Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 31
sólarhringa; tók þess í stað inn svefntöflur, svo að hann yrði ekki andvaka. Fyrri dagurinn leið að kvöldi ón þess hann sæi nokkra breytingu ó andlitinu, huggaði sig við, að það hefði þó ekki þrútnað meira, og þegar hann vaknaði að morgni, var hann hressari og end- urnærðari en hann mundi eftir að hafa verið í háa herrans tíð. Hann hafði haft gott af bindindinu, þó að það væri ekki lengra. Hann var kátur og honum leið vel. Og hann hraðaði sér að speglinum. Kane rak upp vein, þegar hann leit spegilmynd sína. Það var viður- styggilegt andlit, þrútið og allt úr greipum gengið. Hann bar fingurna að því, þrýsti á það, reyndi að koma því aftur í skorður og þannig stóð hann, þegar Morgan gegndi kalli hans. Dóttir Morgans kom á hæla honum, hárið ógreitt, starði á hann sturluðum augum, hló, benti og hrópaði: „Siáðu hvernig hann er í framan . . . Sjáðu hvernig hann er í framan!" Og Kane hrópaði: „Morgan, líttu á mig! Líttu á mig . . . fram- an í mig!" Morgan svaraði rólega: „Það virðist ekki laust við að þér séuð eilítið þrútinn í andliti, herra minn. Á ég að kalla lækninn yðar hing- að?" „Nei, nei!" Kane vildi ekki fyrir nokkurn mun að nokkur sæi sig þannig útlítandi. En svo tók hann sig á. „Jú . . . ef þú vildir gera svo vel, Morgan." Telpan gekk [ áttina til hans, lyfti hendinni, eins og hún hygð- ist snerta andlit hans, skellihló, eins og þetta væri einhver skemmtileg- ur leikur. Morgan tók um arm henni, leiddi hana á brott og mælti lágt, en þó ekki lægra en svo að Kane gat greint orðin: „Komdu, vina mín. Við skulum lofa vesalings mannin- um að vera einum". Morgan kom aftur inn í svefn- herbergið að vörmu espori og mælti við Kane, sem sat skelfdur í öngum sínum á rekkjustokknum: „Dr. Kald- well er í leyfi, herra minn. Aðstoð- arstúlkan hans benti mér á annan lækni. Á ég að biðja hann að koma, herra minn?" „Já. Og komdu með viský . . . Flösku . . ." „Já, herra minn." Læknirinn kom um kvöldið, og jafnvel þó að Kane væri illa drukk- inn, fór undrunarsvipurinn á and- liti læknisins, þegar hann sá andlit hans, ekki framhjá honum. Á með- an hann var að skoða Kane, talaði hann fram og aftur um hlutverkin, sem hann hafði séð hann leika og hve konan sín væri mikill aðdáandi hans. Kane hlustaði með öðru eyr- anu, beið úrskurðar læknisins í kvíða og ofvæni. Loks var athug- uninni lokið, læknirinn tróð öllu sínu hafurtaski ofan í tösku sína aftur og bjóst til að fara. Kane stöðvaði hann í svefnherbergisdyrunum. „Ætlið þér ekki að skrifa neinn lyfseðil, læknir?" ;spurði hann. Læknirinn virtí hann fyrir sér. Svaraði með alvösusvip: „Ég er hræddur um að það sé með öllu þýðingarlaust, herra Kane." „Þýðingarlaust? Hvað eigið þér við með því? Að þetta muni hverfa af sjálfu sér?" „Ég er hræddur um ekki." „Þá verðið þér að láta mér í té einhver lyf . . ." „Fáið yður sæti, herra Kane." Hann leiddi Kane til sætis frammi fyrir snyrtiborðsspeglinum, og Kane leit andlit sitt, skrumskælt og þrútið, stara á sig með skelfingu ( augum. Læknirinn tók til - máls. „Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur, herra Kane; sjaldgæf truflun á starfsemi inn- rennsliskirtlanna. Það er undarlegt að þér skulið ekki bólgna neitt um úlnliði og ökkla, og þó enn undar- legra, að þér, fullorðinn maðurinn, skulið taka þennan sjúkdóm." „Hvernig þá? Hvað eigið þér við?" „Ég á við, að þetta sé sjúkdómur, sem þekkist yfirleitt ekki nema ( börnum og unglingum. Framleiðsla vissra hormóna, sem kemst úr jafn- vægi. Þegar sjúklingurinn er á unga aldri, kemst hún fljótlega aftur í lag og sjúkdómseinkennin hverfa af sjálfu sér. En taki fullþroska maður þennan sjúkdóm, er hann með öllu ólæknandi, því miður . . ." Kane starði á afmyndað andlit sitt í speglinum; það var eins og bólgnar varirnar toguðu hægri kinn- ina niður á við; bólgan í vinstri kinninni þrýsti vinstra aoganu fast að nefinu. Það var viðurstyggileg sjón. Læknirinn lagði höndina á öxl honum. „Hvað sem því líður, herra Kane, þá. megið þér hrósa happi, að þetta skyldi ekki koma fyrir fyrr en eftir að þér hafði dregið yður ( hlé. Hinir fjöldamörgu aðdáend- ur yðar muna yður, eins og þér voruð á hátindi frægðarinnar". Að Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentib. Ólíkt útLit Toni lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár óhkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Ef þér óskið eftir að fá leiðbeiningar um hárlagningar fyrir þessar hrífandi hárgreiðslur, þá vinsamlegast skrifið til Evelyn Douglas, Globus h.f., Vatnsstíg 3. Reykjavík. L/m Toí!!-AðeinsToni hefur tilbúinn bindi vökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. new|| TonÚÍ:j:j cremttý: »»«utrali«^j •kaki wájij NEW VIKAN 36. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.