Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 41
eftir að hitta hana: Folke Berna- dotte greifi var á heimleið eftir brúðkaup sitt í Ameríku, þar sem hann kvæntist Estelle Man- ville. Viðstaddir brúðkaupið voru meðal annarra Gustav Adolf prins og Sigvard prins. Garbo lét loks undan og kom til há- degisverðar. Henni var sýnd mikil athygli og tortryggni henn- ar hvarf. Hún var kát og fjörug, og hún var spurð, hvort hún kæmi ekki til miðdegisverðar? Öllum til vonbrigða, kom hún ekki, og enginn gat hugsað sér ástæðuna. Enginn leiddi hugann að því, að ekki voru nema nokk- ur ár síðan hún hafði verið ó- breytt afgreiðslustúlka í stór- verzlun, uppalin í ömurlegri bakgötu á Söder. Nú var hún heimsfræg. Dularfull kona, sem allur heimurinn dáðx. Hún hefur sjálfsagt verið haldin öryggis- leysi, því að hvernig hefði hún átt að sannfæra sjálfa sig um, að henni bæri þessi staða í lifinu? Þar að auki hafði hún minnimáttarkennd vegna litillar skólagöngu og það gat verið sárt. En á Kungsholm tókst það samt að fá hana til að vera með og brátt var hún farin að taka þátt í dansinum á kvöldin. Eitt kvöldið vildi hún að prins Gustaf Adolf dansaði við sig. Eftir því sem enska blaðið Sunday Ex- press segir, hafði prinsinn svar- að: — Þegar ég vil dansa við fröken Garbo, mun ég tilkynna henni það. Yngri bróðir prinsins var mjög háttvís og alvarlegur. Hann varð skelfingu lostinn. Hann gerði allt sem hann gat til þess að Greta skyldi ekki móðgast, dansaði við hana og gekk með henni um þilfarið. En hvernig var hægt að ætlast til þess, að Garbo gleymdi sliku? Kungsholm seinkaði vegna slæms veðurs og kom til Gauta- borgar 19. desember. Garbo sagði við sænsku blaðamennina: — er hamingjusöm yfir að vera komin heim. Það táknar ekki að ég sé óánægð í Holly-wood. Það er sagt svo margt vitlaust um þessa kvikmyndaborg. Það er sjálfsagt til jafnmikil synd i Gautaborg og Stokkhólmi og í Hollywood. í Hollywood verð- ur fólk að leggja mikið að sér og það vinnur meira en á flest- um stöðum, og ég er mjög þreytt. Ileima i Stokkhólmi ætla ég að sofa. MEÐ MY N D U A* FÁST I NÆSTU VBRZLUN. Flestir ibúar Gautaborgar voru komnir til að taka á móti henni. Nokkrir leikarar, vinir liennar, sáu um hana. Karl Gerhard var meðal þeirra og hann beið með leigubíl á höfninni. En bílnum var lyft upp af hrifnum sam- löndum Gretu og það var svo mikill þrýstingur á rúðurnar að þær brotnuðu og glerbrotin dreifðust um allt. Garbo sat ná- föl og stóreygð inni i bílnum, hefur Karl Gerhard sagt frá. — Það er ekki undarlegt, þótt hún sé hrædd við fólksfjölda, ég get vel skilið það. Ég á enn reikning- inn frá bílstjóranum. Greta vildi sjálf borga reikninginn, en mér fannst það leiðinlegt fyrir föð- urlandið, að rétta þessari frægu dóttur sinni svohljóðandi reikn- ing: Fyrir hjartanlegar móttök- nr í Gautaborg kr. 132,75 — brotnar bilrúöur og beyglað aurbretti. Stokkhólmi veitti ekki af næst- um allri lögreglunni til að vernda Garbo, og risastórar fyr- irsagnir yfir þverar forsíður dagblaðanna skýrðu frá því, að drottning kvikmyndanna væri komin lieim. Hún varð að læsa sig inni. En Garbo var samt glöð og sagði við blaðamennina: — Þegar ég sá Stokkhólm birtast i vetrarþokunni með blikandi ljós i hverjum glugga, langaði mig til að gráta.... það var svo fallegt, svo dásamlega fal- legt. Hún hélt jólin hátíðleg með móður sinni og bróður. Hún lieimsótti kvikmyndaverið og kom að gröf Stillers. Hún sá mynd sem hét „Tveir konungar“ en í henni hafði systir liennar, Alva, haft hlutverk, það eina, sem henni auðnaðist að leika áður en hún dó úr berklum. Hún fór alein út að gröf föður síns og lagði blóm hjá draum- óramanninum, sem dáið hafði svo fljót frá henni. Eftir jólin jókst svefnleysi hennar og hún var oft þunglynd. Þá hringdi hún til vinkvenna sinna, sem urðu að hugga liana, og hún vildi gjarnan hafa ein- hvern hjá sér þar til hún sofnaði. Hún var myrkfælin og kvíðin. Hún reyndi að leiða hugann frá því með þvi1 að fara i sam- kvæmi. Hún hitti Sigvard prins við ýmis tækifæri, og dagblöðin fóru að tala um ástarævintýri. Ef til vill var því líka þannig háttað. Bezti vinur Sigvards prins, Wilhelm Sörensen var einnig ástfanginn. Hann var fjörugur ungur maður úr rikri fjölskyldu, áhyggjulaus, hrein- skilinn og með djúpa spékoppa. Þessir þrír vinir áttu marga kvöldstund saman, og það voru mörg augu, sem fylgdust með þeim. Greta varð ergileg yfir öllum blaðaskrifunum, en tók með þakklæti tilboði Wilhelms Sörensen um að aka með hana til VIKAN 36. tbl. 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.