Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 50
Nýtt útlit Ný tækni Malmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. ÆZ7 M Z* G L U G G JPL H £/f LÆKJARGÖTU, HAFNA RFIRÐI. — SlMI 50022 Hann tók upp pappírsmiða úr pússi sínu. Angelique las: Dómur: Philipert Vénot aöalsaksóknari fyrir biskupsdæmiö í Toulouse, ákœrandi, varöandi galdra og fordæöuskap móti Monsieur Joffrey de Peyrac, ákærða. Þar sem Joffrey de Peyrac er sekur fundinn um aö hafa afneitaö guöi, selt sig djöflinum, ásamt meö aö hafa lagt stund á galdra, er hann hér meö fluttur frá kirkjulegum yfirvöldum til veráldlegs dómstóls, til þess aö dœmast fyrir brot sitt. UppkveÖiÖ hinn 27. dag júnímánaöar 1660 af P. Linnet. Hinn ákœröi de Peyrac hefur ekki mótmælt eöa áfrýjaö. Desgrez útskýrSi: — Á skiljanlegra máli þýðir þetta, að kirkjulegur dómstóll, eftir að hafa dæmt eiginmann yðar in absentia og raunar án hans vitneskju og fyrirfram viss um sekt hans, hefur afhent hann dómstóli konungsins. — Haldið þér, að kóngurinn muni samþykkja þvílíka vitleysu? Þetta er allt sprottið af öfund biskupsins, sem langar til að ráða yfir allri Toulouse,- og gegnir allri þeirri vitleysu, sem munkfíflið Bécher segir honum. — Ég get aðeins dæmt eftir staðreyndum, sagði lögfræðingurinn. — Hér sést, að erkibiskupinn gætir þess vandlega, að koma hvergi fram í þessu máli: Þér sjáið, að nafn hans er ekki einu sinni nefnt á þessum miða, þótt enginn vafi geti leikið á því, að hann sé undirrótin. Á hinn bóginn, tilskipunin bar undirskrift kóngsins og Séguier dómsforseta. Séguier er í sjálfu sér bezti maður, en veikgeðja. Hann fylgir oftast settum dómsreglum, en hann metur fyrirskipanir konungsins framar lögunum. — En ef til réttarhalda kemur, ræður álit kviðdómenda, er það ekki? — Jú, viðurkenndi Desgrez með semingi. — En hver velur í kviðdóm- inn? — Hvaða hættur álítið þér, að felist í réttarrannsókn? — Fyrst pyndingar og síðan bálið, Madame. Angelique fölnaði og fann til ógleði. — En það er varla hægt að dæma mann, í stöðu de Peyracs greifa, fyrir sakir, sem eru ekki annað en veikur fyrirsláttur! — Rétt. Og þessvegna held ég, að þessar ákærur hafi aðeins verið not- aðar sem yfirskyn. Hér hlýtur að liggja eitthvað á bak við. Maður yðar hlýtur að hafa átt mjög háttsetta óvini, sem hafa svarið þess dýran eið, að komal honum á kné. Verði maðurinn yðar dreginn fyrir dóm, þá fjallar rétturinn eingöngu um þessar ákærur varðandi galdrana, en við fáum aldrei minnstu hugmynd um hina raunverulegu ástæðu. Angelique datt allt í einu eiturskrínið í hug. Átti hún að' segja Des- grez frá þvi? Hún hikaði. — Hvað haldið þér, að hafi verið hin raunverulega ástæða? spurði hún. —• Um það hef ég ekki minnstu hugmynd. Allt það, sem ég get sagt yður, er eftirfarandi: Þetta byrjar hjá kónginum. Þar sem hann hefur skrifað undir handtökuskipunina, felur það í sér, að hann hefur viður- kennt hana. — Og kóngurinn, sem bað hann um að syngja, og fór svo mörgum hrósyrðum um hann! muldraði Angelique. — Þá hafði hann þegar á- kveðið, að iáta handtaka manninn minn. — Hvernig sem það er í pottinn búið, er hann sá eini, sem getur látið afturkalla handtökuskipunina. — Ég hef talað við Grande Demoiselle, hún lofaði að spyrjast fyrir. Bn hún sagði, að það væri ekki til neins að vonast eftir nokkru fyrr en — áður en kóngurinn — kæmi aftur — hingað til Parísar. Angelique átti erfitt með að ljúka setningunni. Síðan lögfræðingurinn nefndi pyndinguna og bálið, hafði hún fundið til vaxandi máttleysis, og óttaðist, að það myndi líða yfir hana. Hún heyrði rödd Desgrez eins og í fjarska. —• Ég er henni alveg sammála. Það er ekkert hægt að gera, fyrr en hátíðahöldin eru afstaðin. Angelique reis á fætur, eins og í leiðslu. —• Þér takið þetta þá á yður, að verja hann? Ungi maðurinn svaraði hranalega: — Nú jæja, ég hef aldrei verið sérstaklega hræddur um mitt eigið lif. En þér verðið þá að láta mig hafa peninga. Ég á ekki bót fyrir rass- inn á mér, og gamli Gyðingurinn, sem leigir mér dulargerfin, er laginn að plokka af mér það litla, sem ég eignast. Hranaleg röddin hressti Angelique. Þessi náungi var miklu áreiðan- legri, en henni hafði fyrst sýnzt. Hún tók hundrað livres og rétti hon- um . Hann hneigði sig i flýti og yfirgaf skrifstofuna. Frh. í nœsta blaöi öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. f FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. hafa farið, og vita hve löngun- in eftir nýjum fiski, hangikjöti, skyri, lambakjöti eða jafnvel bragðvondu íslenzku brennivíni getur orðið sterk. Þeir vita líka hve heitt maður getur þráð svala islenzka fjallagoluna, lireint og tært loftið og jafnvel ekkisens rigninguna, sem við bölvum hér á hverjum degi. Ég var með kunningja mínum úti i heiðskiru og björtu veðri i Reykjavík fyrir nokkrum dög- um síðan. Sjórinn var renni- sléttur og bærðist ekki liár á höfði manns, en síðustu sólar- geislarnir dönsuðu i gluggum húsanna og lituðu forarpollana á götunni rauðbleika. Hann var þá nýkominn frá Bandaríkjun- um, þar sem liitinn var um 40 stig, eins og margir hér heima þrá um jólaleytið. Honum varð þá að orði: „Mikið lifandi skelfing gæti sá maður orðið ríkur, sem gæti tekið þetta kvöld, sett það í við- eigandi umbúðir og flutt það út um allan heim!“ Iíannske það hafi verið stemn- ingin þetta sumarkvöld, sem heillaði hann svona. Eða kann- ske hann hafi á réttu að standa. En ég veit þó altént um einn kaupanda að slíku kvöldi — ef ég ætti bara fyrir því. GK gQ — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.