Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 33
svo mæltu kvaddi hann og fór. Kan* sat og starðl ( spegllinn. Eftir þetta mátti það heita við- burður að Kane færi út fyrir þrösk- uld svefnherbergisins. Hann borðaði lítið sem ekki neitt, en herti því meir drykkjuna, svaf óreglulega í skorp- um, fleygði sér upp f þegar vfman svipti hann vitund, raknaði úr rot- inu einungis til að drekka meira. Tjöldin voru stöðugt dregin fyrir gluggana, hann kveikti ekki Ijós nema ýtrasta nauðsyn krefði og það gerðist daunillt þar inni. Þá sjaldan, sem Kane sá sjálfum sér bregða fyrir í speglinum, leit hann sem fljótast undan, andlit hans varð viðurstyggilegra ásýndum með hverjum degi sem leið. Áður hafði Kane hirt sig og snyrt öllum stundum; nú, þegar aldrei rann af honum, sinnti hann hvorki um að fara f bað eða hafa fata- skipti. Rekkjan hans var orðin bæli með svitarökum og þefillum sængur- fatnaði og Morgan sló fyrir brjóst í hvert skipti sem hann færði hús- bónda sínum mat og sótti hann aft- ur án þess að hann hefði snert við honum, eða færði honum óátekna viskýflösku og hirti þá tómu, en það erindi átti hann oftast. Þegar Kane hafði verið þannig ofurölvi í fullar þrjár vikur, gerðist það, að hann reikaði út úr svefn- herberginu völtum fótum, fór um öll herbergi sfn, opnaði skúffur og skápa og leitaði og leitaði. Morgan kom að honum, þar sem hann stóð við skápinn inni f dag- stofunni og rótaði öllu úr hillunum. Morgan sagði ekki neitt, gerði ein- ungis að virða hann fyrir sér. Þeg- ar hann hélt leitinni áfram inni f sjálfu hreiðrinu, bar dóttur Morgans þar að, fylgdi honum síðan fast eftir um herbergin, benti á hann eða hún klappaði saman höndunum og hrópaði: „Hvað er að sjá þig í framan?" En hann lét sem hann tæki ekki eftir og hún gafst upp og lét hann einan. Hann hélt áfram leit- inni, niðri í kjallara, f spilastofunni. Loks kom Morgan fram á stigapall- inn og sagði stundarhátt: „Herra Kane?" Kane varð litið upp. Hann sá Morgan einungis f þoku, nema hvað glampa sló á mjallhvítt, sterkju- strokið skyrtubrjóstið, rétt eins og kastgeisla væri að því beint, og í vímunni þótti Kane rétt sem snöggv- ast að hann væri kominn á sviðið. Hann brosti. „Að hverju eruð þér að leita, herra Kane?" „Hverju . . . Jú, Morgan, það var satt... ég er að leita að marg- hleypunnl mlnnl... hvar er hún?" „Auðvitað í snyrtiborðsskúffunni yðar, herra Kane. Munið þér það ekki?" „Auðvitað. Jú„ nú man ég það. Hjálpið mér að komast aftur inn f svefnherbergið, Morgan". „Sjálfsagt, herra Kane". Morgan gekk undir honum upp stigana og studdi hann inn f svefn- herbergið. Kane reikaði að snyrti- borðinu og lét hlammast niður á stólinn. Enn einu .sinni varð hon- um litið á mynd sína í speglinum. Hann brast f grát. Tárin streymdu niður vanga hans. „Morgan .... Morgan", stundi hann og grét. „Morgan . . en svo rankaði hann allt í einu við sér. „Marghleypan . . . sagðirðu ekki að hún væri hérna?" „Jú, herra minn. I skúffunni, herra minn". Hann dró út efstu skúffuna í snyrtiborðinu. Marg- hleypan lá ofan á skyrtum húsbónd- ans. „Undarlegt að þér skylduð ekki tala eftir henni þarna, herra minn", sagði Morgan. Kane gleymdi f svipinn návist hans. Starði hugfanginn á marg- hleypuna. Fyrst f stað var sem hann þyrði ekki að snerta við henni, en svo varð honum litið á sjálfan sig í speglinum og þá þreif hann til hennar. Hélt á henni drykklanga stund, en varpaði henni sfðan frá sér á borðið. „Ég get það ekki, Morgan", hvíslaði hann skelfdur. „Nei, ég get það ekki". Morgan tók viskýflöskuna, hellti glasið nærri fullt, rétti Kane það. Rödd hans var hreimþýð og hug- hreystandi. „Ég er viss um að þér getið það, herra minn. Ekki er ég í neinum vafa um það, herra minn", sagði hann og hvarf á brott. Morgan var niðri f eldhúsinu að þurrka glösin, en dóttir hans sat við borðið og skoðaði myndablöð, þegar lágur skothvellur kvað við — lágur en greinilegur hvellur, eins og í fjarska. Telpan leit upp frá blaðinu. „Hvað var þetta?" spurði hún. „Hefurðu tekið saman föggur þfn- ar?" spurði hann. „Já ... en ..." „Þá er víst bezt fyrir þig að fara að koma þér qf stað". Hann opnaði skáp og tók þykkt seðla- kneppi út úr einni hillunni. Lagði það á eldhúsborðið. Stúlkan horfði á og brosti við. Morgan sagði: „Þetta ætti að vera nóg handa þér og lækninum svokallaða". Telpan yppti öxlum. „Ég held að þú sért gengin af göflunum", varð henni að orði. Hún taldi seðlana f skyndi, leit á föður sinn. „Þetta er meira heldur en hann setti upp?" sagði hún. „Já", svaraði Morgan. „Svolítið ofanálag fyrir frábært leikafrek f þágu góðs málefnis". Hann bar farangur telpunnar út f bflinn og kvaddi hana. Fullri klukkustund eftir að bfllinn var úr augsýn, hélt hann upp stigann, opn- aði dyrnar að svefnherbergi herra Kane og gekk inn. Eins og hann hafðl búizt við, lá herra Kane stein- Innflutningur til íslands I sumar var meiri en nokkru sinni áður! SKODA er öruggur, sterkur og ödýr Tékkneska bifreiðaumboðifl h.f OSRAM TOUV 3«. tu. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.