Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 21
„Og hvernig munduð þér bregð- ast við?" „Ég veit það ekki. Ég er enn í uppnómi. Ég hef ekki séð Dolly um alllangt skeið. Hún giftist að mér forspurðri. Dolly var gott barn, en það er aldrei að vita nema hún hafi breytzt". Ég ók út á tangann síðla dags. Þokunni hafði létt nokkuð undir kvöldið, ekki svo að sæi til sólar, heldur var birtan annarlega Ijós- grá og skar í augun. Bíll Alex stóð úti fyrir gististaðnum og við hlið hans stærri bíll, glæsilegur mjög. Maður á aldur við mig, gráeyg- ur með húðfellingar undir höku og vöngum en þó ekki feitur, kom út úr herbergi Alex, þegar ég var að opna dyrnar á mínu herbergi. Hann vék sér að mér. „Eruð þér náunginn, sem dró Alex son minn út í þetta forar- fen?" „Sonur yðar réði mig til að reyna að draga sig og sína upp úr þessu feni, ef þér eruð faðir Alex Kin- caid". „Ég er það, og ég segi yður hér með upp starfinu". Það var auð- heyrt á röddinni, að þetta var ekki í fyrsta skiptið, sem hann sagði manni upp vinnu. „Úrslit málsins eru ráðin, lögreglufulltrúinn fann byssu morðingjans undir rúmdýnu stelpunnar í þessum hliðvarðarkofa, þar sem hún hefur fengið inni". „Það er ekki neinn kofi, það er vandað hús", greip Alex fram í, inni í herbergi sínu. „Þú leyfir þér ekki að andmæla mér, Alex", mælti faðirinn strang- lega. „Ég veit hvað ég segi. Þú lætur mig um að fást við þetta og kemur heim. Hún á það að þér, hún móðir þín". „Hann hefur einnig nokkrum skyldum að gegna gagnvart stúlk- unni, þar sem hann er kvæntur henni", varð mér að orði. „Það er hægur nærri að fá það hjónaband ógilt". „Hjónabandið er og verður gilt vegna þess að það er Alex sjálf- um staðreynd. Þér getið ekki ógilt það, heldur einungis ógilt yður sjálf- an og son yðar". Hann virtist hvorki heyra orð mín né skilja. Jafnvel Alex gaf þeim ekki gaum. Ég sneri mér að hon- um og spurði hvort hann hefði ekki mætt Dolly, þegar hún kom heiman frá ungfrú Haggerty og verið síðan stöðugt hjá henni, þangað til hún var flutt í hjúkrunarheimilið. Hann játti því. „Bar hún byssu á sér?" „Ekki gat ég séð það". „Þá er ótrúlegt að hún hafi get- að falið hana sjálf undir dýnunni. Hverskonar byssa var það, sem fulltrúinn fann?" Faðirinn varð fyrir svörum. „Gömul marghleypa, caliber 38 með skepti úr valhnotuviði, senni- lega keypt á fornsölu". „Þér sögðuð að það væri byssa morðingjans. Hvernig er unnt að fullyrða það, þar sem enn hefur ekki unnizt tími til að rannsaka kúluna nákvæmlega?" „Hlaupvíddin er rétt, og aðeins eitt skothylki tæmt", sagði faðirinn valdsmannslega, eins og hann væri að kveða upp dóm í málinu, sem ekki yrði áfrýjað. „En ég er ekki hingað kominn til að láta þriðja flokks spæjara spyrja mig spjör- unum úr. Ég er hingað kominn til að bjarga syni mlnum úr vand- ræðum, sem hann hefu' verið flækt- ur í, og ekkert koma honum við." „Þér eruð kaldrifjaður maður, Kincaid", varð mér að orði. „Þér getið ekki talað þannig við föður minn", sagði Alex. Stundarkorni síðar óku þeir báð- ir brott. Ég ásakaði mig fyrir að hafa ekki tekið þá fastari tökum; ákvað síðan að hitta Bradshaw yfirkennara að máli, en mér hafði virzt hann hafa samúð með Dolly, og hann skorti ekki fé auk þess sem hann var áhrifamikill maður. Það var spænska þjónustustúlkan, sem opnaði útidyrnar, þegar ég knúði dyra á setrinu og spurði eftir dr. Bradshaw. „Ég held að hann hafi farið að heiman yfir helgina", svaraði hún. „Undarlegt. En gæti ég þá feng- ið að tala við frúna?" Að minnsta kosti hálf klukku- stund leið þangað til frú Bradshaw kom niður stigann. Hún hafði greitt vandlega hærulokkana, borið roða- lit í vanga sér og klæðst kjól, sem huldi skvapmikinn líkamann, dýr knipplingskragi, kræktur saman að framan með mikilli demantsnælu huldi hálsinn. Ég spurði sjálfan mig, hvort hún væri að halda sér til fyrir mér. Hún virtist að minnsta kosti feg- in komu minni, gamla konan. „Ég var einmitt að vona að einhver kæmi", sagði hún. „Þessi þoka vek- ur með manni einangrunarkennd, og nú þegar ég hef misst bílstjór- ann minn . . ." Það var eins og hún heyrði sjálfsmeðaumkunina í rödd- inni; að minnsta kosti tók hún sig á. „Hvernig Kður henni annars, stúlkunni?" spurði hún kaldrana- lega. „Hún er í góðum höndum. .God- win sálfræðingur telur að henni líði skár". „Gott. Og ég veit að það mun gleðja yður að heyra", sagði hún með glettni í augnatillitinu, „að mér líður líka skár. Sonur minn sagði að ég hefði gripið tækifærið til einkaleiksýningar, eins og hann orðaði það . . „Þetta var okkur öllum erfið nótt". „Og ég er eigingjörn, gömul kona — er það