Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 24
ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KOMIÐ: Angelique, er dóttir de Sancé, baróns af Monteloup, er 18 ára gömul sótt í klaustursJcólann, til þess aö giftast greifanum flugrika, de Peyrac, sem sagöur er Ijótur eins og sá vondi og innrœttur eftir því. Angelique er á móti ráöahagnum, þegar Mólines, ráösmaöur á nágránnaóöali, sem stendur i viöskiptum meö fööur hennar, ógnar henni meö aö de Sancé veröi settur í sTculdafangelsi ella. Hún óttast veröandi eigin- mann sinn, en hann er tillitssamur, og gefur ''henni góöan tíma til aö venjast honum, áöur, en hann krefst réttar síns. Erkibiskupinn af Tou- louse er höggormur í þeirra paradís; hann öfundar de Peyrac af auö- œfunum, og reyMr eins ogi hann getur aö fá de Peyrac til aö játa, aö hann hafi selt sig djöflinum. Vegna þvingunnar af hálfu biskupsins neyöist greifinn til aö sýna munkinum Bécher, sem vinnur viö „visinda- rannsóknir" á vegum biskiipsins, hvernig vinna megi gull úr vissum bergtegundum, en munkurinn misskilur sumt eru túlkar hitt eftir eigin höföi. Þá hafa hjónin þaö einnig á tilfinningunni, aö um þau sé njósnaö heima fyrir, og ekki sízt, þegar Angelique segir rhanni sinum frá því, aö 'hún hafi eitt sinn komiö í veg fyrir morösamsæri gegn kónginum, meö því aö stela skríni meö eitrinu, sem nota átti, og nöfnum sam- særismannanna. Loks kemur vinur þeirra, d’Andijos, markgreifi, frá París og skýrir frá þvi, aö hann hafi séö brytann þeirra, Tonnel, á hljóöskrafi viö Fouquet, forsprakka samsœrisins foröum. En de Peyrac trúir ekki, aö þaö geti veriö álvarlegt. — Nú er þeim hjónum boöiö i brúökaup Lúövíks XIV, Frakkakonungs, og Maríu Theresíu af Spáni. Undir þeim hátíöahöldum hverfur de Peyrac meö dularfullum hœtti, og Angelique fer til Parísar ásamt rúmlega ársgömlum syni þeirra hjóna til aö reyna aö komast fyrir um, hvaö af honum hafi oröiö. A leiöinni veröur vagn þeirra fyrir árás, en allt fer vel. 1 París kemur hins vegar á daginn, aö lögliald hefur veriö lagt á eignir de Peyrac, og Angelique leitar á náöir systur sinnar, sem býr í París, gift lögfrœöingi. Þar kemst hún aö því, aö de Peyrac er i Bastillunni. Mágur hennar útvegar henni lögfrceöing, Desgrez, til aö rannsaka mál de Peyracs og verja hann. Angelique horföt áhyggjufull á aðkomumannlnn. Áttl þetta aö vera lögfræðingur de Peyracs greifa? Það var varla hægt að hugsa sér slitnari jakka eða bældari filthatt. E,n þrátt fyrir þessi ytri tákn um fátækt Ijómaði maðurinn af sjálfsöryggi. •—• Madame, sagði hann. — Eg er yður til Þjónustu. Segið mér nú rólega frá öllu því, sem þér vitið. — Ég veit ekkert, eða næstum ekkert, svaraði Angelique, fremur kuldalega. — Eitt vitum við að minnsta kosti, greip Fallot fram i. — Handtöku- skipunin var undirskrifuð af kónginum. — Þá verðum við að snúa’ okkur til hans beint, sagði Angelique. — Það er nú svo þægilegt, sagði ungi lögfræðingurinn hugsi. — Ég ætlaði að heimsækja Mademoiselle de Montpensier, frænku konungsins, sagði Angelique. — Gegnum hana ætti ég að geta fengið áreiðanlegar upplýsingar um. hvað hefur komið fyrir. Sérstaklega, ef þetta er eitthvað vegna hirðarinnar, eins og mig grunar. Gegnum hana gæti ég kannske fengið samtal við konunginn. — Mademoiselle de Montpensier, sagði Desgrez, fyrirlitlega. — Við fáum enga hjálp frá henni. — Ég hef alltaf heyrt sagt, að Grande' Moiselle sé mjög brjóstgóð. — Sem einfaldur Parisarbúi legg ég ekki mikið upp úr brjóstgæðum fyrirfólksins, en það er sjálfsagt að reyna. Ég mytndi hins vegar vilja ráða yður til að tala létt, og gæta þess, að láta engar áhyggjur koma fram, þegar þér talið við Mademoiselle, og minnast ekki á að yður finn- ist að maður yðar hafi verið ranglæti beittur. Ætlar þessi leppalúði að segja mér, hvernig ég á að