Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 32

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 32
* »j Maytag 3 og 4 hellna eldavélar me8 sérlega góð- um ofni. Maytag Innbyggður bakarofn meS tímarofa, grilli, Ijósi og gleri í hurS. 2 venjulegar og 2 sjálfvirkar plötur meS 12 hitastillingum og tímarofa á einni plötu upp í 10 klst. Mjög góðir greiðsluskilmálar Snorrabraut 44 — Sími 16242. * II 4 ’bUPftar S ' rnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. 'iMí Ú. '• •■'» ít v ■ U... '-■' . ■ - .-■■ Hrútsmerkið (21. marz — 20. aprfl): e .ennilega verSur þessi vika ekki í alla staði eins 4 cg þú hafðir gert ráð fyrir. Ekki er þó þörf að * i:víða, því yfirleitt verður hún ánægjuleg, nema l elzt laugardagurinn, sem kann að búa yfir mikl- um freistingum. Nautsmerkið (21. april — 21. maí): Þessi vika verður þér mjög skemmtileg, og verð- ur naumast séð, að nokkur skuggi falli á þá gleði og hamingju. Sunnudagurinn er tvímælalaust bezti dagur vikunnar, og getur sá dagur varðað fram- tið þína miklu. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Það er alveg undir skapferli þínu komið þessa dagana, hvort vikan verður skemmtileg eða ekki. Ef þú ert umburðarlyndur gegnvart þínum beztu vinum, og lætur ekki eigingirni þína ráða í einu og öllu, getur allt farið á bezta veg. Sunnudagurinn kann að verða afdrifaríkur. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú munt þurfa að glíma við erfitt verkefni I vik- unni, og hætt er við, að það verði ýmis ljón á veginum. Ef þú gefst ekki upp, verða endalokin góð. Þú skalt einkum gæta þess að fara varlega með peninga í vikunni. Ljónsmerkið (24. iúlí — 23. ágúst): ©Það virðist flest leika við þér í þessari viku, og gengur það svo langt, að þér hættir kannski til að leggja út í eitthvað, sem reynist þér ofviða. Einhver fjölskyldumeðlimur kemur þér þægilega á óvart um helgina. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): ©Vikan verður yfirleitt mjög skemmtileg. Einkum þó heima við, því eitthvert atvik á vinnustað getur orðið til að valda þér áhyggjum. Þú færð nýstárlegt verkefni að glíma við í vikunni, og verður það til þess að áhugi þinn fyrir þeirri grein gerir vart við sig. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú munt eiga afar annríkt i vikunni, en yfirleitt mun þér verða vel ágengnt, því þú vinnur vel og skynsamlega. Þú ert bjartsýnn, en hin óeðli- lega bjartsýni þín gæti átt eftir að valda þér von- brigðum. Heillalitur er grænn. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): í þessari viku verður þú að gæta hófs í einu, eink- um um helgina, ekki hvað sízt vegna andlegrar heilbrigði þinnar. — Vinur þinn veldur þér von- brigðum, en reyndu að setja þig sjálfur í spor hans, þá skilur þú hann betur, og vonbrigðin verða ekki eins sár. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): ©Þú ert ‘ fyllilega ánægður með lífið þessa dagana. Að vísu verður þú að sigrast á smávægilegu mót- læti, en það veitist þér létt um þessar mundir. Um helgina gerist eitthvað, sem þú skilur ekki til fulls, en vertu ekki að brjóta heilann of mikið um það. ©Steingeitarmerkið (22. desember — 20. Janúar): Þetta verður fremur leiðigjörn vika. Það er að segja, ef þú kannt ekki að gera þér mat úr því litla meðlæti, sem þú verður fyrir. Þú lest eitthvað, sem kemur þér til að skipta um skoðun varðandi mál, sem er þér ofarlega í huga. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Vinur þinn gerir eitthvað, sem særir þig mjög, en líklega gerir hann það óafvitandi, og skaltu því reyna að taka það ekki of illa upp. — Þú færð skemmtilegan mann í heimsókn einhvern daginn. Þú ættir að umgangast hann meira. Fiskamerkið (20. fcbrúar — 20. marz): Þú munt eiga mjög þægilega daga í vændum, enda þótt ekki gerist neinir stórviðburðir. Þú virðist óvenju vel hæfur til að njóta lífsins þessa dag- ana, og er það vel. Láttu gagnrýni ekki á þig fá. m 32 — ‘VUC&N M. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.