Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 40
frá þessu og er ég vaknaði var orðið dimmt, og bandspotti slóst i tjaldið án afláts, nær takt- bundið. Þegar ég leitaði í blaðabunk- anum lians Ásgeirs að iestrar- efni, fann ég mynd af konunni minni. Ég varð dálítið bissa að sjá hana þarna en það var eins og ég týndi einhverju innra með mér er ég las það sem skrifað var aftan á hana. Mér leið mjög illa og ég var sinni hafði Ásgeir birtzt í ljós- keilunni, syngjandi og kennd- ur. Hann hafði verið með stokk- andarblika, haldið um hálsinn á honum og veifaði sigri hrós- andi yfir höfðt sér — og verið ánægður með litinn feng. Þá var gott að hittast, malla eitt- hvað saman í svanginn, tala um veiðina, vera vinir og sofna í svölu og tæru útiloftinu. Ég var búinn að bíða lengi er ég sneri bílnum við og hélt vissu hvernig komið var. Þeir höfðu með sér tvö teppi og Ratar Lite. Þeir gerðu engar athuga- semdir við flöskuna sem hallað- ist upp að mér i sætinu, en þeir vildu ekki bragð. Ég sneri Buickbílnum við á hlaðinu og hann spólaði langt úr kyrrstöðunni. Við fundum Ásgeir ekki i tjöldunum og hróp okkar og köll hurfu eitthvað út i bláinn, án svars. klettaborginni. Hahn lá þarna á grúfu og við sáum fyrir okkur hvernig stálbrotin og blýið höfðu tætt höfuð hans i sundur. Við vissum að hann hafði rekið byssuhlaupin í leir og fyllt þau og byssan lá sundurtætt undir brjóstinu á honum, patrónuhús- ið hafði fyrr látið undan. Þarna lá hann vinur minn — og konu minnar. Og ég minnt- ist orða hans fyrr, er lómurinn hló. — Sá hlær bezt seni síðast Eff svo, þá er lausnin hér ^ Framleiðum hina þekktu „1001“ skápa í þrem stærSum, 16, 24 og 32 skúffu. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykjalundi, sfmi um Brúarland. Skrifstofa í Rvík, Bræðaborgarstíg 9, sími 23150 Eigið þér I erfiðleikum með hirzlu undir skrúfur og annað smádót? • - plfigpfl hættur að finna til áfengisins að mun nema þungan dofan til höfuðsins. Ég kúgaðist dálítið við hvern sopa, en mér fannst ég þurfa þess með samt. Ég rifjaði upp allt sem ég mundi um heimsóknir Ásgeirs og samband okkar við hann, það var mjög erfitt að hugsa um það, en ég skyldi að konan var mikið ein og að hana vant- aði verkefni. Það var komið myrkur og regnið buldi jafnt og þétt á tjaldinu, ömurlegt undirspil en þó róandi á sálarstríð mitt. Ég fór út í bílinn, ræsti hreyf- ilinn, sneri bílnum í norður með fullum ljósum. Regnið hnappaðist á bónuðu vélarlokinu og brettunum og er regndrop- arnir voru orðnir nógu stórir, hrundu þeir niður. Er ég beið þannig minntist ég þess, að einu út með vatninu, upp á sýsluveg- inn. Buickinn tók mjúkar og þungar dýfur er ég fór yfir ræs- in, sem voru hærri en vegurinn. Bíllinn þaut gegn um svarta nóttina með skerandi Ijós á vinstri hönd, er gleypti undir sig veginn, næturflugur og fiðr- ildi. Ég var dálítið smeikur og hrökk við í livert sinn er mölin buldi upp í gólfið og ég vissi að grjótflugið stóð langt aftur undan bilnum. Afleggjarinn var holóttur og mér fannst hann mjór á ferð- inni. Það mætti mér geltandi hund- ur skömmu áður en ég kom að reisulegum bænum, hann fylgdi hægra framhjólinu fast eftir, ég sá hann ekki en hljóðin voru tryllingsleg og grimmdarleg. Ég þáði ekki kaffið og menn- irnir þrir komu strax og þeir Yið komumst að læknum á bílnum við illan leik. Það var fljótlegra en að ganga, oftast var það vélaraflið sem knúði bílinn það fast áfram, að steitti á stein- um, en við skeyttum því ekki. Ljóskeilurnar voru mjóar en sterkar og þær skáru myrkrið i leitandi þögn en urðu gráar og daufar í fjarlægðinni og end- uðu í engu yfir blautum, gulnuð- um mýrunum. Við gengum með nokkru millibili og leituðum hægt og vandlega í beltum, með læknum, yfir flóann og austur eftir klettabeltunum sem lágu með breiðum flóasundum á milli. Það var spenna meðal okkar, mögnuð af ýlfri vinda í klettum og gróðri merkurinnar og vitundin um hið voveiflega. Við fórum austur með ánni, það var orðið áliðið nætur þegar við fundum Ásgeir undir einni hlær. En þau misstu marks hvað mig snerti, mér var ekki hlátur i hug. Það hefði verið hægt, en erf- itt — og ég reif myndina í smá agnir, vandlega og hægt og horfði á þær og yfirgaf áður en ég steig þær djúpt niður leðjuna. ÆVINTÝRIÐ UM GARBO Framhald af bls. 15. holm lagði frá New York i snjó- hríð hálfum mánuði fyrir jólin 1928, var Alice Smith um borð. Hún læsti sig inni í klefanum og sýndi sig ekki fyrstu dagana. En við borð skipstjórans var glæsileg samkoma, sem óskaði _ VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.