Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 7
Umferðarhugleiðingar Kæri Póstur! Ég er fastur áskrifandi að Vikunni og finnst blaðið ágætt, en eitt er ég óánægður með. Þeir sem eru fastir áskrifendur fá blaðið alltaf með skipum en í söluturna og laulsasölu kemur blaðið alltaf með flugvélum. Þetta leiðir til þess, að við verð- um að bíða eftir okkar blaði viku eða meira. Þetta vona ég að forráðamenn Vikunnar sjái að er ekki hægt, og vona ég að þessu verði kippt í lag. Ég var að lesa greinina Um- ferð í öngþveit, og varð hún til þess að ég rita þessar línur. Þetta er stórkostlegt vandamál. Eitt er það þó, sem mér finnst hugsað út í bláinn og það ræki- lega. Þið segið: Ár eftir ár líður svo að ekkert er gert til breyt- ingar eða bóta, en meðan eru lagðir langir vegir um afskekkta firði og dali, sem eiga sér rýra framtíðarmöguleika o.s.frv.. Ég er fæddur Reykvíkingur og hef búið þar og keyrt og veit vel hve ástandið er alvarlegt. En hafið þið, góðu menn, athugað, hvers vegna ástandið er svona. Það er er vegna þess að nú og á sxðustu árum streymir fólkið til Reykjavíkur og skapar þessa umferðarflækju. Og haldið því svo fram að úrlausnin sé að hætta að gera vegi úti á landi og stuðla þar með að því að allir flytji til Reykjavíkur þar sem bezt er búið að fólkinu. Nei, takk. Það þarf að gera eitt- hvað raunhæfara. Ef ég fer til Reykjavíkur í nýjum bíl, sem er 1000 km leið, þá er oft svo illa heflað og vond- ur vegur, að bíllinn hringlar og glamrar þegar í bæinn er kom- ið. Ég hef séð splunkunýjan Volvo lenda ofan í svo djúpri geilu í veginum í Ljósavatns- skarði, að hann þeyttist út í skurð. Er nokkuð betra að drep- ast í bílslysi þar en annars stað- ar? (Þetta var R-bíll). Ég vildi glaður borga 1000 kr. meira í bifreiðaskatt á ári og maður sæi einhvern árangur í vegamálum, því hvað eyðir maður mörgum þúsundum kr. í viðhald á bíl vegna þess að veg- ir eru svo slæmir að ekki er hægt að stoppa án þess að minnsta kosti 2 hjól eða fleiri séu ofan í holum. Þessir kerruhestaaldarþing- menn, sem þið talið um, muna ef til vill eftir því, þegar Reykja- vík var hvorki fugl né fiskur sem bær. Tímarnir breytast og mennirnir með. Það getur verið að þessir menn fylgist ekki nógu vel með umferðamálum, en ég held að þetta sé ekki þeim að kenna. Á ég að trúa því á íslenzka þingmenn, að pólitíkin sé svo mikil að þeir geti ekki samein- azt um að koma þessu í lag, því meirihlutinn hlýtur að sjá þetta. Já, mannslífið er ekki mikils virði ef það væri tilfellið. Svo þakka ég fyrir ánægjulegt lestrarefni í Vikunni fyrr og síðar. Einn með innflúensu --------Eitthvað hefur þú mis- skilið okkur, góðurinn. Við erum síður en svo á móti því, að þjóð- vegir um byggilega hluta lands- ins og milli þeirra séu Iagfærðir. Okkur væri meira að segja mjög kærkomið, að betur væri hugs- að um leiðina norður og austur, og þá m.a. í Ljósavatnsskarði. Hins vegar viljum við stuðla að meiri jafnvægi í byggð landsins og betri vegum um byggfilega staði, m.a. með því að draga úr lagningu nýrra vega til af- skekktra krummaskuða og ná- rassa, sem fullvíst má telja, að enginn vilji byggja eftir að nú- verandi íbúar þeirra staða eru til mo'dar gengnir. Svo vonum við, að þér batni flensan sem fyrst. Hnuggnar og herða- breiSar Kæri Póstur! Við erum hér, tvær hnuggnar stelpur, sem setjumst niður og skrifum þér. Það er þannig að við ei-um báðar háar vexti, 177 cm, en grannar. Vandamálið er, hvað við erum herðabreiðar. Okkur er strítt frekar mikið með þessu af skólasystrum okkar. Er virkilega svona agalega ljótt að vera með breiðar axlir? Við óskum eftir að þið svarið þessu ekki með háði. Tvær hugsandi. --------Nei, nei. Það þarf ekki að vera svo ljótt. LOXENE er fegrandi Hún þekkir leyndarmálið Hún veit a3 LOXENE Medicated Shampoo meS hinni heilbrigSu nærandi sópu tryggir henni fagurt, heilbrigt og flösulaust hór. KAUPIÐ L0XEHE STRAX í DAG L0XENE Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F., Reykjavík. LANCÓME Nýkomið fjölbreytt úrval af Lancome-snyrtivörum. Mlle. Lucas fegr- unarsérfræðingur veitir aðstoð við val á snyrtivörum í verzlun- inni eftirtalda daga: föstudaginn 11. sept., mánudaginn 14. sept. og þriðjudaginn 15. sept. Sápuhúsið LÆKJARGÖTU 2.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.