tala við fyrir- fólkið? hugsaði Angelique gröm. Hún tók nokkra écus upp úr budd- unni sinni. — Hér hafið þér fyrirframgreiðslu, til þesS að standast möguleg út- gjöld í sambandi við þær rannsóknir, sem liggja fyrir yður. — Þakka yður fyrir, sagði lögfræðingurinn og stakk peningunum í mjög þunnan pung. Svo hneigði hann sig mjög kurteislega og fór út. Hundurinn reis á fætur og fylgdi honum. — Þessi maður vekur ekki mikið traust hjá mér, sagði Angelique við mág sinn. — Þetta er mjög duglegur ungur maður, sagði Gaston Fallot. •— Hann á eftir að gera kraftaverk með þessari litlu fjárhæð, sem þér létuð hann hafa. — Fjármálin hafa minnsta þýðingu. —• Hafið þér ótæmanleg auðæfi á bak við yður? — Ekki með mér, en ég ætla að senda d’Andijos markgreifa tii Toulouse. — Óttizt þér ekki, að lagt hafi verið hald á eignir ykkar í Languedoc, á sama hátt og húsið hérna í París? — En — en — það er ómögulegt! stamaði Angelique og starði skelfd á hann. — Hvers vegna ættu þeir að gera það? Við höfum ekki gert neinum neitt. — Æ, Madame. Þeir eru margir, sem koma til mín og hafa sömu sögu að segja. Með þessar nýju áhyggjur í huganum hafði Angelique litla ánægju af gönguferðinni til Tulieries, þrátt fyrir ólgandi lífið á götunum. Þar að auki fékk hún ekki frið fyrir betlurum, sem voru uppáþrengj- andi og ógnandi. — Héðan í frá verðum við að ferðast fótgangandi eins og venjulegir bændur, kvartaði Margot hvað eftir annað. Angelique dró andann léttar, þegar þau komu loks til Tulieries. Þar var hún beðin að bíða. Grande Demoiselle var i Luxemborgarhöllinni, til Þess að undirbúa flutning sinn þangað. Þegar kom fram undir hádegi, kom hún loksins, Þreytt og heit. .— Kæra barn, þér komið alltaf á réttri stund. Þegar ég sé ekkert annað en þessi heimskulegu trýni í kringum mig, hvert sem ég sný mér, er mér mikill léttir að sjá yður. Hún lét fallast niður í hæginda- stól og lét) sækja annan. — ég verð að segja yður, hvað komið hefur fvrir. Það lá við að ég kyrkti Petit Monsieur í morgun. Hann kom hing- að til þess að reka mig út úr þessari höll, þar sem ég hef átt heima sið- an ég var lítið barn. Ég get meira að segja sagt, að ég hafi ráðið hér. Og svo þarf maður að.... Angelique velti því fyrir sér, hvernig hún ætti að vekja máls á því, sem henni lá á hjarta. Að lokum hleypti hún I sig kjarki og sagði: — Ég vona, að yðar hágöfgi fyrirgefi mér, en ég veit, að þér vitið allt, sem gerist við hirðina. Hafið þér ef til vill heyrt, að maðurinn minn er i Bastillunni? Grande Mademoiselle lét sem hún yrði mjög hissa: — í Bastillunni? Hvað hefur hann gert. — Það er einmitt Það, sem ég ekki veit. Ég vonaði svo innilega, að yðar hágöfgi myndi vilja hjálpa mér að komast til botns í Þessu dular- fulla máli. Hún sagði, hvað gerzt hafði. —. Látum okkur nú sjá, sagði Grande Mademoiselle. — Við skulum nú hugsa málið svolítið. Eiginmaður yðar á óvini, eins og allir aðrir. Hver haldið þér, að vildi fyrst og fremst gera honum ilit? —- Honum samdi ekki sérlega vel við erkibiskupinn af Toulouse, en ég held að hans háæruverðugheit geti varla hafa lagt fram nokkrar ákærur móti honum, sem hafa getað komið kónginum til þess að taka málið í sínar hendur. — De Peyrac greifi hefur kannske vanvirt konunginn sjálfan? — Gerði hann ekki sitt bezta til að þóknast honum, þegar hann tók á móti hans hágöfgi í Toulouse. — Jú, það var sannarlega stórkostleg veizla, sagði Mademoiselle. — En ég hef reyndar heyrt, að kóngurinn hafi ekki verið allskostar á- nægður. — Maðurinn minn hefur aldrei reynt að vinna á mó'ti honum. Hann hefur alltaf komið fram sem tryggur og heiðarlegur þegn, og hann hef- ur einn borgað fjórðunginn af öllum sköttum í Languedoc. Mademoiselle de Montpensier klappaði Angelique glettnislega á kinn-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.