Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 7
Aöalútflytjandi pólskrar vefnaðarvöru til
fatnaðar.
MANNÆTUDANS.
Kæri Póstur!
Ég er kominn á fremsta hlunn
með að trúa því, sem sagt hefur
verið títt, að íslenzkar stúlkur
séu fákunnandi í mannasiðum.
Svo er mál vaxið, að ég var á
dansleik fyrir stuttu í Þórskaffi
og var alveg edrú. Ég gekk að
borði, þar sem fjórar stúlkur sátu
og bauð einni þeirra upp. Hún
afþakkaði, svo ég bauð þeirri
næstu upp, en enginn þeirri vildi
dansa. Ég gekk þá að fimmtu
stúlkunni, sem sat úti í horni,
og bauð henni líka upp. Hún
leit á mig eins og ég væri mann-
æta og hristi svo hausinn. Mér
er spurn: Vilja þessar stúlku-
kindur ekki dansa við ófulla
menn, eða var þetta af tómri
kurteisi, að þær afþökkuðu dans-
inn? Með kærri þökk fyrir vænt-
anlegt svar. St. Guðm.
--------Svo framarlega sem þú
hefur ekki litið út rétt eins og
mannæta, þá er þessi framkoma
stúlknanna alveg óafsakanleg. Og
ég, sem var kominn á fremsta
hlunn með að trúa því að ís-
lenzkar stúlkur kynnu manna-
siði. Ef siðirnir eru orðnir svona
breyttir ættirðu að reyna næst
að koma blindfullur, klípa stúlk-
urnar allar utan og toga þær
svo fram á gólf. Kannski er það
það, sem þær vilja, — hver veit?
GAMLAR BÍÓMYNDIR.
Kæri Póstur!
Ég þakka ykkur kærlega fyrir
gott efni og stöðugt batnandi
blað, einkum þó fyrir framhalds-
sögur Ian Flemings.
Það er ein kvörtun, sem ég
vildi gjarnan geta komið á fram-
færi, en hún á við öll kvikmynda-
hús bæjarins. Hvers vegna fáum
við aldrei að sjá nýjar erlendar
kvikmyndir hérna heima? Það
er ógerningur að fylgjast vel
með nýjustu stefnum og straum-
um í kvikmyndalist, þegar mynd-
imar eru orðnar nokkurra ára
gamlar þegar þær loksins koma
hingað til landsins. Það skiptir
ekki svo miklu máli með gaman-
myndir og glæpamyndir, en ég
veit, að það eru margir, sem
mundu vilja borga hærra verð
fyrir að sjá nýjar myndir, sem
sýndar hafa verið á Cannes og
þær sem teljast til listaverka
(þar á ég ekki við Dirch Passer
og Lemmy). í svipinn man ég
aðeins eftir einni mynd, sem var
tiltölulega ný þegar hún var
frumsýnd hérna, en það er Bítla-
myndin, sem sýnd var í Tónabíói.
BRÉF FRÁ JÓNASi.
Ilvusslags eiginlega þjónusda
er þetta hjá ykkur? Ég er búinn
að senda ykkur tvisvar bréf, en
hef hvorugt þeirra fengið byrt.
Svo eru þið að byrta bréf frá
alskonar jólasveinum sem vita
ekkert hvað þeir eru að seigja.
Og hver svarar eiginlega póst-
inum? Jónas.
■— ■— ■— Svona, svona Jónas
minn. Þótt við birtum yfirleitt
ekki bréf frá jólasveinum, þá
gerum við samt unðantekningu
núna. Ertu svo ánægður?
HVAÐ ER „CALL-GIRLS"?
Kæra Vika!
Leystu nú úr veðmáli fyrir
okkur. Ég og vinur minn höfum
ekki orðið á eitt sáttir um hvað
;,call-girls“ þýðir. Ég hef alltaf
haldið að það væru gleðikonur,
sem hægt væri að panta með
einu símtali, en kunningi minn
vill halda því stíft fram, að það
séu stúlkur, sem afhenda sig
hæstbjóðanda. Hvor okkar fær
bokkuna? B. T.
---------Ég er hræddur um að
þú fáir sopann, kæri. „Call-girls“
flokkast undir þá tegund við-
skipta, sem nefnd er símavændi.
PYLSUR OG ANDASTEIK.
Kæri Póstur!
Mikið værir þú nú vænn, ef
þú vildir leysa úr því, sem við
vinkonurnar þrjár höfum verið
að brjóta heilann um. Hvað er
eiginlega gert við endurnar á
tjörninni, sem fara til feðra
sinni? Jarðar Kjartan brunavörð-
ur þær eða er það virkilega satt,
að þær séu settar í kjötfars og
pylsur? Við trúum því bara alls
ekki. „Þrjár fáfróðar“.
P.s. Við vorum nefnilega að gefa
öndunum brauð í hádeginu í dag.
-----— Það er nú ekkert. Anda-
steik er herramannsmatur. En
ef þið hefðuð bara hugmynd um
hvað gert er við afköst mein-
dýraeyðis, — ja, ekki meira um
það. Haldið þið bara áfram að
gefa öndunum.
Sienkiewicza 3/5, Lódz, Pólland
Sími: 285-33
Símnefni: CONFEXIM, Lódz
HEFUR Á BOÐSTÓLUM:
* LÉTTAN SEM ÞYKKAN FATNAÐ FYR-
IR KONUR, KARLA OG BÖRN.
* PRJÓNAVÖRUR ÚR ULL, BÓMULL,
SILKI OG GERVIÞRÁÐUM.
* SOKKA, ALLAR GERÐIR.
* BÓMULLAR- OG ULLARÁBREIÐUR.
* HANDKLÆÐI „FROTTE".
* RÚMFATNAÐ.
* HATTA FYRIR KONUR OG KARLA.
•k FISKINET AF ÖLLUM GERÐUM.
* GÓLFTEPPI.
* GLUGGATJÖLD.
Gæði þessara vara byggist á löngu starfi þús-
unda þjálfaðra sérfræðinga og að sjálfsögðu
fullkomnum nýtízku vélakosti.
Vér bjóðum viðskiptavinum vorum hina hag-
kvæmustu sölu- og afgreiðsluskilmála.
Sundurliðaðar, greinilegar upplýsingar geta
menn fengið hjá umboðsmönnum vorum:
ÍSLENZK ERLENDA
VERZLUNARFÉLAGINU H.F.
íE'Ðtf BiCi fs !i» 'Ja ;í-» KO- C» R« RV 9» c
Tjarnargötu 18, Reykjavík
eða á skrifstofu verzlunarfulitrúa Póllands, Grenimel 7 Reykjavík.