ekki það, sem þér sögðuð við sjálfan yður?" „Ég er efins í að fólk breytist eins með aldrinum og af er látið". „Grun hef ég um að þetta sé hugsað sem móðgun", sagði hún, en brosti þó, næstum því eggjandi. „Þér viljið með öðrum orðum gefa í skyn að ég hafi alltaf verið svona". „Það vitið þér betur sjálf". Hún hló dátt, að vísu var það ekki neinn gleðihlátur, en það var skop í honum. „Ég hét syni mínum að ég skyldi refsa sjálfri mér fyrir framkomuna í kvöld er leið, með því að kvarta ekki yfir neinu í allan dag. Og ég er að reyna að standa við það — en það er eins og þegar maður leggur kapal; alltaf freist- andi að hafa eilítið rangt við". Hún tók sér sæti á gylltum stól. „María sagði mér að þér hefðuð spurt eftir Roy. En þar hafið þér því miður ekki heppnina með yður — hann hélt flugleiðis til Reno snemma í morgun". „Reno?" „Ekki til að spila, það get ég fullvissað yður um. Hann er ger- sneyddur allri spilafýsn. A stund- um finnst mér jafnvel sem hann sé alltof varfærinn. Hann er að vissu leyti hálfgerður mömmudrengur, finnst yður það ekki?" Það brá fyr- ir glettni í svip hennar, rétt eins og hún hrósaði sigri yfir syni sínum. „Mér finnst það dálítið undarlegt, að hann skyldi fara í slíkt ferðalag eins og á stóð", sagði ég. „Mér l(ka, en það var engin leið að telja honum hughvarf. Það er ekki eins og hann sé að flýja — hann tekur þátt í ráðstefnu yfir- kennara, sem þar er háð. Hann er einn af þeim, sem kjörinn hefur verið til að hafa þar framsögu og taldi því skyldu sína að fara. Engu að síður sá ég það á honum, að honum var það ekki eins leitt og hann lét; hann hefur gaman af að koma fram fyrir almenning, skiljið þér. . . hefur alla ævi verið tals- verður leikari en aftur á móti er hann minna gefinn fyrir að taka á sig nokkra ábyrgð". Mig furðaði bæði á raunsæi henn- ar og hreinskilni í garð sonar síns. Sjálf virtist hún njóta þess að auð- sýna mér slíkan trúnað; hún reis á fætur með erfiðismunum, lagði höndina á arm mér. „Við ættum að koma inn í skrifstofuna og ræð- ast betur við", sagði hún. „Það er alltaf dálítill dragsúgur hérna. Og eins og þér getið séð, hef ég fengið mesta dálæti á yður, ungi maður". Ekki vissi ég hvort dálæti hennar mundi verða mér til blessunar eða bölvunar. Hún glotti, rétt eins og hún læsi hugsanir mínar. „Verið óhræddur", sagði hún glettnislega, „ég ét yðurekki". Hún lagði áherzlu á orðið „yður", rétt eins og hún vildi þar með gefa í skyn, að hún hefði etið son sinn í morgunverð. Við gengum inn í skrifstofuna. Það var eins og bókahillurnar minntu hana á soninn. „Þér megið ekki misskilja mig — ég ann syni mínum mjög og ég er innilega stolt af honum. Hann hlaut ágætiseinkunn við Harvardháskóla, tók doktorsnafnbót með miklu lofi og verður, áður en langt um líður rektor við einhvern meiriháttar há- skóla eða mikilsvirta menntastofn- un". „Er hann metnaðargjarn — eða þér?" „Ég var metnaðargjörn, vegna hans. En svo dró úr þeim metnaði mínum að sama skapi og hann gerð- ist sjálfur metnaðargjarnari. Það fyrirfinnst æskilegra hlutskipti í líf- inu en að klffa stöðugt upp stiga, sem aldrei tekur enda. Enn er ég ekki vonlaus um að hann staðfesti ráð sitt. Hann er kvenhneigður, skiljið þér". Hún deplaði augunum glettnislega. „Það þykist ég líka vita". „Hláft um hálft var ég farin að halda að hann hefði áhuga á ung- frú Haggerty. Ég hef aldrei vitað hann veita nokkurri stúlku jafn mikla athygli. Hvernig tók hann dauða hennar?" Ekki gat ég vitað hvort heldur hún vildi telja sér trú um að morðið á ungfrú Haggerty hefði bundið endi á ástríðuheita ást sonar henn- ar, eða að hann hefði ekki unnað henni eins og hann lét. Ég fór því bil beggja. „Hann brást mjög eðli- lega við", sagði ég. Hún virtist vonsvikin, rétt eins og eðlileg viðbrögð sæmdu einungis hversdagslegu fólki, og þvf byggist hún við einhverju meira af syni sín- um, sem var hátt upp yfir alla þá hjörð hafinn. Þess gætti nokkuð í röddinni, þegar hún tók enn til máls. „Hvaða erindi eigið þér f rauninni við son minn?" „Dolly Kincaid þarfnast aðstoð- ar hans". „En eiginmaður hennar? Og þér . . ." „Alex sneri heim með föður sín- um, og ég hef verið rekinn úr starfinu. Þegar henni virðast öll sund lokuð, vilja þeir ekki við hana kannast". Augu hennar skutu gneistum. „Ég sá það strax, að það var ekki mikið spunnið í þennan strákgemling, eig- inmann hennar. En hvers vegna teljið þér henni öll sund lokuð? Vegna þess að byssan fannst?" Ég hlýt að hafa orðið undrandi á svipinn. Hún flýtti sér að skýra mér Framhald á bls. 44. VIKAJt 36. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.