Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 6
ULTRfíÆfíSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ MEIR SILKIMJÚK AUGNAHÁR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem lengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA’LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. alltaf það hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna: Donald Campell notaði K.L.G. kérti í BÍúebírd sinn' er hann setti heimsmef í hraðakstri þann 17. júlí 1964 — 403,1 mílur á klst. = 648,7 km. Öll mælitæki í Bluebird éru og gerð af K.L.G. framleiðandanum Smith & Sons. Út með raforkuna Kæra Vika! Eftir lestur viðtalsins við Jónas Sveinsson, lækni, finnst mér merkilegast, að við skulum ekki þegar vera búnir að gera ráð- stafanir til útflutnings á raf- magni. Ég ber virðingu fyrir Jónasi, að hann skuli hafa orðið til þess að vekja athygli á þessu, bæði hér og erlendis. Með kærri kveðju. Vilhj. Jónsson. „Lög unga fólksins“ Vikan, Reykjavík. í 30. tbl., sem kom út 23. júlí s.l. ritar hljómlistarunnandi, sem kallar sig Lollu, mjög óréttmæta gagnrýni á Berg Guðnason, sem stjórnar þættinum „Lög unga fólksins" þriðju hverja viku. Ef þátturinn væri eingöngu fyr- ir 17 ára og yngri, ætti gagnrýn- in rétt á sér. En ég held að fólk kringum tvítugt sé ekki kallað gamalt, nema af óvitum. Það sem telpan kallar aríur, hlýtur að vera það fáa sem Mahalia Jack- son hefur flutt af negrasálmum, eða það sem Ella Fitzgerald syng- ur. Það sem telpan kallar „drasl“ hlýtur að vera óvera sú sem leikin hefur verið af jazz, flutt- um af Dave Brubeck eða öðrum álíka þekktum listamönnum. Að öllum líkindum fer 30% af tíma þáttarins í að lesa kveðj- ur, sem eru flestar eins barna- legar og skrif „Lollu“, 50% fer líklega í að flytja lög þau er kveðjunum fylgja. Ekki fyndist mér þá of mikið gert að það sem eftir væri yrði notað til flutnings á lögum eftir fyrrnefnda lista- menn eða þeirra líkra. Gylfi Hj. Skólamálin Kæra Vika! Ég var að lesa greinina „í fullri alvöru“ eftir G.S., þar sem hann skrifar um skólamálin í dreifbýl- inu. Þetta var eins og talað út úr mínu eigin hjarta. Ég er alin upp í sveit og veit vel, að þetta, sem G.S. segir, er því miður satt. Allt of margir unglingar fá alls ekki það sem kallað er lág- marksmenntun, og fólkið er allt- of sljótt og kærulaust fyrir þessu. Sumir duglegir unglingar kosta sig að vísu sjálfir í skóla og þurfa þá oft að vera fjarri foreldrahús- um allt árið, nema rétt í jólafrí- inu. Aðrir eru svo heppnir að geta verið heima á sumrin og látið vinnu sína við búskapinn ganga upp í skólakostnaðinn. En alltof margir foreldrar „mega ekki missa“ börnin frá búskapn- um og láta þau bara pokast heima allt árið um kring, nema þau skreppi á vertíð til Ólafsvíkur eða Vestmannaeyja. Sveitafólkið verður að fara að skilja, að menntun æskufólks- ins er mikilvægari en allt annað. Nútíma landbúnaður byggist á þekkingu eins og aðrar atvinnu- greinar. Nú, og svo verða ungl- ingar í sveit að velja sjálfir sitt lífsstarf eins og aðrir. Sveitafólk- ið verður sjálft að gera kröfur um betri menntunarskilyrði handa börnum sínum. Það þurfa að koma unglingadeildir við barnaskólana og námstímann þarf að nýta betur. Héraðsskól- arnir anna ekki nærri öllum um- sóknum lengur, enda er þar margt af ungu fólki úr kaupstöð- um. Ég er nú kannske dálítið „reið“, eins^ og sagt er um unga fólkið nú á dögum. En það er nú bara svona, að blíðan og lognmollan duga ekki eingöngu. Með beztu kveðjum, Alvörugefin sveitapía. Hvað er svindl? Kæra ungfrú Yndisfríð! Ég kaupi oft Vikuna og spreyti mig á konfektkassanum en hef aldrei látið verða af því að senda inn lausn. En í dag var sonur minn að leita að örkinni og fann hana á tveim stöðum, og segir við mig: Þetta er svindl, örkin er á bls. 21 og bls. 28. Forvitinn. P.s. Vinsamlegast, af hverju lenti örkin á tveim stöðum? -----— Af hverju er það svindl? Það er nóg að finna aðra örkina. Við förum ekki fram á meira. En ef þið feðgarnir ætlið að vera með, þegar dregið er um verð- launin, verðið þið að klippa eyðu- blaðið úr Vikunni og senda lausn- ina á því.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.