- [an?" „Hún er að jafna sig, herra [minn . . . liggur fyrir, herra minn." „Hvað dvelzt hún lengi hérna?" „Nokkrar vikur, herra minn. [Nema eitthvað verði til þess að [koma henni úr jafnvægi aftur." Kane brosti. „Heldurðu að það [hafi heillavænleg áhrif á hana, að |vera í návist minni?" Morgan beit sem snöggvast í vör- jina, en svo mælti hann: „Það er [svo að sjá, sem henni líði betur, [herra minn, þakka yður fyrir." Hann [tók að tína upp tómu glösin, sem lágu út um alla gólfábreiðuna í fhreiðrinu. Kane sagði: „Láttu glösin liggja [þar sem þau eru, Morgan. Láttu þau [liggja." „Já, herra minn. Nokkuð annað, herra minn?" „Þú veizt þáð ósköp vel, fjand- inn hafi það, að það er dálítið annað. Er hún kannski enn jafn „frá- bitin", Morgan?" Og Kane hló, kumrandi ölvímuhlátri. „Er .... hvern fjárann heitir hún nú aft- ur . . . þjáist dóttir þín enn af þess- ari meyjardyggð?" „Ég get ekkert um það sagt, herra minn." Kane gaf honum bendingu um að fara, rétt eins og hann hefði þegar gleymt því, sem þeir voru að tala um; hafði líka raunar gleymt því að vissu leyti. „Og um leið og þú ferð," sagði hann, „þá lagfær- irðu auglýsingaspjaldið þarna á veggnum. Það hangir ekki nákvæm- lega rétt." „Hvert af þeim, herra minn?" Kane starði um hríð á vegginn. „Þetta þarna — „Broddflugan", 1946. Fyrir aðalhlutverkið í því leik- riti hlaut ég stórkostlegt hrós. Eitt af mörgum, Morgan, eitt af mörgum. Komdu þér að þessu, Morgan, fljót- ur, maður!" Á meðan Morgan var að lag- færa spjaldið á veggnum, veitti Kane tifi klukkunnar á arinhillunni athygli, varð litið á hana og sá að hún var stundarfjórðung gengin í níu. „Fimmtán mínútur þangað til sýningin hefst," hugsaði hann og starði upp í Ijósakrónuna; kipraði hvarmana, eins og hann fengi glýju í augun f ofbirtu sviðsljósanna. Og hann sagði upphátt: „Á meðan ég var stjarna, þá var ég stór og skær stjarna. Ég var snillingur, fjandinn hafi það, það var ég!" Hann hló tilgerðarlega. „Þá elskuðu þær mig, þessar heimsku læður, það vantaði ekki. Margar, margar . . ." En svo heyrði hann klukkuna slá hálf níu og varð, sér til sárrar gremju að horfast í augu við þá staðreynd, að leiksýningin mundi hefjast án hans, eins og ekkert hefði í skorizt. Og hann spurði hranalega: „Veiztu hvers vegna ég hef dregið mig í hlé, Morgan? Hvers vegna ég stend ekki framar á leiksviðinu, veiztu það?" „Maður hefur heyrt orðróminn, herra minn. Maður kemst ekki hjá því." „Hvaða orðróm?" „Að það hafi staðið í einhverju sambandi við herra Walker og herra Oldbury, leikhússtjórana. Og þó öllu heldur í einhverju sambandi við konur þeirra." Og Morgan svaraði án þess að snúa sér frá auglýsinga- spjaldinu og veggnum. Kane fékk sér vænan teyg úr glasinu. „Svipað og með dóttur þína?" Og hann bætti við, þegar Morgan svaraði honum ekki: „Hvað gerir, að þú tollir hjá mér, Morg- an?" Morgan sneri sér að honum. „Mér fellur vistin, herra minn." „Auk þess sem þú veizt fullvel, að ég hef tekið . . . kannski helzt til mikið . . . tillit til þín í erfða- skránni", sagði Kane. Það varð löng þögn. Kane tæmdi glasið í einum teyg „Hvernig er veðrið?" spurði hann. „Ég er að hugsa um að skreppa út sem snöggvast mér til hressing- „Það gæti komið skúr, herra| minn." Kane reis úr stólnum með nokkr- um erfiðismunum. „Það sakar ekki," sagði hann. „Munduð þér þurfa frekar á| minni aðstoð að halda í kvöld,| herra minn?" spurði Morgan. „Ég vek þig þá," svaraði Kane.J „Láttu flöskuna og glasið standa| þarna á borðinu." Kane gekk, dá-| lítið reikull í spori en einbeittur,] út úr hreiðrinu, fram ganginn að| útidyrunum. Morgan fylgdi honumj fast eftir og dró hurð frá stöfum,| laut honum og bauð honum góða| nótt, hélt aftur inn í hreiðrið og bjó| allt eins og með þurfti undir það, að| húsbóndi hans gæti fengið sér hress-| ingu, þegar hann kæmi aftur úr| gönguferð sinni. Að því búnu héltI hann til síns heima upp á loftinu og| gekk til náða. William Kane gekk um myrkan| garðinn. Það var talsverður næð- ingur úti, en hann var of drukkinn| til þess að hann yrði kuldans var.j Yfirhöfn hans flaksaðist til, og þá• minntist hann Lears konungs, og hann byrjaði að þylja setningar úr hlutverkinu, háum rómi. Hann rugl- aðist á orðunum, en veitti því ekki neina athygli; öll hans athygli beindist að sjálfum honum, þar sem hann stóð í bjarma sviðsljósanna. Hann var allur á valdi aðdáunar- innar á ímynd sinni — glæsileik hennar og karlmennsku — sjálft hlutverkið var honum algert auka- atriði. Allt var gersamlega þýðing- arlaust, annað en þessi ímynd hans, sem leið tígulega fram á sviðið, umvafinn skini Ijósanna. Það var tekið að rigna, en hann veitti því ekki heldur neina athygli fyrr en tennurnar tóku allt í einu að glamra í munni hans af níst- andi hrolli og hann fann að hann var gegndrepa. Þá snerist hann á hæli unz hann kom auga á Ijósið í glugganum heima; tók stefnuna á það og flýði eins hratt og reikul- ir fæturnir gátu borið hann, undan skúrinni. Innan stundar stóð hann í and- dyrinu, skjálfandi af kulda, snakaði Jg — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.