Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 17
eftír leit hann enn í spegilinn, brosti, naut þess er fílabeinshvítar tennurnar skáru sig úr við háfjallasólbrúnt hör- undið. Nú leið honum betur og hann gekk til rekkju. Kane hafði gleymt öllum ótta sín- um, þegar hann vaknaði við það um morguninn að Morgan kom inn í svefnherbergið með árbítinn — kaffi og lögg af viský. Morgan tuldraði: „Góðan dag, herra minn,-" setti bakk- ann á náttborðið og hélt inn í bað- herbergið til þess að láta renna í kerið og hafa raktækin til reiðu. Venju samkvæmt rakaði hann Kane án þess að mæla orð frá vörum fyrr en hann tilkynnti: „Baðið bíður yðar, herra minn. Eg tek svo til fötin yðar á meðan . . ." Kane tók sér bað. Þegar hann kom fram í svefnherbergið aftur, lágu föt- in hans á uppbúinni rekkjunni. Hann klæddi sig, sneri sér að speglinum yfir snyrtiborðinu og bjóst til að greiða sér og hnýta á sig bindið. Hann gapti, svo hverft varð honum |við, þegar hann leit sjálfan sig I spegl- inum. Hann var greinilega búlduleit- ari en hann átti að sér. Þrútinn. sér úr rennblautum frakkanum og kallaði upp á loftið: „Morgan . . . Morgan!" Þá kvað við hlátur, hvellur og tryllingslegur, uppi á stigapallin- um og Kane kipptist við. „Andlitið á þér. . . andlitið á þér!" var kall- að með rómi telpu, enn vart af gelgjuskeiði; hún var náföl í fram- an og svipurinn afskræmdur af t æðislegum hlátri, þar sem hún gægðist fram á milli handriðspílár- anna á stigapallinum. Kane skelfdist. Nokkur andar- tök stóð hann sem stjarfur í sömu sporum miður sín af ótta við brjálæðishlátur telpunnar og starði í uppglennnt augu hennar. En svo rankaði hann við sér. Þetta var dóttir Morgans, auðvitað. Samt sem áður bar hann ekki kennsl á hana. Hún hafði verið svo ein- staklega fríð sýnum og Ijúf. Þessi stúlkukind var haldin illum anda, hugsaði Kane. ,,Guð minn góður," hugsaði hann, „hef ég farið svona með hana?" Og hann varð gripinn annarlegu stolti yfir afreki sínu. Einungis það, að hann hafði farið lítið eitt undir föt við hana, ein- ungis það hafði nægt til að firra hana viti. Það bar þó óvefengjan- legt vitni því að enn hélt hann karl- mennsku sinni, að hann skyldi geta leikið kvenmann svona hart. Það var honum sönnun þess, að enn var hann og hét. Hann kallaði: „Farðu inn til þín!" Telpan veinaði af hlátri. „And- litið á þér . . . andlitið á þér." Hún greip höndum fyrir augu sér, eins og af viðbjóði, og hljóp á brott. Kane tautaði fyrir munni sér: „Hvílíkt kvenmannsefni, hvílíkt kvenmannsefni . . ." Hann kumraði af velþóknun. Síðan hélt hann inn í hreiðrið, skenkti sér fullt glas af viskýi og tók það með sér upp í svefnherbergið. Hann fór f náttfötin og settist við snyrtiborðið. Kane gat setið stundum saman — og gerði það oft — við snyrtiborð sitt og reykt, fengið sér teyg úr glasinu við og við, rifjað upp endurminningarnar og starað á sjálfan sig í gamla búningsklefaspeglinum. Ekkert var honum meiri fullnæging en að horfa á sjálfan sig. Enginn karl eða kona gat dáðst eins að sjálfum sér og hann gerði. Hann kveikti sér í sígarettu, fór sér hægt til að lengja eftirvæntinguna áður en hann liti framan í sjálfan sig aftur. Svo sneri hann sér vendilega þannig að andlit hans nyti sín sem bezt í speglinum. Hann leit mynd sína og honum brá ónotalega. Hörundið virtist allt í einu grófgerðara en venjulega, svipurinn allur þunglamalegri, allt andlitið eilítið þrútið. Og Kane varð gripinn skelfingu. Nú minntist hann orða dóttur Morgans, þegar hún starði á hann stórum augum og hrópaði: „Andlitið á þér . . . and- litið á þér!" Hann drakk í botn viskýið í einum teyg. Að þvf búnu Kane starði á sjálfan sig, óttasleg- inn yfir þessari, að vísu Iftilsháttar en þó annarlegu afmyndun. Hann furðaði sig á því, að Morgan skyldi ekki hafa á það minnzt. Og þó — það var ekki við því að búast af Morgan. Kane hélt niður í hreiðrið, þar sem morgun- blaðið beið hans, hann tók sér sæti og fór að glugga í blaðið á meðan hann beið þess, að Morgan rækist inn; þá gæti hann ef til vill séð það á svip- brigðum hans, hvort hann hefði veitt nokkru óvenjulegu athyglk En auðvit- að mundi Morgan ekki rekast inn; hann mundi aldrei taka upp á þvf að koma inn nema á hann væri kallað. Og þar sem Kane hafði ekki neina aðra frambærilega ástæðu til þess að kalla á hann, ákvað hann að segja honum að færa sér viský. Morgan kom inn í hreiðrið. Leit á Kane öldungis eins og hann var vanur, þegar hann mælti: „Þér kölluðuð, herra minn?" „Komdu með viský, Morgan." Framhald á bls. 30. VIKAN 36. tbl. — Yl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.