Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 37

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 37
inga, get ég samt mér að skað- lausu skýrt frá því, að þar var löng og hamingiusöm ævi framundan, fullt af peningum og frægð, ferða- lög eins og hvern lystir, þokkaleg heilsa að undanteknum nokkrum stuttum tímabilum, sem ég þarf að passa, konur og börn svona nokk- urnveginn eftir „behag" og annað eftir því. Hún fór vægt í brennivín- ið, sagði aðeins að sér virtist ég vera gefinn fyrir hóglífi, kynni vel að meta það — en hefði algjört vald á hlutunum. Ég verð að segja að það hafa ekki allir verið svona kurteisir við mig). Ég var allur töluvert hressari eftir spána, og leit bjartari augum á framtíðina. Mér fannst ekki rétt að fara að grúska nánar í vísinda- legum rannsóknum né reyna á nokkurn hátt að rengja sannleiks- gildi spámennskunnar, því mér lík- aði vel við hana og undirvitundin neitaði að leyfa mér að gera nokk- uð til að hnekkja trú minni. Þess vegna fór ég að tala um aðra hluti. — Finnst þér Islendingar vera trú- gjarnari eða hjátrúarfyllri en aðrar þjóðir, Amy? „Nei, alls ekki. Kannske þó að Dönum undanteknum. Meginlands- þjóðir eru ákaflega trúaðar á ýmis dulræn fyrirbrigði. Þar er mikið algengara að fólk fari til spákonu en hér heima, — og borga betur." — Þess vegna ætlar þú að setj- ast að í París? „Já. Þar ætla ég að setja upp stofu á góðum stað, og leggja þetta fyrir mig. Það er algengara að vel stætt fólk komi, og þar getur mað- ur tekið mikið meira fyrir vinnuna en hér heima. Sérstaklega ef mað- ur nær því að verða þekktur á því sviði." — Ertu samt ekki ánægð með aðsóknina hérna heima þennan tíma, sem þú hefur verið hér? „Jú, mikil ósköp. Ég var orðin hræd við þetta um tíma. Ég hafði svo mikið að gera. Nú er ég hætt að taka pantanir, því ég er að fara út." _ Þú vinnur aðeins eftir pöntun- um? „Já, en það er bara ekki svo gott hérna. Það er algengt að ein kona pantar tíma, en kemur svo kannske með tvær — þrjár vinstúlk- ur sínar með sér. Hingað kemur allskonar fólk án þess að hafa pant- að tíma, — jafnvel fullir karlar . . . Slíkt skeður aldrei úti. Þar er að- eins unnið eftir pöntunum." _ Og hvað er það svo helzt, sem fólk vill vita? Er það hversu langt líf þaS á fyrir höndum, hversu ríkt það verður, hvernig heilsan verður . . . eða hvað? „Nei, eiginlega ekkert af þessu. Algengast er að það vill vita eitt- hvað um sín ástamál." _ Er það þá aðallega ungt fólk? „Ekki endilega. Jú, ungt fólk vill alltaf vita mikið um slík mál, — en það þarf ekki ungt fólk til. Svo er algengt að fólk, sérstaklega kon- ur, vilja vita eitthvað um sitt hjóna- band, hvort maðurinn sé þeim trúr, hvort þær eigi að skilja eða hvað." „Spyrja þær mikið um trú- mennsku mannsins, já? „Já, það er algengt. Sérstaklega hérna heima." — Hvernig skyldi standa á því, að það er einkennandi hér á Is- landi? Lítur fólk kannske öðruvísi á þau mál í Frakklandi? „Já, þar er það eiginlega alveg öfugt, finnst mér. Hér er ekkert aðalatriði þótt hjónaefni hafi átt í ástabralli áður en þau giftust, og þótt konan hafi lifað fjörugu ásta- lífi fyrir hjónaband, er það ekki þungt á metaskálunum. En eftir gift- inguna er það næstum því dauða- sök, ef eitthvað bregður út af. Þá er oftast skilnaður á næsta leyti, ef giftur maður eða kona hrasa einu sinni. í Frakklandi er þetta eiginlega alveg öfugt. Þar leggja karlmenn mjög mikla áherzlu á það að konan sem þeir giftast, sé hrein og óspjöll- uð mey. En eftir giftinguna eiga þeir tiltölulega létt með að fyrir- gefa þótt hún hrasi nokkrum sinn- um. Mér finnst að skynsemin ráði þar meiru í hjónaböndum en hér heima. Hér er það ástin. Hér er allt fyrirgefið, sem skeð hefur, en eftir giftinguna kemur slíkt ekki til greina. Þá kemst engin skynsemi að, heldur aðeins afbrýðisemi og heift." — Þér finnst þetta vitlaust fyrir- komulag. Þú álítur að aðilar eigi að hafa nokkuð frjálsræði í ástum eftir giftinguna? „Nei, alls ekki. Ég á ekki við það, heldur hitt, að beita skynseminni örlítið, þótt eitthvað komi fyrir. Mér finnst það ósköp kjánalegt þeg- ar fólk rýkur upp til handa og fóta, þótt uppvíst verði um að annað- hvor aðilinn hafi hrasað einu sinni eða svo. Það er engin skynsemi, heldur blind afbrýði. Ég man það t.d. að ein kunn- ingjakona mín kom til mín fyrir nokkru, og ég fór að spá fyrir henni. Hún spurði mig hvort ég sæi skilnað framundan. Það var ekkert slíkt að sjá í lófanum, en ég innti hana eft- ir hvers vegna hún væri að spyrja að því. Þá sagðist hún vera í þann veginn að skilja við manninn sinn. Ég spurði hana um ástæðuna og þá sagðist hún hafa komizt að því, að hann hefði haldið framhjá sér. Ég spurði hve oft. Einu sinni, svaraði hún . . . Ég reyndi að leiða henni fyrir sjónir, hvað hún gerði mikla vitleysu að eyðileggja allt sitt líf, þótt eitt slíkt atvik hefði komið fyrir. Annað mál væri það ef hann legði þetta í vana sinn. Þessu lauk með því að hún fyrir- gaf honum og þau eru nú ákaflega hamingjusöm, eftir því sem ég veit bezt." — Þú læðir sem sagt inn svona einu og einu heilræði, í kaupbæti við spána? „Auðvitað reyni ég að gefa góð ráð, ef mér finnst það við eiga, eða álít að það komi að gagni. Sá er einn aðaltilgangur spámennskunn- Haustið nálgast og vetrartízkan er glæsi- leg að vanda Nýjar sendingar af hollenzkum haust- og vetrarkápum vikulega Bernhard Laxdal KJÖRGARÐI - LAUGAVEGI 59 - SÍMI 1-44-22. VXKAN 36. tbl. — gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.