Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 34
Gerð 404 (5—6 manna). Við getum útvegað þessar traustu frönsku bifreiðir með stuttum fyrirvara, og höfum nú á lager bif- reiðir af gerðinni 403, sem eru 6 manna og heppileg- ar til leiguaksturs. Gerð 404 Station (5—7 manna). Gerðin 403 kostar til atvinnubílstjóra 137 þúsund krónur og til einkaafnota 172 þúsund krónur. Höfum okkar eigin varahluta- og viðgerðaþjónustu í Bílamarkaðnum Brautarholti 22. Hafraiell hf. Brautarholti 22 — Símar 20986 og 34560. PEUGEOT B I FREIÐIR eru þekktar um allan heim fyrir traustleika og vand- aðan frágang, og eru því heppilegar fyrir okkar vegi. Gerð 403 (6 manna) í þolraunakeppninni í Suður-Ameríku á síðasta hausti voru 6 PEUGEOT bifreiðir á meðal fyrstu 10 bifreiðanna, sem komu að marki. dauður á gólfábreiðunni með sund- urskotið höfuð. Og meira en það, kúlan hafði mölbrotið spegilinn eftir að hafa farið í gegnum höfuðkúpu herra Kane. Og Morgan veitti því athygli alveg sérstaklega, hvað ásjóna herra Kane var fríð og slétt að sjá. Morgan laut niður og tók stærsta spegilbrotið upp af gólfinu, skoðaði andlitsmynd sína í því, og gat varla varizt brosi, þegar hann sá hve afskræmd hún var. Það var eins og bólgnar varirnar toguðu hægri kinn- ina niður á við, bólgan í vinstri kinninni þrýsti vinstra auganu fast að nefinu. Hann hló og kastaði spegilbrotinu svo harkalega á nátt- borðið, að það hrökk í ótal parta, sem hrutu út um allt gólf. Svo hélt hann út úr svefnherberg- inu, ofan stigann og hringdi á lög- regluna ... LÍF f HENDI MANNS Framhald af bls. 27. en ekki sízt, getur maður séð lík- indi fyrir ýmsum óorðnum hlutum, sem tíminn hefur sannað að koma fram, ef rétt er lesið." — Mundi það þýða það, að þú gætir t.d. séð hve langt líf ég á fyrir höndum . . . hvort ég verði ríkur eða fátækur . . . hvort ég á eftir að eiga mörg börn . . . hvort ég kem til með að búa í Kópavogi eða Cape Town eftir 10 ár . . . ? „Ég tel mig geta séð miklar lík- ur fyrir því hve gamall þú verður. Það fer ekki aðeins eftir einni línu í lófanum, eins og svo margir halda, heldur eftir samspili margra þeirra, sem gefa til kynna andlegt og lík- amlegt ástand þitt. Ég þarf ekki að draga neina ályktun hverju sinni, því línurnar gera það sjálfar. Mitt er aðeins að lesa úr þeim eins og ég hefi lært og hefur sýnt sig að er mjög nálægt sanni." — En hvernig fer ef bifreið æki yfir mig hérna fyrir utan húsið, þegar ég fer frá þér, og kálaði mér? „Ég mundi sjá það í lófa þínum hve gamall þú yrðir — svona nokk- urnveginn. Það er ekki hægt að segja það upp á dag. En ég gæti sagt þér að einhver ákveðinn ald- ur væri líklegur fyrir þig. Svo er það auðvitað þitt að passa þig. Sennilega mundi ég sjá merki í lófanum, sem gæfi til kynna mjög mikla hættu á þessu tímabili — jafn- vel dauða. Ef þú vissir af þessu, gætir þú varazt hættuna, og þá mundi bíllinn aldrei aka yfir þig . . . en þá mundi lófinn líka breytast þannig að þetta merki mundi hverfa eftir að hættan er liðin hjá." — Breytast . . . ? Breytist lófinn? „Já, það er nú líklega. Flestar eða allar línur lófans breytast með árunum. Oftast er það að aðallín- urnar halda sér, en breytast nokkuð. Sumar á sjö ára fresti, aðrar á sjö mánaða fresti. . . það er misjafnt, en alltaf breytast þær eftir aðstæð- um og atvikum. Ég get séð hvort þú verður ríkur eða fátækur og hvort þú nærð þeim árangri í iíf- inu, sem þú óskar eftir, og hvenær. Ég get líka séð hve mörg börn þú hefur með að gera á lifsleiðinni. Það er að segja — það er ekki víst að þú eigir þau sjálfur, heldur gætu það t.d. verið tökubörn. Svo gæti líka verið að þú ættir einhvers stað- ar börn, sem þú skiptir þér ekkert af og engin áhrif hafa á líf þitt. Þau börn sé ég ekki. En f.d. and- vana fædd börn hjá konu eða fóst- urlát get ég séð. Það sést aftur á móti ekki hjá föðurnum, því að á hann hefur slíkt engin eða lítil sál- arleg áhrif . . . Hvort þú kemur til með að búa í Kópavogi eða Cape Town? Ja, ég get sagt þér á hvor- um staðnum þú ættir að búa — hvor staðurinn hæfir þér betur." — Sérðu þú það í línum lófans? „Nei, það sé ég með þvi að beita talnafræðinni. Fæðingardagur þinn og ár gefa mér ýmsar upplýs- ingar um hverskonar maður þú sért, og hvað hæfi þér bezt. Hver bók- stafur í nafni borga og landa hef- ur sitt tölugildi, og með útreikning- um kemst ég svo að því hvort hægt er að samrýma það gildi þinum eigin tölum. Það er einfalt." — Já, mjög einfalt skilst mér. — Þú virðist vita svör við öllu . . . Þú getur lesið úr lófanum allt það, sem mestu máli skiptir í lífi mannsins, bæði það sem á undan er gengið og það sem eftir er að koma. Segðu mér nú ( stuttu máli hvernig þú ferð að því. . . Hvoru höndina er meira oð marka? „Hægri höndin hjá rétthendum manni sýnir meira staðreyndir. Framkvæmdir mannsins, líkamlega eiginleika o.s.frv. Sú vinstri sýnir aftur á móti tilfinningalíf hans, and- lega hæfileika, gáfur og möguleika á þeim sviðum. Vinstri höndin á þér sýnir t.d. miklu meiri möguleika en sú hægri gefur til kynna að hafi verið nýttir. Það þýðir að þú hefur ekki notað þína hæfileika eins snemma og þú hefðir átt að gera, og að þú nýtir þá ekki eins vel og þú ættir að gera. Þar virðist vanta mikið á." — Mig hefur alltaf grunað þetta. „Þér er óhætt að taka það trúan- legt. Þú hefur mikla möguleika . . ." — Ritstjórinn . . . „Ha?" — Hann trúir því ekki. Mundir þú vera fáanleg til að skrifa hon- um nokkrar línur? „Það ætti að vera óþarfi. Þetta kemur í Ijós, ef þú bara reynir sjálf- ur. Enda sé ég það í lófanum að það kemur að þvi eftir tiltölulega skamman tíma." — Geturðu séð hvort ég fæ kaup- hækkun? „Nei, það sé ég ekki, en ég held að þú þurfir engar áhyggjur að hafa af fjármálum f framtíðinni. Þú . . ." — Viltu gjöra svo vel að hvísla. — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.